Menning

Tilfinningar og gáski

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Jóna Hlíf Halldórsdóttir myndlistarmaður er meðal sýnenda.
Jóna Hlíf Halldórsdóttir myndlistarmaður er meðal sýnenda.
Sýningin Mörk verður opnuð í Listasafni Árnesinga við Austurmörk í Hveragerði á morgun, laugardaginn, 24. október. Þar verða verk eftir myndlistarmennina Eygló Harðardóttur, Jónu Hlíf Halldórsdóttur, Karlottu Blöndal og Ólöfu Helgu Helgadóttur.

Eygló höfðar til tilfinninga í sínum verkum með litum og formgerð, Jóna Hlíf vinnur með bein­skeyttar samfélagslegar tilvísanir, Karlotta leggur fram óræð, stór vatnslitaverk og Ólöf Helga gæðir verk sín gáska. Verkin, sem ýmist eru tvívíð eða þrívíð, skapa visst samhengi sín á milli.

Sýningin verður opnuð klukkan 14 en safnið er opið fimmtudaga til sunnudaga frá 12 til 18 og aðgangur er ókeypis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.