Menning

Þjóðlagaarfurinn í nýjum búningi

Melodia, kammerkór Áskirkju, gefur út hljómdisk með íslenskum þjóðlögum í nýjum og nýlegum útsetningum samtímatónskálda. Diskurinn ber heiti kórsins og inniheldur bæði þjóðlög sem hvert mannsbarn þekkir og önnur sem eru minna þekkt.

Nokkur laganna voru útsett sérstaklega að beiðni Melodiu og munu heyrast í fyrsta sinn á útgáfutónleikum í Laugarneskirkju í dag klukkan þrjú.

Efnisskrá disksins verður flutt þar í heild sinni en ekkert kostar inn á tónleikana. 



Melodia, undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar, hefur á að skipa 16 söngvurum og leggur metnað í vandaðan flutning og nýsköpun. Kórinn hefur getið sér gott orð og átti til dæmis afar góðu gengi að fagna í Grand Prix-kórakeppninni í Debrecen í Ungverjalandi sumarið 2014.  
 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.