SFR, sjúkraliðar og lögreglumenn gengu fylktu liði: „Við létum slagorðin glymja yfir allt Stjórnarráðið“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 20. október 2015 10:12 "Sömu kjarabætur og aðrir ríkisstarfsmenn,“ hrópuðu félagsmenn SFR, sjúkraliðar og lögreglumenn í morgun við Stjórnarráðið. Vísir/GVA Sjúkraliðar, lögreglumenn og félagsmenn SFR gengu fylktu liði að Stjórnarráðinu í morgun en gangan var farin frá Hlemmi. Hópurinn hrópaði slagorðin: „Sömu kjarabætur og aðrir ríkisstarfsmenn“ og báru borða með slagorðinu. Fánar voru áberandi, bæði litlir og stórir. „Við létum slagorðin glymja yfir allt Stjórnarráðið,“ útskýrir Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, en Vísir náði tali af honum strax að kröfufundi loknum nú rétt fyrir 10. Hann fór fremstur í flokki þar sem gangan gekk niður Laugaveginn. „Ég sá mikla göngu fyrir aftan mig. Það var góð mæting og góð stemning í þessu. Þetta er kjarnafólk,“ segir Árni.Sjá einnig: Bakslag í samningaviðræðum veldur formönnum hugarangri „Það voru náttúrulega lögreglumenn í göngunni, sex til sjö mótorhjólamenn fyrir framan mig og svo öskruðum við þetta niður Laugaveginn: „Sömu kjarabætur og aðrir ríkisstarfsmenn.“ Þetta glumdi alveg um allt, en ég held reyndar að það hafi verið fáir að hlusta nema túristarnir.“Hópurinn myndaði göng við Stjórnarráðið.Vísir/GVA„Þetta var frábær kröfuganga. Miklu betri en við þorðum að vona því að spáin var nú ekkert mjög frýnileg.“ Ráðherrar stöldruðu ekki við til þess að ræða við hópinn að sögn Árna. „Nei, nei þau settu frekar undir sig hausinn og löbbuðu inn, buðu góðan daginn samt og svona. Eygló kom að vísu seinna þegar við vorum búin að slíta fundi og spjallaði aðeins.“Sjá einnig: „Höfum sjaldan séð það verra“Hnútur kom á viðræðurnar í gær Nú stendur yfir annað ótímabundna verkfallið í verkfallshrinum SFR og sjúkraliða. Eins og kunnugt er geta lögreglumenn ekki farið í verkfall en svokölluð samstöðupest gerði vart við sig í fyrra ótímabundna verkfallinu sem stóð yfir 15. – 16. október og því mættu fjölmargir þeirra ekki til vinnu.Árni Stefán Jónsson formaður SFR.Vísir/AntonFundað verður í Karphúsinu klukkan 14 í dag. „Það kom í ljós að þegar við komum þarna klukkan eitt í gær vorum við full bjartsýn að þetta myndi ganga áfram,“ viðurkennir Árni Stefán. Samninganefndirnar funduðu um helgina og lauk þeim viðræðum á góðum nótum að mati Árna, báðir aðilar lögðu fram tillögur sem skoðaðar voru gaumgæfilega og samningsvilji ríkti. En þegar samninganefndir Árna og félaga mættu í gær kom babb í bátinn sem þurfti að leysa.Sjá einnig: Víða lokaðar dyr vegna verkfalls: „Gömlu fólki er gert afskaplega erfitt fyrir“ Árni getur ekki gefið efnislegar útskýringar á meðan aðilar sitja enn við samningaborð. „Það kom smá bakslag í þetta sem setti hnút á viðræðurnar í allan gærdag. Okkur tókst að vísu að leysa þennan hnút seint í gærkvöldi áður en við hættum. Það þurfti að leysa þennan hnút til að geta haldið áfram og því var lítið annað hægt að gera í gær.“ Árni býst því við að haldið verði áfram á svipuðum slóðum og um helgina. Hann mætir í öllu falli jákvæður til leiks og finnst sem samninganefnd geri það líka. „Bjarni [Benediktsson fjármálaráðherra] hefur líka tekið þannig til orða að við séum í alvöru viðræðum og ég get alveg tekið undir þau orð. Það eru engar hindranir í veginum í dag og við ættum að geta haldið áfram.“ Verkfall 2016 Tengdar fréttir Bakslag í samningaviðræðum veldur formönnum hugarangri Verkfall SFR og Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ) heldur áfram í dag eftir slæmt gengi í sáttaviðræðum í gær. Viðræður í gær stóðu yfir langt fram á kvöld. Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, segir ekki hafa gengið jafn vel og væntingar voru til eftir sunnudaginn. 20. október 2015 07:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Sjúkraliðar, lögreglumenn og félagsmenn SFR gengu fylktu liði að Stjórnarráðinu í morgun en gangan var farin frá Hlemmi. Hópurinn hrópaði slagorðin: „Sömu kjarabætur og aðrir ríkisstarfsmenn“ og báru borða með slagorðinu. Fánar voru áberandi, bæði litlir og stórir. „Við létum slagorðin glymja yfir allt Stjórnarráðið,“ útskýrir Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, en Vísir náði tali af honum strax að kröfufundi loknum nú rétt fyrir 10. Hann fór fremstur í flokki þar sem gangan gekk niður Laugaveginn. „Ég sá mikla göngu fyrir aftan mig. Það var góð mæting og góð stemning í þessu. Þetta er kjarnafólk,“ segir Árni.Sjá einnig: Bakslag í samningaviðræðum veldur formönnum hugarangri „Það voru náttúrulega lögreglumenn í göngunni, sex til sjö mótorhjólamenn fyrir framan mig og svo öskruðum við þetta niður Laugaveginn: „Sömu kjarabætur og aðrir ríkisstarfsmenn.“ Þetta glumdi alveg um allt, en ég held reyndar að það hafi verið fáir að hlusta nema túristarnir.“Hópurinn myndaði göng við Stjórnarráðið.Vísir/GVA„Þetta var frábær kröfuganga. Miklu betri en við þorðum að vona því að spáin var nú ekkert mjög frýnileg.“ Ráðherrar stöldruðu ekki við til þess að ræða við hópinn að sögn Árna. „Nei, nei þau settu frekar undir sig hausinn og löbbuðu inn, buðu góðan daginn samt og svona. Eygló kom að vísu seinna þegar við vorum búin að slíta fundi og spjallaði aðeins.“Sjá einnig: „Höfum sjaldan séð það verra“Hnútur kom á viðræðurnar í gær Nú stendur yfir annað ótímabundna verkfallið í verkfallshrinum SFR og sjúkraliða. Eins og kunnugt er geta lögreglumenn ekki farið í verkfall en svokölluð samstöðupest gerði vart við sig í fyrra ótímabundna verkfallinu sem stóð yfir 15. – 16. október og því mættu fjölmargir þeirra ekki til vinnu.Árni Stefán Jónsson formaður SFR.Vísir/AntonFundað verður í Karphúsinu klukkan 14 í dag. „Það kom í ljós að þegar við komum þarna klukkan eitt í gær vorum við full bjartsýn að þetta myndi ganga áfram,“ viðurkennir Árni Stefán. Samninganefndirnar funduðu um helgina og lauk þeim viðræðum á góðum nótum að mati Árna, báðir aðilar lögðu fram tillögur sem skoðaðar voru gaumgæfilega og samningsvilji ríkti. En þegar samninganefndir Árna og félaga mættu í gær kom babb í bátinn sem þurfti að leysa.Sjá einnig: Víða lokaðar dyr vegna verkfalls: „Gömlu fólki er gert afskaplega erfitt fyrir“ Árni getur ekki gefið efnislegar útskýringar á meðan aðilar sitja enn við samningaborð. „Það kom smá bakslag í þetta sem setti hnút á viðræðurnar í allan gærdag. Okkur tókst að vísu að leysa þennan hnút seint í gærkvöldi áður en við hættum. Það þurfti að leysa þennan hnút til að geta haldið áfram og því var lítið annað hægt að gera í gær.“ Árni býst því við að haldið verði áfram á svipuðum slóðum og um helgina. Hann mætir í öllu falli jákvæður til leiks og finnst sem samninganefnd geri það líka. „Bjarni [Benediktsson fjármálaráðherra] hefur líka tekið þannig til orða að við séum í alvöru viðræðum og ég get alveg tekið undir þau orð. Það eru engar hindranir í veginum í dag og við ættum að geta haldið áfram.“
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Bakslag í samningaviðræðum veldur formönnum hugarangri Verkfall SFR og Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ) heldur áfram í dag eftir slæmt gengi í sáttaviðræðum í gær. Viðræður í gær stóðu yfir langt fram á kvöld. Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, segir ekki hafa gengið jafn vel og væntingar voru til eftir sunnudaginn. 20. október 2015 07:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Bakslag í samningaviðræðum veldur formönnum hugarangri Verkfall SFR og Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ) heldur áfram í dag eftir slæmt gengi í sáttaviðræðum í gær. Viðræður í gær stóðu yfir langt fram á kvöld. Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, segir ekki hafa gengið jafn vel og væntingar voru til eftir sunnudaginn. 20. október 2015 07:00