Bjarni skoðar að gefa landsmönnum hlut til að tryggja sátt um eignarhald bankanna Heimir Már Pétursson skrifar 25. október 2015 13:37 „Það þarf enginn að flýta sér neitt,“ segir fjármála- og efnahagsráðherra. Formaður sjálfstæðisflokksins segist vilja tryggja sátt í þjóðfélaginu um breytt eignarhald á bönkunum þegar ríkið láti af sínum eignarhlut. Hluti af bönkunum sem í raun sé þegar í eigu almennings verði færður honum í formi hlutafjár. Hins vegar verði farið varlega í sakirnar í ljósi reynslunnar. Í setningarræðu sinni á landsfundi sjálfstæðisflokksins á föstudag varpaði Bjarni Benediktsson formaður flokksins og fjármálaráðherra fram þeirri hugmynd að um 5 prósenta hlutur ríkisins í bönkunum yrði einfaldlega færður þjóðinni í formi hlutabréfa. Það myndi þýða að hver og einn Íslendingur gæti eignast hlutabréf í bönkunum upp á um 90 þúsund krónur.Vill dreift eignarhald „Það sem ég er að stefn að er að tryggja góða sátt um breytt eignarhald þegar ríkið lætur af sínum eignarhlut og eins líka að tryggja dreifða eignaraðild að bönkunum og undirbúa þá vel fyrir skráningu,“ segir hann. „Það gæti komið vel til greina að taka tiltekin hlut ríkisins – sem er í raun og veru hvort eð er í eigu landsmanna með því að ríkið sé skráð fyrir honum – og afhenda hann heimilunum, segjum 5 prósent í banka. Þar með ertu kominn með dreift eignarhald og þar með alla sem þátttakendur í skráningunni.“ Þar með sé einnig kominn grunnur að því að draga úr beinni eignaraðild ríkisins að bönkunum. Þetta komi vel til greina til að tryggja sátt um dreift eignarhald á bönkunum. „Þetta er almenn hugmynd. Ég tel að hún gæti komið til greina í einum banka, eða jafnvel fleirum. Það þarf að vinna með þessa hugmynd og það þarf að skoða líka hvenær gott sé að skrá banka yfir höfuð. Þetta tengist því að bankinn verði skráður,“ segir Bjarni. „Ég hef líka nefnt það að það gæti þurft að setja takmarkanir á framsalsheimildir vegna þessara hluta. Það þurfum við að meta miðað við eftirspurnina í hagkerfinu á þeim tíma.“Flýta sér hægt Fyrri einkavæðing bankanna hefur verið mjög gagnrýnd og margir telja hana hafa misheppnast algerlega, ekki hvað síst í ljósi þess sem síðar gerðist með hruni þeirra í október árið 2008. „Það þarf enginn að flýta sér neitt, einmitt vegna þess að margir eru tortryggnir og velta því fyrir sér hvort það sé einhver hætta á að mistök verði gerð. Þá er um að gera að opna umræðuna og fá fram öll þessi sjónarmið,“ segir hann. „Við ætlum að tryggja gegnsæi, við ætlum að tryggja það að farið verði fram af varkárni og við ætlum að flýta okkur hægt í þessum efnum.“ „Síðan eru hlutir nú þegar svona á hreyfingu sem er enn óvíst með. Til dæmis hvernig þetta fer með framtíðareignarhald á Íslandsbanka. Það er ekkert orðið skýrt í þeim efnum,“ sagði hann og bætti við að það eina sem liggi fyrir sé að bankasýslan sé að undirbúa hlut á 30 prósenta hlut ríkisins í Landsbankanum.Þannig að fólk getur andað rólega? „Já það er ekkert að fara að gerast á morgun.“ Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Sjá meira
Formaður sjálfstæðisflokksins segist vilja tryggja sátt í þjóðfélaginu um breytt eignarhald á bönkunum þegar ríkið láti af sínum eignarhlut. Hluti af bönkunum sem í raun sé þegar í eigu almennings verði færður honum í formi hlutafjár. Hins vegar verði farið varlega í sakirnar í ljósi reynslunnar. Í setningarræðu sinni á landsfundi sjálfstæðisflokksins á föstudag varpaði Bjarni Benediktsson formaður flokksins og fjármálaráðherra fram þeirri hugmynd að um 5 prósenta hlutur ríkisins í bönkunum yrði einfaldlega færður þjóðinni í formi hlutabréfa. Það myndi þýða að hver og einn Íslendingur gæti eignast hlutabréf í bönkunum upp á um 90 þúsund krónur.Vill dreift eignarhald „Það sem ég er að stefn að er að tryggja góða sátt um breytt eignarhald þegar ríkið lætur af sínum eignarhlut og eins líka að tryggja dreifða eignaraðild að bönkunum og undirbúa þá vel fyrir skráningu,“ segir hann. „Það gæti komið vel til greina að taka tiltekin hlut ríkisins – sem er í raun og veru hvort eð er í eigu landsmanna með því að ríkið sé skráð fyrir honum – og afhenda hann heimilunum, segjum 5 prósent í banka. Þar með ertu kominn með dreift eignarhald og þar með alla sem þátttakendur í skráningunni.“ Þar með sé einnig kominn grunnur að því að draga úr beinni eignaraðild ríkisins að bönkunum. Þetta komi vel til greina til að tryggja sátt um dreift eignarhald á bönkunum. „Þetta er almenn hugmynd. Ég tel að hún gæti komið til greina í einum banka, eða jafnvel fleirum. Það þarf að vinna með þessa hugmynd og það þarf að skoða líka hvenær gott sé að skrá banka yfir höfuð. Þetta tengist því að bankinn verði skráður,“ segir Bjarni. „Ég hef líka nefnt það að það gæti þurft að setja takmarkanir á framsalsheimildir vegna þessara hluta. Það þurfum við að meta miðað við eftirspurnina í hagkerfinu á þeim tíma.“Flýta sér hægt Fyrri einkavæðing bankanna hefur verið mjög gagnrýnd og margir telja hana hafa misheppnast algerlega, ekki hvað síst í ljósi þess sem síðar gerðist með hruni þeirra í október árið 2008. „Það þarf enginn að flýta sér neitt, einmitt vegna þess að margir eru tortryggnir og velta því fyrir sér hvort það sé einhver hætta á að mistök verði gerð. Þá er um að gera að opna umræðuna og fá fram öll þessi sjónarmið,“ segir hann. „Við ætlum að tryggja gegnsæi, við ætlum að tryggja það að farið verði fram af varkárni og við ætlum að flýta okkur hægt í þessum efnum.“ „Síðan eru hlutir nú þegar svona á hreyfingu sem er enn óvíst með. Til dæmis hvernig þetta fer með framtíðareignarhald á Íslandsbanka. Það er ekkert orðið skýrt í þeim efnum,“ sagði hann og bætti við að það eina sem liggi fyrir sé að bankasýslan sé að undirbúa hlut á 30 prósenta hlut ríkisins í Landsbankanum.Þannig að fólk getur andað rólega? „Já það er ekkert að fara að gerast á morgun.“
Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Sjá meira