Langflestar tilkynningar vegna vanrækslu barna Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 27. október 2015 07:00 Hátt í tvö þúsund tilkynningar um vanrækslu hafa borist á árinu. Mynd/Nordic Photos Flestar tilkynningar til Barnaverndar á fyrstu sex mánuðum ársins 2015 voru vegna vanrækslu eða 38,5% tilkynninga. 26,5% voru vegna ofbeldis, 34,3% vegna áhættuhegðunar barna og 0,6% þar sem heilsu eða lífi ófædds barns var stefnt í hættu. Þegar tilkynningar um vanrækslu eru skoðaðar nánar kemur í ljós að hlutfall tilkynninga þar sem tilkynnt var um vanrækslu vegna þess að foreldrar voru í áfengis-og/eða fíkniefnaneyslu var 11,8% tilkynninga um vanrækslu. Tilkynningar voru í heild alls 4.346 fyrstu sex mánuði ársins 2015.Ítrekuð tilvik vanrækslu Vanræksla foreldra gagnvart börnum sínum getur tekið á sig ýmis birtingarform. Steinunn Bergmann félagsráðgjafi hjá Barnaverndarstofu segir vanrækslu skiptast í fjóra flokka, líkamlega vanrækslu, vanrækslu varðandi umsjón og eftirlit, vanrækslu varðandi nám og tilfinningalega vanrækslu. Snýst vanræksla um að foreldar láta eitthvað ógert, vanhirðu eða hirðuleysi sem getur haft alvarleg og neikvæð áhrif á þroska barna. Flestar tilkynningar til barnaverndarnefnda um vanrækslu flokkast undir skort á umsjón og eftirliti sem getur falið í sér að foreldrar fylgjast ekki nægilega vel með barni sínu, það skilið eftir hjá óhæfum einstaklingi, foreldri lýsir yfir vilja til að yfirgefa barn eða barni leyft að taka þátt í ólöglegu eða ósiðlegu athæfi. Hún segir nauðsynlegt að vanda til umfjöllunar um vanrækslu. „Það þarf að hafa í huga að þegar verið er að tilkynna um vanrækslu er oftast um að ræða ítrekuð tilvik en ekki einangruð. Það geta t.d. allir foreldar gleymt að senda viðeigandi fatnað í leikskólan án þess að það teljist vanræksla. Einnig geta komið upp tilvik þar sem ekki náðist að sinna heimanámi eða senda viðeigandi nesti með í skólann án þess að það flokkist undir vanrækslu.“Meirihluti mála ekki könnuðHún segir hvert mál einstakt og engar tilkynningu eins þótt sumar séu af svipuðum toga. „Oft er tilkynning bara ein til tvær setningar en síðan kemur ýmislegt í ljós þegar starfsfólk Barnaverndar rannsakar málið, það kallast könnun máls og miða barnaverndarlögin við að könnun taki ekki lengri tíma en þrjá mánuði. Starfsfólk hefur sjö daga frá því tilkynning berst þar til ákvörðun er tekin um það hvort ástæða sé til að kanna mál. Það er mikilvægt í svona umfjöllun að hafa í huga að starfsfólk barnaverndarnefnda kannar ekki allar tilkynningar, það er að um 60 prósent tilkynninga eru kannaðar.“Dæmi um tilkynningar: Tilkynning frá skóla - 11 ára barn sem mætir illa Skóli á höfuðborgarsvæðinu hafði samband vegna 11 ára barns sem mætir illa í skólann og heimanámi er ekki sinnt. Þá kemur barnið ekki með viðeigandi nesti og foreldar sjá ekki til þess að barnið fái skólamat. Starfsfólk skóla hefur áhyggjur af því að barnið fái ekki nógu mikið aðhald heima og foreldrar séu mikið fjarverandi.Tilkynning frá leikskóla - Illa hirt leikskólabarn Leikskólastjóri hafði samband vegna þriggja ára barns sem á erfitt með samskipti við börn og starfsfólk leikskólans. Barnið lendir oft í árekstrum við önnur börn, oftar en ekki vegna leikfanga. Barnið er oft illa hirt, óhreint og í of litlum fatnaði. Oft gleymist viðeigandi útifatnaður og foreldrar bæta ekki úr því þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar þar um. Barnið er næstyngst fjögurra systkina á leikskólaaldri og því er mikið álag á heimilinu. Síðastliðna tvo mánuði hefur starfsfólk tekið eftir marblettum á