Truflanir á innflutningi nauðsynja vegna verkfalls Samúel Karl Ólason skrifar 20. október 2015 14:11 "Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem alvarlegar truflanir verða á innflutningi vegna verkfalls opinberra starfsmanna.“ Vísir/HARI Félag atvinnurekenda segir mat, barnamjólk og sprautunálar ekki fá tollagreiðslu vegna verkfalls SFR. Í tilkynningu frá félaginu segir að vitað sé að farmskrár frá flutningafélögum lesist oft ekki sjálfkrafa inn í rafrænt kerfi Tollstjóra. Þar sem enginn sinni slíkum uppákomum í verkfallinu fáist vörurnar því ekki tollafgreiddar. Þá er bent á í tilkynningunni að Tollstjóri gefið út að verkfallið myndi ekki hafa áhrif á tollagreiðslu skipa og flugvéla. „Innflytjendur heilbrigðisvara á borð við sprautunálar og sprautur, sem notaðar eru á sjúkrahúsum, hafa sótt um undanþágur til undanþágunefndar SFR, en þær hafa enn ekki fengist afgreiddar. Er Landspítalinn þó til dæmis í brýnni þörf fyrir að vörurnar fáist afhentar,“ segir í tilkynningunni.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.Vísir/ValliÞar að auki er starfsmaður Matvælastofnunar sem skrifar upp á heilbrigðisvottorð fyrir þurrmjólk fyrir ungabörn í verkfalli og því er sú vara ekki heldur tollafgreidd. „Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem alvarlegar truflanir verða á innflutningi vegna verkfalls opinberra starfsmanna. Því miður stefnir í skort á ýmsum nauðsynjavörum dragist verkfallið á langinn,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA. „Eins og í verkfalli BHM beinum við þeim tilmælum til forstöðumanna og stjórnenda ríkisstofnana, sem ekki eru í verkfalli, að þeir sinni skyldum sínum og takmarki það tjón sem af verkfallinu leiðir. Þeir hafa heimild til að ganga í störf undirmanna samkvæmt skýrum fordæmum í íslenskum vinnurétti og geta þannig bjargað verðmætum og afstýrt fjárhagstjóni umfram það sem óumflýjanlega fylgir verkfalli.“ Verkfall 2016 Mest lesið 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Félag atvinnurekenda segir mat, barnamjólk og sprautunálar ekki fá tollagreiðslu vegna verkfalls SFR. Í tilkynningu frá félaginu segir að vitað sé að farmskrár frá flutningafélögum lesist oft ekki sjálfkrafa inn í rafrænt kerfi Tollstjóra. Þar sem enginn sinni slíkum uppákomum í verkfallinu fáist vörurnar því ekki tollafgreiddar. Þá er bent á í tilkynningunni að Tollstjóri gefið út að verkfallið myndi ekki hafa áhrif á tollagreiðslu skipa og flugvéla. „Innflytjendur heilbrigðisvara á borð við sprautunálar og sprautur, sem notaðar eru á sjúkrahúsum, hafa sótt um undanþágur til undanþágunefndar SFR, en þær hafa enn ekki fengist afgreiddar. Er Landspítalinn þó til dæmis í brýnni þörf fyrir að vörurnar fáist afhentar,“ segir í tilkynningunni.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.Vísir/ValliÞar að auki er starfsmaður Matvælastofnunar sem skrifar upp á heilbrigðisvottorð fyrir þurrmjólk fyrir ungabörn í verkfalli og því er sú vara ekki heldur tollafgreidd. „Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem alvarlegar truflanir verða á innflutningi vegna verkfalls opinberra starfsmanna. Því miður stefnir í skort á ýmsum nauðsynjavörum dragist verkfallið á langinn,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA. „Eins og í verkfalli BHM beinum við þeim tilmælum til forstöðumanna og stjórnenda ríkisstofnana, sem ekki eru í verkfalli, að þeir sinni skyldum sínum og takmarki það tjón sem af verkfallinu leiðir. Þeir hafa heimild til að ganga í störf undirmanna samkvæmt skýrum fordæmum í íslenskum vinnurétti og geta þannig bjargað verðmætum og afstýrt fjárhagstjóni umfram það sem óumflýjanlega fylgir verkfalli.“
Verkfall 2016 Mest lesið 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira