Bjarni skoðar að gefa landsmönnum hlut til að tryggja sátt um eignarhald bankanna Heimir Már Pétursson skrifar 25. október 2015 13:37 „Það þarf enginn að flýta sér neitt,“ segir fjármála- og efnahagsráðherra. Formaður sjálfstæðisflokksins segist vilja tryggja sátt í þjóðfélaginu um breytt eignarhald á bönkunum þegar ríkið láti af sínum eignarhlut. Hluti af bönkunum sem í raun sé þegar í eigu almennings verði færður honum í formi hlutafjár. Hins vegar verði farið varlega í sakirnar í ljósi reynslunnar. Í setningarræðu sinni á landsfundi sjálfstæðisflokksins á föstudag varpaði Bjarni Benediktsson formaður flokksins og fjármálaráðherra fram þeirri hugmynd að um 5 prósenta hlutur ríkisins í bönkunum yrði einfaldlega færður þjóðinni í formi hlutabréfa. Það myndi þýða að hver og einn Íslendingur gæti eignast hlutabréf í bönkunum upp á um 90 þúsund krónur.Vill dreift eignarhald „Það sem ég er að stefn að er að tryggja góða sátt um breytt eignarhald þegar ríkið lætur af sínum eignarhlut og eins líka að tryggja dreifða eignaraðild að bönkunum og undirbúa þá vel fyrir skráningu,“ segir hann. „Það gæti komið vel til greina að taka tiltekin hlut ríkisins – sem er í raun og veru hvort eð er í eigu landsmanna með því að ríkið sé skráð fyrir honum – og afhenda hann heimilunum, segjum 5 prósent í banka. Þar með ertu kominn með dreift eignarhald og þar með alla sem þátttakendur í skráningunni.“ Þar með sé einnig kominn grunnur að því að draga úr beinni eignaraðild ríkisins að bönkunum. Þetta komi vel til greina til að tryggja sátt um dreift eignarhald á bönkunum. „Þetta er almenn hugmynd. Ég tel að hún gæti komið til greina í einum banka, eða jafnvel fleirum. Það þarf að vinna með þessa hugmynd og það þarf að skoða líka hvenær gott sé að skrá banka yfir höfuð. Þetta tengist því að bankinn verði skráður,“ segir Bjarni. „Ég hef líka nefnt það að það gæti þurft að setja takmarkanir á framsalsheimildir vegna þessara hluta. Það þurfum við að meta miðað við eftirspurnina í hagkerfinu á þeim tíma.“Flýta sér hægt Fyrri einkavæðing bankanna hefur verið mjög gagnrýnd og margir telja hana hafa misheppnast algerlega, ekki hvað síst í ljósi þess sem síðar gerðist með hruni þeirra í október árið 2008. „Það þarf enginn að flýta sér neitt, einmitt vegna þess að margir eru tortryggnir og velta því fyrir sér hvort það sé einhver hætta á að mistök verði gerð. Þá er um að gera að opna umræðuna og fá fram öll þessi sjónarmið,“ segir hann. „Við ætlum að tryggja gegnsæi, við ætlum að tryggja það að farið verði fram af varkárni og við ætlum að flýta okkur hægt í þessum efnum.“ „Síðan eru hlutir nú þegar svona á hreyfingu sem er enn óvíst með. Til dæmis hvernig þetta fer með framtíðareignarhald á Íslandsbanka. Það er ekkert orðið skýrt í þeim efnum,“ sagði hann og bætti við að það eina sem liggi fyrir sé að bankasýslan sé að undirbúa hlut á 30 prósenta hlut ríkisins í Landsbankanum.Þannig að fólk getur andað rólega? „Já það er ekkert að fara að gerast á morgun.“ Alþingi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Sjá meira
Formaður sjálfstæðisflokksins segist vilja tryggja sátt í þjóðfélaginu um breytt eignarhald á bönkunum þegar ríkið láti af sínum eignarhlut. Hluti af bönkunum sem í raun sé þegar í eigu almennings verði færður honum í formi hlutafjár. Hins vegar verði farið varlega í sakirnar í ljósi reynslunnar. Í setningarræðu sinni á landsfundi sjálfstæðisflokksins á föstudag varpaði Bjarni Benediktsson formaður flokksins og fjármálaráðherra fram þeirri hugmynd að um 5 prósenta hlutur ríkisins í bönkunum yrði einfaldlega færður þjóðinni í formi hlutabréfa. Það myndi þýða að hver og einn Íslendingur gæti eignast hlutabréf í bönkunum upp á um 90 þúsund krónur.Vill dreift eignarhald „Það sem ég er að stefn að er að tryggja góða sátt um breytt eignarhald þegar ríkið lætur af sínum eignarhlut og eins líka að tryggja dreifða eignaraðild að bönkunum og undirbúa þá vel fyrir skráningu,“ segir hann. „Það gæti komið vel til greina að taka tiltekin hlut ríkisins – sem er í raun og veru hvort eð er í eigu landsmanna með því að ríkið sé skráð fyrir honum – og afhenda hann heimilunum, segjum 5 prósent í banka. Þar með ertu kominn með dreift eignarhald og þar með alla sem þátttakendur í skráningunni.“ Þar með sé einnig kominn grunnur að því að draga úr beinni eignaraðild ríkisins að bönkunum. Þetta komi vel til greina til að tryggja sátt um dreift eignarhald á bönkunum. „Þetta er almenn hugmynd. Ég tel að hún gæti komið til greina í einum banka, eða jafnvel fleirum. Það þarf að vinna með þessa hugmynd og það þarf að skoða líka hvenær gott sé að skrá banka yfir höfuð. Þetta tengist því að bankinn verði skráður,“ segir Bjarni. „Ég hef líka nefnt það að það gæti þurft að setja takmarkanir á framsalsheimildir vegna þessara hluta. Það þurfum við að meta miðað við eftirspurnina í hagkerfinu á þeim tíma.“Flýta sér hægt Fyrri einkavæðing bankanna hefur verið mjög gagnrýnd og margir telja hana hafa misheppnast algerlega, ekki hvað síst í ljósi þess sem síðar gerðist með hruni þeirra í október árið 2008. „Það þarf enginn að flýta sér neitt, einmitt vegna þess að margir eru tortryggnir og velta því fyrir sér hvort það sé einhver hætta á að mistök verði gerð. Þá er um að gera að opna umræðuna og fá fram öll þessi sjónarmið,“ segir hann. „Við ætlum að tryggja gegnsæi, við ætlum að tryggja það að farið verði fram af varkárni og við ætlum að flýta okkur hægt í þessum efnum.“ „Síðan eru hlutir nú þegar svona á hreyfingu sem er enn óvíst með. Til dæmis hvernig þetta fer með framtíðareignarhald á Íslandsbanka. Það er ekkert orðið skýrt í þeim efnum,“ sagði hann og bætti við að það eina sem liggi fyrir sé að bankasýslan sé að undirbúa hlut á 30 prósenta hlut ríkisins í Landsbankanum.Þannig að fólk getur andað rólega? „Já það er ekkert að fara að gerast á morgun.“
Alþingi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“