líkama barnsins. Tilkynning frá heilsugæslunni - Slæmar aðstæður ófrískrar konu Heilsugæslan hafði samband vegna þess að ófrísk kona virðist ekki búa við nógu góðar aðstæður og ekki fær um að útvega nauðsynlega hluti til að undirbúa fæðingu barnsins.Tilkynning frá nágranna - Dvelur fram á kvöld hjá leikfélaga Nágranni hafði samband vegna þess að barn sem er leikfélagi barns hans hefur dvalið á heimili hans fram á kvöld og það næst ekki í foreldra barnsins.Tilkynning frá lögreglu - Tíu ára úti eftir útivistartíma Lögregla hafði samband við bakvakt barnaverndarnefndar vegna 10 ára barns sem var eitt á ferli klukkan 22.00 að kvöldi. Foreldrar sendu barnið út í sjoppu til að kaupa mjólk en útivistartími miðast við að börn undir 12 ára séu ekki á almannafæri eftir klukkan 20.00 yfir vetrarmánuðina.Tilkynning frá Útlendingastofnun - Barn án forsjáraðila Útlendingastofnun hafði samband vegna barns sem er hér á landi án forsjáraðila og umsjáraðilar gátu ekki sýnt fram á viðeigandi pappíra og voru tvísaga um tengsl sín við barnið.Tilkynning frá ættingjum - Foreldrar í neyslu Ættingjar höfðu samband þar sem foreldrar eru í neyslu og ekki færir um að annast níu ára barn sitt. Þeir óska nafnleyndar þar sem þeir óttast hefndaraðgerðir foreldra ef þeir komast að því að ættingjar hafi tilkynnt. Þá óttast þeir að foreldrar slíti tengsl þeirra við barnið og þá hafi barnið engan til að snúa sér til þegar foreldrar eru ekki færir um að annast það.Tilkynning frá systkini - Fær ekki nóg að borða Systkini hafði samband vegna þess að yngra systkini sem býr á heimili móður hefur sagt frá því að lítið sé um mat á heimilinu. Móðir fer ekki á fætur, vekur barnið ekki fyrir skólann og sér ekki til þess að hafa til kvöldmat. Eldra systkinið hefur séð um að kaupa fatnað fyrir systkini sitt auk þess að kaupa í matinn. Flóttamenn Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Flestar tilkynningar til Barnaverndar á fyrstu sex mánuðum ársins 2015 voru vegna vanrækslu eða 38,5% tilkynninga. 26,5% voru vegna ofbeldis, 34,3% vegna áhættuhegðunar barna og 0,6% þar sem heilsu eða lífi ófædds barns var stefnt í hættu. Þegar tilkynningar um vanrækslu eru skoðaðar nánar kemur í ljós að hlutfall tilkynninga þar sem tilkynnt var um vanrækslu vegna þess að foreldrar voru í áfengis-og/eða fíkniefnaneyslu var 11,8% tilkynninga um vanrækslu. Tilkynningar voru í heild alls 4.346 fyrstu sex mánuði ársins 2015.Ítrekuð tilvik vanrækslu Vanræksla foreldra gagnvart börnum sínum getur tekið á sig ýmis birtingarform. Steinunn Bergmann félagsráðgjafi hjá Barnaverndarstofu segir vanrækslu skiptast í fjóra flokka, líkamlega vanrækslu, vanrækslu varðandi umsjón og eftirlit, vanrækslu varðandi nám og tilfinningalega vanrækslu. Snýst vanræksla um að foreldar láta eitthvað ógert, vanhirðu eða hirðuleysi sem getur haft alvarleg og neikvæð áhrif á þroska barna. Flestar tilkynningar til barnaverndarnefnda um vanrækslu flokkast undir skort á umsjón og eftirliti sem getur falið í sér að foreldrar fylgjast ekki nægilega vel með barni sínu, það skilið eftir hjá óhæfum einstaklingi, foreldri lýsir yfir vilja til að yfirgefa barn eða barni leyft að taka þátt í ólöglegu eða ósiðlegu athæfi. Hún segir nauðsynlegt að vanda til umfjöllunar um vanrækslu. „Það þarf að hafa í huga að þegar verið er að tilkynna um vanrækslu er oftast um að ræða ítrekuð tilvik en ekki einangruð. Það geta t.d. allir foreldar gleymt að senda viðeigandi fatnað í leikskólan án þess að það teljist vanræksla. Einnig geta komið upp tilvik þar sem ekki náðist að sinna heimanámi eða senda viðeigandi nesti með í skólann án þess að það flokkist undir vanrækslu.“Meirihluti mála ekki könnuðHún segir hvert mál einstakt og engar tilkynningu eins þótt sumar séu af svipuðum toga. „Oft er tilkynning bara ein til tvær setningar en síðan kemur ýmislegt í ljós þegar starfsfólk Barnaverndar rannsakar málið, það kallast könnun máls og miða barnaverndarlögin við að könnun taki ekki lengri tíma en þrjá mánuði. Starfsfólk hefur sjö daga frá því tilkynning berst þar til ákvörðun er tekin um það hvort ástæða sé til að kanna mál. Það er mikilvægt í svona umfjöllun að hafa í huga að starfsfólk barnaverndarnefnda kannar ekki allar tilkynningar, það er að um 60 prósent tilkynninga eru kannaðar.“Dæmi um tilkynningar: Tilkynning frá skóla - 11 ára barn sem mætir illa Skóli á höfuðborgarsvæðinu hafði samband vegna 11 ára barns sem mætir illa í skólann og heimanámi er ekki sinnt. Þá kemur barnið ekki með viðeigandi nesti og foreldar sjá ekki til þess að barnið fái skólamat. Starfsfólk skóla hefur áhyggjur af því að barnið fái ekki nógu mikið aðhald heima og foreldrar séu mikið fjarverandi.Tilkynning frá leikskóla - Illa hirt leikskólabarn Leikskólastjóri hafði samband vegna þriggja ára barns sem á erfitt með samskipti við börn og starfsfólk leikskólans. Barnið lendir oft í árekstrum við önnur börn, oftar en ekki vegna leikfanga. Barnið er oft illa hirt, óhreint og í of litlum fatnaði. Oft gleymist viðeigandi útifatnaður og foreldrar bæta ekki úr því þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar þar um. Barnið er næstyngst fjögurra systkina á leikskólaaldri og því er mikið álag á heimilinu. Síðastliðna tvo mánuði hefur starfsfólk tekið eftir marblettum á líkama barnsins. Tilkynning frá heilsugæslunni - Slæmar aðstæður ófrískrar konu Heilsugæslan hafði samband vegna þess að ófrísk kona virðist ekki búa við nógu góðar aðstæður og ekki fær um að útvega nauðsynlega hluti til að undirbúa fæðingu barnsins.Tilkynning frá nágranna - Dvelur fram á kvöld hjá leikfélaga Nágranni hafði samband vegna þess að barn sem er leikfélagi barns hans hefur dvalið á heimili hans fram á kvöld og það næst ekki í foreldra barnsins.Tilkynning frá lögreglu - Tíu ára úti eftir útivistartíma Lögregla hafði samband við bakvakt barnaverndarnefndar vegna 10 ára barns sem var eitt á ferli klukkan 22.00 að kvöldi. Foreldrar sendu barnið út í sjoppu til að kaupa mjólk en útivistartími miðast við að börn undir 12 ára séu ekki á almannafæri eftir klukkan 20.00 yfir vetrarmánuðina.Tilkynning frá Útlendingastofnun - Barn án forsjáraðila Útlendingastofnun hafði samband vegna barns sem er hér á landi án forsjáraðila og umsjáraðilar gátu ekki sýnt fram á viðeigandi pappíra og voru tvísaga um tengsl sín við barnið.Tilkynning frá ættingjum - Foreldrar í neyslu Ættingjar höfðu samband þar sem foreldrar eru í neyslu og ekki færir um að annast níu ára barn sitt. Þeir óska nafnleyndar þar sem þeir óttast hefndaraðgerðir foreldra ef þeir komast að því að ættingjar hafi tilkynnt. Þá óttast þeir að foreldrar slíti tengsl þeirra við barnið og þá hafi barnið engan til að snúa sér til þegar foreldrar eru ekki færir um að annast það.Tilkynning frá systkini - Fær ekki nóg að borða Systkini hafði samband vegna þess að yngra systkini sem býr á heimili móður hefur sagt frá því að lítið sé um mat á heimilinu. Móðir fer ekki á fætur, vekur barnið ekki fyrir skólann og sér ekki til þess að hafa til kvöldmat. Eldra systkinið hefur séð um að kaupa fatnað fyrir systkini sitt auk þess að kaupa í matinn.
Flóttamenn Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira