Sirra Sigrún heiðruð fyrir framlag sitt til myndlistar Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. október 2015 17:19 Erró, Sirra Sigrún Sigurðardóttir, Ólöf K. Sigurðardóttir og Dagur B. Eggertsson. Mynd/Aðsend Listamaðurinn Erró veitti í dag Sirru Sigrúnu Sigurðardóttur verðlaunafé og viðurkenningu úr Listasjóði Guðmundu S. Kristinsdóttur, fyrir framlag hennar á sviði myndlistar. Afhendingin fór fram við opnun á sýningunni Tilurð Errós í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi. Erró stofnaði sjóðinn til minningar um móðursystur sína, Guðmundu og er honum ætlað að efla og styrkja listsköpun kvenna. Þetta er í sextánda skipti sem styrkur er veittur úr sjóðnum en framlagið rennur til listakonu sem þykir skara fram úr. Stjórn sjóðsins skipa safnstjórar Listasafns Reykjavíkur, Ólöf K. Sigurðardóttir, Listasafns Íslands, Halldór Björn Runólfsson og Listasafnsins á Akureyri, Hlynur Hallsson. Þær konur sem áður hafa hlotið viðurkenningu úr sjóðnum eru Ósk Vilhjálmsdóttir, Ólöf Nordal, Finna Birna Steinsson, Katrín Sigurðardóttir, Gabríela Friðriksdóttir, Sara Björnsdóttir, Þóra Þórisdóttir, Guðrún Vera Hjartardóttir, Hekla Dögg Jónsdóttir, Hulda Stefánsdóttir, Margrét H. Blöndal, Sara Riel, Þórdís Aðalsteinsdóttir, Guðný Rós Ingimarsdóttir og Ásdís Sif Gunnarsdóttir. Erró stofnaði listasjóðinn til minningar um frænku sína Guðmundu. Markmiðið er að styrkja listakonur með því að veita framlag til viðurkenningar og eflingar á listsköpun þeirra. Sjóðurinn er sjálfseignarstofnun í vörslu borgarsjóðs Reykjavíkur. Umsjón með sjóðnum hafa Reykjavíkurborg og Errósafnið. Sirra Sigrún Sigurðardóttir lauk námi frá Listaháskóla Íslands 2001, nam listfræði við Háskóla Íslands einn vetur og lauk meistaranámi frá School of Visual Arts í New York 2013. Hún er í hópi áhrifamikilla listamanna hér á landi og hefur tekið þátt í fjölda sýninga, bæði hér heima og erlendis, meðal annars í Listasafni Reykjavíkur og Tate Modern í London. Sirra er einn stofnenda og eigenda sýningarstaðarins Kling & Bang í Reykjavík þar sem hún hefur skipulagt fjölda sýninga og listviðburða með þátttöku innlendra og erlendra listamanna. Í desember 2012 var Sirra á meðal 24 alþjóðlegra listamanna sem tímaritið Modern Painters útnefndi sérstaklega sem listamenn sem vert er að fylgjast með á komandi árum. Þá var sýning hennar, Flatland, í Listasafni Reykjavíkur árið 2014 mörgum minnisstæð. Það var því einróma álit dómnefndar Listasjóðs Guðmundu S. Kristinsdóttur að Sirra Sigrún skuli að þessu sinni hljóta viðurkenningu úr sjóðnum. Menning Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Lífið samstarf Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Listamaðurinn Erró veitti í dag Sirru Sigrúnu Sigurðardóttur verðlaunafé og viðurkenningu úr Listasjóði Guðmundu S. Kristinsdóttur, fyrir framlag hennar á sviði myndlistar. Afhendingin fór fram við opnun á sýningunni Tilurð Errós í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi. Erró stofnaði sjóðinn til minningar um móðursystur sína, Guðmundu og er honum ætlað að efla og styrkja listsköpun kvenna. Þetta er í sextánda skipti sem styrkur er veittur úr sjóðnum en framlagið rennur til listakonu sem þykir skara fram úr. Stjórn sjóðsins skipa safnstjórar Listasafns Reykjavíkur, Ólöf K. Sigurðardóttir, Listasafns Íslands, Halldór Björn Runólfsson og Listasafnsins á Akureyri, Hlynur Hallsson. Þær konur sem áður hafa hlotið viðurkenningu úr sjóðnum eru Ósk Vilhjálmsdóttir, Ólöf Nordal, Finna Birna Steinsson, Katrín Sigurðardóttir, Gabríela Friðriksdóttir, Sara Björnsdóttir, Þóra Þórisdóttir, Guðrún Vera Hjartardóttir, Hekla Dögg Jónsdóttir, Hulda Stefánsdóttir, Margrét H. Blöndal, Sara Riel, Þórdís Aðalsteinsdóttir, Guðný Rós Ingimarsdóttir og Ásdís Sif Gunnarsdóttir. Erró stofnaði listasjóðinn til minningar um frænku sína Guðmundu. Markmiðið er að styrkja listakonur með því að veita framlag til viðurkenningar og eflingar á listsköpun þeirra. Sjóðurinn er sjálfseignarstofnun í vörslu borgarsjóðs Reykjavíkur. Umsjón með sjóðnum hafa Reykjavíkurborg og Errósafnið. Sirra Sigrún Sigurðardóttir lauk námi frá Listaháskóla Íslands 2001, nam listfræði við Háskóla Íslands einn vetur og lauk meistaranámi frá School of Visual Arts í New York 2013. Hún er í hópi áhrifamikilla listamanna hér á landi og hefur tekið þátt í fjölda sýninga, bæði hér heima og erlendis, meðal annars í Listasafni Reykjavíkur og Tate Modern í London. Sirra er einn stofnenda og eigenda sýningarstaðarins Kling & Bang í Reykjavík þar sem hún hefur skipulagt fjölda sýninga og listviðburða með þátttöku innlendra og erlendra listamanna. Í desember 2012 var Sirra á meðal 24 alþjóðlegra listamanna sem tímaritið Modern Painters útnefndi sérstaklega sem listamenn sem vert er að fylgjast með á komandi árum. Þá var sýning hennar, Flatland, í Listasafni Reykjavíkur árið 2014 mörgum minnisstæð. Það var því einróma álit dómnefndar Listasjóðs Guðmundu S. Kristinsdóttur að Sirra Sigrún skuli að þessu sinni hljóta viðurkenningu úr sjóðnum.
Menning Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Lífið samstarf Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira