Sport

Ernirnir átu Risana

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
DeMarco Murray er loksins kominn í gang.
DeMarco Murray er loksins kominn í gang. vísir/getty
Það var mikill nágrannaslagur í mánudagsleik NFL-deildarinnar þar sem NY Giants sótti Philadelphia Eagles heim. Það er mikill rígur á milli þessara liða og því hvorki gefið eftir á vellinum né upp í stúku.

Risarnir komust í 7-0 í fyrstu sókn en síðan ekki söguna meir því Ernirnir lokuðu vörninni og unnu flottan sigur, 27-7. Mjög mikilvægur sigur enda liðin í sama riðli. Sigurnn gerði það að verkum að Ernirnir komust upp að hlið Risanna í riðlinum. Bæði lið hafa unnið þrjá leiki og tapað þremur.

Hlaupari Eagles, DeMarco Murray, komst loksins í gang í nótt en hann hljóp 109 jarda og skoraði eitt snertimark. Murray var besti sóknarleikmaður deildarinnar í fyrra en hafði ekkert getað í fyrstu fimm leikjunum.

Varnarmaðurinn Nolan Carroll skoraði eitt snertimark en hann hefur verið frábær í vetur. Útherjinn Riley Cooper skoraði einnig. Eftir erfiða byrjun er Eagles-liðið komið í gang og búið að vinna tvo leiki í röð.

Eli Manning, leikstjórnandi Giants, kastaði boltanum tvisvar frá sér. Odell Beckham Jr. skoraði eina snertimark Giants í leiknum.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×