J.J. Abrams íhugaði að drepa Jar Jar Binks Birgir Olgeirsson skrifar 8. maí 2015 16:41 J.J. Abrams Vísir/Getty Margir voru á því að ýmislegt hrjáði þær Stjörnustríðsmyndir sem George Lucas sendi frá sér á síðasta áratug. Myndirnar sögðu frá því hvernig hinn litli ljúfi Anakin Skywalker verður að Svarthöfða en hann var ekki eina persónan í þeim myndum. Þeirra á meðal var annars ein allra hataðasta persóna Stjörnustríðsbálksins, Gunganinn Jar Jar Binks frá plánetunni Naboo. Binks er svo hataður að meira segja J.J. Abrams, sem leikstýrir sjöundu myndinni í Stjörnustríðsbálknum, Star Wars: The Force Awakens, íhugaði að drepa Binks.Blaðamaður Vanity Fair hitti nýlega Abrams þar sem þeir ræddu þessa væntanlegu mynd og sat leikstjórinn í klippiherberginu þegar hann benti á einn skjáinn og sagði: „Ég hef meira segja íhugað að koma beinum Jar Jar Binks fyrir þarna í eyðimörkinni. Mér er alvara,“ sagði Abrams. Ekki eru þó taldar miklar líkur á að Binks fái slæma meðferð í The Force Awakens. Abrams sagði við Vanity Fair að það sé ekki hægt að troða hverju sem er á kvikmyndaskjáinn, það verði að passa við söguna. Bíó og sjónvarp Star Wars Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Margir voru á því að ýmislegt hrjáði þær Stjörnustríðsmyndir sem George Lucas sendi frá sér á síðasta áratug. Myndirnar sögðu frá því hvernig hinn litli ljúfi Anakin Skywalker verður að Svarthöfða en hann var ekki eina persónan í þeim myndum. Þeirra á meðal var annars ein allra hataðasta persóna Stjörnustríðsbálksins, Gunganinn Jar Jar Binks frá plánetunni Naboo. Binks er svo hataður að meira segja J.J. Abrams, sem leikstýrir sjöundu myndinni í Stjörnustríðsbálknum, Star Wars: The Force Awakens, íhugaði að drepa Binks.Blaðamaður Vanity Fair hitti nýlega Abrams þar sem þeir ræddu þessa væntanlegu mynd og sat leikstjórinn í klippiherberginu þegar hann benti á einn skjáinn og sagði: „Ég hef meira segja íhugað að koma beinum Jar Jar Binks fyrir þarna í eyðimörkinni. Mér er alvara,“ sagði Abrams. Ekki eru þó taldar miklar líkur á að Binks fái slæma meðferð í The Force Awakens. Abrams sagði við Vanity Fair að það sé ekki hægt að troða hverju sem er á kvikmyndaskjáinn, það verði að passa við söguna.
Bíó og sjónvarp Star Wars Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein