Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Grindavík 79-94 | ÍR-ingar jarðaðir í Hellinum Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. október 2015 21:15 Ingvi Þór Guðmundsson í leiknum í kvöld. Vísir/Stefán Grindavík vann stórsigur á ÍR, 94-79, í þriðju umferð Dominos-deildar karla í körfubolta í Hertz-hellinum í kvöld. Það var aðeins undir restina sem ÍR klóraði í bakkann, en Grindavík var mest 32 stigum yfir. Grindavík stakk af strax í byrjun þegar liðið komst í 11-2 áður en Bjarni Magnússon þurfti að taka leikhlé á fjórðu mínútu. ÍR-ingar gátu ekki keypt sér körfu framan af í fyrri hálfleik og létu baka sig í frákastabaráttunni (26-15). Jón Axel Guðmundsson hefur fengið fyrirsagnirnar það sem af er á leiktíðinni hjá Grindavík en í fyrri hálfleiknum í kvöld sýndi Jóhann Árni Ólafsson hvað hann getur. Jóhann skoraði 18 stig, þar af þrjá þrista úr fimm tilranum og tók sex fráköst. Það fór ekkert sérstaklega mikið fyrir Jóni Axel í fyrri hálfleiknum en samt var hann með átta stig og átta fráköst. Svo góður er hann. Hann reyndar endaði með 19 stig og 9 fráköst. Ljómandi gott framlag. Jóhann Árni hafði sig hægan í seinni hálfleik hvað varðar stigaskorun. Hann bætti við tveimur stigum og endaði grátlega nálægt þrennu með 20 stig, ellefu fráköst og átta stoðsendinga. Varnarleikur Grindvíkinga var alltof sterkur fyrir ÍR-liðið sem hafði engan Jonathan Mitchell til að taka baráttuna inn í teignum. Bandaríkjamaðurinn er frá vegna blóðtappa sem hann fékk í fótinn og munaði um minna fyrir heimamenn. Sjálfstraustið var ansi fljótt að hverfa hjá ÍR þegar Grindavík var komið í 24-6 eftir átta mínútur. Skotin urðu erfiðari og erfiðari hjá ÍR-ingum og ef þeir fengu svo auðveld skot smullu þau á hringnum. Grindvíkingar voru óstöðvandi fyrir utan þriggja stiga línuna í hálfleik, en þeir skoruðu tíu þrista í 15 tilraunum sem gerir 67 prósent nýtingu. Gamli maðurinn, Páll Axel Vilbergsson, tók virkan þátt í því fjöri og skoraði þrjár þriggja stiga körfur úr þremur tilranum. Munurinn var orðinn 26 stig í hálfleik, 57-31, þar sem stigahæsti maður ÍR, Oddur Rúnar Kristjánsson, var aðeins með sjö stig. Skotvalið hjá ÍR fór úr öskunni í eldinn í seinni hálfleik. Einstaklingsframtakið var of mikið og hafði ekki nokkur maður trú á verkefninu. Það var líka erfitt þar sem Grindavík hitti nánast úr hverju einasta skoti. Páll Axel og Jón Axel, eða Paxel og Jaxel, léku sér fyrir utan þriggja stiga línuna og skoruðu samtals úr níu fyrstu þriggja stiga skotunum sínum. Jón Axel var fimm af fimm og sá gamli fjórir af fjórum. Rosalegt.ÍR-Grindavík 79-94 (11-26, 20-31, 22-24, 26-13)ÍR: Oddur Rúnar Kristjánsson 24/4 fráköst, Hamid Dicko 13, Vilhjálmur Theodór Jónsson 9/5 fráköst, Sveinbjörn Claessen 8/5 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 7/4 fráköst, Sæþór Elmar Kristjánsson 6/6 fráköst, Trausti Eiríksson 6/4 fráköst/3 varin skot, Kristján Pétur Andrésson 5, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 1.Grindavík: Jóhann Árni Ólafsson 20/11 fráköst/8 stoðsendingar, Jón Axel Guðmundsson 19/9 