Matur

Sjávarréttapasta í hvítvínssósu á 15 mínútum

Eva Laufey Kjaran skrifar
viísir/evalaufey
Sjávarréttadraumur

Sjávarréttapasta

400 g pasta

Ólífuolía

Smjör

1 laukur

3 hvítlauksrif

1 rautt chili

10 kirsuberjatómatar

handfylli steinselja

salt og pipar

300 g skelflettur humar

300 g risarækjur

sítrónusafi úr hálfri sítrónu

1 glas hvítvín

  1. Sjóðið pastað samkvæmt upplýsingum á pakkningu. Þegar pastað er tilbúið hellið þið öllu vatninu frá.

  2. Hitið smjör og olíu í potti við vægan hita. Saxið lauk, hvítlauk og chili, steikið í smá stund eða þar til laukurinn fer að gyllast. Skerið kirsuberjatómata í tvennt og bætið út í pottinn ásamt smátt saxaðri steinselju. Bætið risarækjum og humrinum í pottinn og eldið sjávarréttina í 2 –3 mínútur. Hellið hvítvíninu út í og leyfið þessu að malla í 2 mínútur. Kreistið safann úr hálfri sítrónu út í og blandið öllu vel saman. Kryddið til með salti og pipar. 

  3. Setjið spagettíið í pottinn og blandið öllu mjög vel saman þar til sósan þekur pastað. Takið af hitanum. Setjið pastað á fat og skreytið með steinselju og sítrónubátum. Njótið gjarnan með góðu hvítlauksbrauði og hvítvíni. 

Missið ekki af Matargleði Evu öll fimmtudagskvöld á Stöð 2. 


Tengdar fréttir

Sjúklega gott súkkulaði fondú

Það þarf ekki að vera flókið að útbúa veitingar fyrir vinahópinn og algjör óþarfi að stressa sig korter fyrir boðið. Hér er skotheld uppskrift að ljúffengu súkkulaði fondú sem slær alltaf í gegn og tekur enga stund að búa til.

Haustleg gúllassúpa

Það er fátt betra en matarmikil og bragðgóð súpa á köldum vetrardögum sem yljar manni að innan. Gott nautakjöt, beikon og grænmeti er uppistaðan í þessari súpu sem þið ættuð að prófa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.