Bíó og sjónvarp

Einhver setti Jar Jar í nýjustu Stjörnustríðsstikluna og útkoman er afleit

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Gunganinn bregður sér í allra kvikinda líki í stiklunni.
Gunganinn bregður sér í allra kvikinda líki í stiklunni. Skjáskot
Þrátt fyrir að fyrstu þrjár Stjörnustríðsmyndirnar (þ.e. númer I, II og III) hafi verið meingallaðar; samtölin þvinguð, gloppurnar í söguþræðinum margar og Anakin óþolandi – þá hafa allir áhugamenn um sexleikinn sammælst um að Jar Jar Binks sé líklega það versta sem hefur komið fyrir kvikmyndagerð frá upphafi.

Þess vegna er ekki nema von að fólk hafi rekið í rogastans þegar það sá að búið var að setja þennan óþolandi Gungana inn í nýjustu stikluna fyrir sjöundu myndina í Stjörnustríðsbálknum, Star Wars: The Force Awakens.

Eini maðurinn sem ber ekki kala til Binks er líklega leikarinn sem lék hann, Ahmed Best, sem sagði fyrr á þessu ári að hann sæi ekki eftir því að hafa tekið hlutverkið að sér – þrátt fyrir fyrrnefnt óþol Stjörnustríðsáhugamanna. Til að mynda kom út bók sem bar einfaldlega nafnið Jar Jar Binks must die og þá var Gunganinn kosinn ein mest pirrandi kvikmyndapersóna allra tíma.

Jar Jar sem Svarhöfði er afleit tilhugsun.
Binks er svo hataður að meira segja J.J. Abrams, sem leikstýrir næstu Stjörnustríðsmynd, íhugaði að drepa Binks.

Best sagði í samtali við Vice að hlutverkið hafi verið það stærsta sem nokkurn tímann hafi rekið á fjörur hans, bæði fyrr og síðar. Það hafi opnað hinar ýmsu dyr fyrir Best og veitt honum tækifæri sem honum hefðu aldrei staðið annars til boða.  

Þess vegna verður að teljast líklegt að Ahmed Best sé maðurinn á bakvið kvikmyndastiklu sem ferðast nú um netheima á ógnarhraða. Fáir aðrir koma til greina því engum heilvita manni myndi detta í hug að setja þessa óþolandi fígúru inn í kvikmyndastiklu sem fékk hörðustu aðdáendur til að fella gleðitár. 

Fleiri orð verða ekki höfð um þessa stiklu sem gæti mögulega verið hin fullkomna blanda af aðdáunarverðu og afleitu.


Tengdar fréttir

Grínast með veggspjald Star Wars

Tveimur dögum eftir að veggspjald nýjustu Star Wars myndarinnar var birt hafa margir grínast með myndina og breytt henni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.