fráköst/5 stoðsendingar, Páll Axel Vilbergsson 18/4 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 12/12 fráköst/5 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 10, Ingvi Þór Guðmundsson 5, Hilmir Kristjánsson 5, Daníel Guðni Guðmundsson 3, Jens Valgeir Óskarsson 2. Í heildina var Grindavík að skjóta 17 af 34 fyrir utan þriggja stiga línuna eða 50 prósent. Sú prósenta var mun hærri áður en ruslmínúturnar fóru að telja. Grindavík var á einum tímapunkti 15 af 26 fyrir utan. ÍR sótti aðeins í sig veðrið í fjórða leikhluta þegar Grindvíkingar hættu að hitta. Þeir unnu lokafjórðunginn með 13 stig og löguðu stöðuna á endanum. Lokatölur, 94-79. Grindvíkingar eru með fullt hús eftir þrjá leiki og eiga inni Kana sem verður klár í næsta leik. Haldi liðið að spila áfram svona og Kaninn smellur inn í þetta lið er aldrei að vita hvert þetta Grindavíkurlið getur farið. ÍR-ingar þurfa heldur betur að skoða sín mál. Eftir að sækja flottan sigur til FSu þar sem liðið barðist hatrammlega fyrir stigunum litu Breiðhyltingar svakalega illa út í kvöld. Stöðugleiki er eitthvað sem þeir þurfa að finna. Oddur Rúnar Kristjánsson var stigahæstur heimamanna með 24 stig. Hann hitti úr fjórum þriggja stiga skotum og var í raun eini með lífsmarki hjá ÍR.Jóhann Árni: Tölfræðin skiptir mig engu máli Jóhann Árni Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, var grátlega nálægt þrennu í kvöld. Hann hefði þá getað náð í þriðju þrennu Grindvíkinga í röð, en Jón Axel Guðmundsson byrjaði tímabilið á tveimur í fyrstu tveimur leikjunum. "Ég er af gamla skólanum. Ég er ekki að skoða tölfræðiblöðin á meðan leik stendur og veit ekki einu sinni hvernig tölfræðin er núna. Segðu mér bara hversu nálægt ég var," sagði Jóhann Árni við Vísi eftir leik og fékk að vita frá blaðamanni að hann vantaði tvö fráköst í þrennuna. "Allt í lagi. Þetta skiptir mig engu máli. Leyfum Jóni Axel að vera á veggnum [í Dominos-Körfuboltakvöldi] enda ekkert út á það að setja. Sigrarnir skipta mig mestu máli, eins og Jón Axel, en mér er slétt sama um tölfræðina." Jóhann Árni var mjög ánægður með frammistöðu Grindavíkurliðsins í kvöld. Honum fannst mikil þroskamerki í sóknarleiknum. "Við vorum að hitta rosalega vel og gefa upp góð skot fyrir frábær skot sem er gríðarlegt þroskamerki, sérstaklega hjá ungu strákunum. Ef við spilum svona er ég virkilega, virkilega spenntur fyrir tímabilinu," sagði Jóhann Árni, en hversu langt getur þetta lið náð þegar það fær loksins Bandaríkjamann? "Ég er mjög jarðbundinn. Við erum að spila við lið sem er spáð neðar heldur en við. En við erum að afgreiða þau Kanalaus. Ég hef verið í Njarðvíkurliði þar sem við vorum með tíu sigra af ellefu fyrir áramót, Kanalausir. Svo kom Kani og allt fór í rugl." "Kanaígildi er ekkert alltaf það besta, en ef við ætlum okkur langt í deildinni þurfum við Kana og það góðan sem passar inn í þetta. Með Kana sem passar inn í þetta verðum við sterkir og getum náð markmiðum okkar," sagði Jóhann Árni Ólafsson.Bjarni: Vorum eins og litlir hvolpar "Í stuttu máli gerðist ekki neitt," sagði Bjarni Magnússon, furðulega rólegur, við Vísi eftir tapið gegn Grindavík í kvöld, aðspurður hvað var í gangi hjá hans mönnum. "Það er ekkert hægt að lýsa þessu. Við vorum afskaplega daprir í kvöld og erum vonsviknir með það." ÍR-liðið var ansi fljótt að gefast upp í kvöld þegar Grindavík fór að stinga af. Skotvalið hjá liðinu var slakt og sóknarleikurinn í heildina mjög slakur. "Þetta hefur verið vandamálið hjá okkur og var í fyrra. Þegar við fáum svona högg á okkur erum við alltof fljótir að brotna. Þá förum við alltaf styttri leiðina og leitum í einstaklingsframtök aftur og aftur," sagði Bjarni. "Það kann ekki góðri lukku að stýra og við vitum að það er ekki styrkur okkar. Því miður gerðist þetta í dag og við áttum ekki séns gegn Grindavík." ÍR vann flottan sigur á útivelli gegn FSu í síðustu umferð og sýndi þar mikinn baráttuanda. Slíkt var ekki uppi á teningnum í kvöld. "FSu er erfitt heim að sækja. Grindavík átti líka í erfiðleikum með þá. Frammistaðan hjá okkur í dag var bara rosalega döpur. Við ætluðum að reyna að byggja á síðasta sigri," sagði Bjarni og hélt svekktur áfram: "Við vorum eins og litlir hvolpar þarna eftir nokkrar mínútur og allir fóru með skottið á milli lappanna hver í sitt horn. Að spila svona á heimavelli fyrir framan sína stuðningsmen...já, mig langar að segja svo mörg orð. Frammistaðan var bara mjög döpur," sagði Bjarni Magnússon.vonum.Tweets by @Visirkarfa3 Dominos-deild karla Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Man. Utd | Risaleikur í bikarnum Enski boltinn Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Fleiri fréttir Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti Sjá meira
Grindavík vann stórsigur á ÍR, 94-79, í þriðju umferð Dominos-deildar karla í körfubolta í Hertz-hellinum í kvöld. Það var aðeins undir restina sem ÍR klóraði í bakkann, en Grindavík var mest 32 stigum yfir. Grindavík stakk af strax í byrjun þegar liðið komst í 11-2 áður en Bjarni Magnússon þurfti að taka leikhlé á fjórðu mínútu. ÍR-ingar gátu ekki keypt sér körfu framan af í fyrri hálfleik og létu baka sig í frákastabaráttunni (26-15). Jón Axel Guðmundsson hefur fengið fyrirsagnirnar það sem af er á leiktíðinni hjá Grindavík en í fyrri hálfleiknum í kvöld sýndi Jóhann Árni Ólafsson hvað hann getur. Jóhann skoraði 18 stig, þar af þrjá þrista úr fimm tilranum og tók sex fráköst. Það fór ekkert sérstaklega mikið fyrir Jóni Axel í fyrri hálfleiknum en samt var hann með átta stig og átta fráköst. Svo góður er hann. Hann reyndar endaði með 19 stig og 9 fráköst. Ljómandi gott framlag. Jóhann Árni hafði sig hægan í seinni hálfleik hvað varðar stigaskorun. Hann bætti við tveimur stigum og endaði grátlega nálægt þrennu með 20 stig, ellefu fráköst og átta stoðsendinga. Varnarleikur Grindvíkinga var alltof sterkur fyrir ÍR-liðið sem hafði engan Jonathan Mitchell til að taka baráttuna inn í teignum. Bandaríkjamaðurinn er frá vegna blóðtappa sem hann fékk í fótinn og munaði um minna fyrir heimamenn. Sjálfstraustið var ansi fljótt að hverfa hjá ÍR þegar Grindavík var komið í 24-6 eftir átta mínútur. Skotin urðu erfiðari og erfiðari hjá ÍR-ingum og ef þeir fengu svo auðveld skot smullu þau á hringnum. Grindvíkingar voru óstöðvandi fyrir utan þriggja stiga línuna í hálfleik, en þeir skoruðu tíu þrista í 15 tilraunum sem gerir 67 prósent nýtingu. Gamli maðurinn, Páll Axel Vilbergsson, tók virkan þátt í því fjöri og skoraði þrjár þriggja stiga körfur úr þremur tilranum. Munurinn var orðinn 26 stig í hálfleik, 57-31, þar sem stigahæsti maður ÍR, Oddur Rúnar Kristjánsson, var aðeins með sjö stig. Skotvalið hjá ÍR fór úr öskunni í eldinn í seinni hálfleik. Einstaklingsframtakið var of mikið og hafði ekki nokkur maður trú á verkefninu. Það var líka erfitt þar sem Grindavík hitti nánast úr hverju einasta skoti. Páll Axel og Jón Axel, eða Paxel og Jaxel, léku sér fyrir utan þriggja stiga línuna og skoruðu samtals úr níu fyrstu þriggja stiga skotunum sínum. Jón Axel var fimm af fimm og sá gamli fjórir af fjórum. Rosalegt.ÍR-Grindavík 79-94 (11-26, 20-31, 22-24, 26-13)ÍR: Oddur Rúnar Kristjánsson 24/4 fráköst, Hamid Dicko 13, Vilhjálmur Theodór Jónsson 9/5 fráköst, Sveinbjörn Claessen 8/5 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 7/4 fráköst, Sæþór Elmar Kristjánsson 6/6 fráköst, Trausti Eiríksson 6/4 fráköst/3 varin skot, Kristján Pétur Andrésson 5, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 1.Grindavík: Jóhann Árni Ólafsson 20/11 fráköst/8 stoðsendingar, Jón Axel Guðmundsson 19/9 fráköst/5 stoðsendingar, Páll Axel Vilbergsson 18/4 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 12/12 fráköst/5 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 10, Ingvi Þór Guðmundsson 5, Hilmir Kristjánsson 5, Daníel Guðni Guðmundsson 3, Jens Valgeir Óskarsson 2. Í heildina var Grindavík að skjóta 17 af 34 fyrir utan þriggja stiga línuna eða 50 prósent. Sú prósenta var mun hærri áður en ruslmínúturnar fóru að telja. Grindavík var á einum tímapunkti 15 af 26 fyrir utan. ÍR sótti aðeins í sig veðrið í fjórða leikhluta þegar Grindvíkingar hættu að hitta. Þeir unnu lokafjórðunginn með 13 stig og löguðu stöðuna á endanum. Lokatölur, 94-79. Grindvíkingar eru með fullt hús eftir þrjá leiki og eiga inni Kana sem verður klár í næsta leik. Haldi liðið að spila áfram svona og Kaninn smellur inn í þetta lið er aldrei að vita hvert þetta Grindavíkurlið getur farið. ÍR-ingar þurfa heldur betur að skoða sín mál. Eftir að sækja flottan sigur til FSu þar sem liðið barðist hatrammlega fyrir stigunum litu Breiðhyltingar svakalega illa út í kvöld. Stöðugleiki er eitthvað sem þeir þurfa að finna. Oddur Rúnar Kristjánsson var stigahæstur heimamanna með 24 stig. Hann hitti úr fjórum þriggja stiga skotum og var í raun eini með lífsmarki hjá ÍR.Jóhann Árni: Tölfræðin skiptir mig engu máli Jóhann Árni Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, var grátlega nálægt þrennu í kvöld. Hann hefði þá getað náð í þriðju þrennu Grindvíkinga í röð, en Jón Axel Guðmundsson byrjaði tímabilið á tveimur í fyrstu tveimur leikjunum. "Ég er af gamla skólanum. Ég er ekki að skoða tölfræðiblöðin á meðan leik stendur og veit ekki einu sinni hvernig tölfræðin er núna. Segðu mér bara hversu nálægt ég var," sagði Jóhann Árni við Vísi eftir leik og fékk að vita frá blaðamanni að hann vantaði tvö fráköst í þrennuna. "Allt í lagi. Þetta skiptir mig engu máli. Leyfum Jóni Axel að vera á veggnum [í Dominos-Körfuboltakvöldi] enda ekkert út á það að setja. Sigrarnir skipta mig mestu máli, eins og Jón Axel, en mér er slétt sama um tölfræðina." Jóhann Árni var mjög ánægður með frammistöðu Grindavíkurliðsins í kvöld. Honum fannst mikil þroskamerki í sóknarleiknum. "Við vorum að hitta rosalega vel og gefa upp góð skot fyrir frábær skot sem er gríðarlegt þroskamerki, sérstaklega hjá ungu strákunum. Ef við spilum svona er ég virkilega, virkilega spenntur fyrir tímabilinu," sagði Jóhann Árni, en hversu langt getur þetta lið náð þegar það fær loksins Bandaríkjamann? "Ég er mjög jarðbundinn. Við erum að spila við lið sem er spáð neðar heldur en við. En við erum að afgreiða þau Kanalaus. Ég hef verið í Njarðvíkurliði þar sem við vorum með tíu sigra af ellefu fyrir áramót, Kanalausir. Svo kom Kani og allt fór í rugl." "Kanaígildi er ekkert alltaf það besta, en ef við ætlum okkur langt í deildinni þurfum við Kana og það góðan sem passar inn í þetta. Með Kana sem passar inn í þetta verðum við sterkir og getum náð markmiðum okkar," sagði Jóhann Árni Ólafsson.Bjarni: Vorum eins og litlir hvolpar "Í stuttu máli gerðist ekki neitt," sagði Bjarni Magnússon, furðulega rólegur, við Vísi eftir tapið gegn Grindavík í kvöld, aðspurður hvað var í gangi hjá hans mönnum. "Það er ekkert hægt að lýsa þessu. Við vorum afskaplega daprir í kvöld og erum vonsviknir með það." ÍR-liðið var ansi fljótt að gefast upp í kvöld þegar Grindavík fór að stinga af. Skotvalið hjá liðinu var slakt og sóknarleikurinn í heildina mjög slakur. "Þetta hefur verið vandamálið hjá okkur og var í fyrra. Þegar við fáum svona högg á okkur erum við alltof fljótir að brotna. Þá förum við alltaf styttri leiðina og leitum í einstaklingsframtök aftur og aftur," sagði Bjarni. "Það kann ekki góðri lukku að stýra og við vitum að það er ekki styrkur okkar. Því miður gerðist þetta í dag og við áttum ekki séns gegn Grindavík." ÍR vann flottan sigur á útivelli gegn FSu í síðustu umferð og sýndi þar mikinn baráttuanda. Slíkt var ekki uppi á teningnum í kvöld. "FSu er erfitt heim að sækja. Grindavík átti líka í erfiðleikum með þá. Frammistaðan hjá okkur í dag var bara rosalega döpur. Við ætluðum að reyna að byggja á síðasta sigri," sagði Bjarni og hélt svekktur áfram: "Við vorum eins og litlir hvolpar þarna eftir nokkrar mínútur og allir fóru með skottið á milli lappanna hver í sitt horn. Að spila svona á heimavelli fyrir framan sína stuðningsmen...já, mig langar að segja svo mörg orð. Frammistaðan var bara mjög döpur," sagði Bjarni Magnússon.vonum.Tweets by @Visirkarfa3
Dominos-deild karla Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Man. Utd | Risaleikur í bikarnum Enski boltinn Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Fleiri fréttir Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti Sjá meira