Sérþekking í tómarúmi stjórnarmaðurinn skrifar 28. október 2015 07:00 Hlutafjárútboð Símans hefur verið umdeilt. Einkum hefur verið einblínt á þá staðreynd að útboðið fór fram í þremur þrepum, þar sem hópur kringum forstjóra félagsins annars vegar, og vildarviðskiptavinir Arion banka hins vegar, fengu að kaupa á sérkjörum. Ljóst er að fyrrnefndi hópurinn sérstaklega hefur hagnast verulega vegna viðskiptanna. Hópurinn keypti á 2,5 krónur á hlut en gengið í almennu útboði var 3,3 krónur. Gengi Símans stendur þegar þetta er ritað í 3,63 krónum og því ljóst að hópurinn kringum Orra Hauksson hefur þegar hagnast um vel yfir 500 milljónir króna. Í aðsendri grein svarar Halldór Bjarkar Lúðvígsson, hjá fyrirtækjaráðgjöf Arion, gagnrýnendum útboðsins. Halldór leggur áherslu á þann mikla feng sem það hafi verið fyrir Símann að fá að félaginu hóp alþjóðlegra fjárfesta með reynslu af fjárfestingum og fjarskiptum í fjölda landa. Hópurinn „kæmi því ekki aðeins með fjármagn í félagið heldur einnig dýrmæta reynslu á sviði fjarskipta sem vonandi mun nýtast félaginu og hluthöfum þess til framtíðar“. Þarna er a.m.k. tvennt sem orkar tvímælis. Í fyrsta lagi er það ekki rétt að fjárfestarnir hafi komið með „fjármagn í félagið“. Ekkert fé rann til Símans í þessum viðskiptum, heldur var um kaup á fimm prósenta hlut Arion í félaginu að ræða. Það eru því hluthafar Arion sem tapa á viðskiptunum, frekar en hluthafar Símans. Í öðru lagi er það sú fullyrðing að hópurinn komi með dýrmæta reynslu af fjarskiptum sem nýtast muni félaginu til framtíðar. Arion banki hefur nú upplýst hverjir þessir alþjóðlegu fjárfestar eru sem tóku þátt í að kaupa fimm prósenta hlutinn. Við þá upptalningu kom þó í ljós að stærsta rullu spiluðu alíslenskir fjárfestar sem hingað til hafa fremur getið sér orð í smásölu en fjarskiptum. Þar voru þó nokkur erlend nöfn sem virðast hafa nokkuð víðtæka reynslu af alþjóðlegum fjarskiptageira og þjónustu við slík fyrirtæki. Sérþekking þeirra verður ekki dregin í efa. Arion banki hefur hins vegar ekki upplýst um hversu mikið fé þessir aðilar lögðu til kaupanna, og það sem mikilvægara er, hver aðkoma þeirra að rekstri Símans á nákvæmlega að vera. Það liggur a.m.k. fyrir að enginn þessara manna hefur tekið sæti í stjórn félagsins. Er því ekki eðlilegt að Arion banki og Síminn upplýsi á hvaða vettvangi Síminn fær að njóta sérþekkingar þessara ágætu manna?Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Hlutafjárútboð Símans hefur verið umdeilt. Einkum hefur verið einblínt á þá staðreynd að útboðið fór fram í þremur þrepum, þar sem hópur kringum forstjóra félagsins annars vegar, og vildarviðskiptavinir Arion banka hins vegar, fengu að kaupa á sérkjörum. Ljóst er að fyrrnefndi hópurinn sérstaklega hefur hagnast verulega vegna viðskiptanna. Hópurinn keypti á 2,5 krónur á hlut en gengið í almennu útboði var 3,3 krónur. Gengi Símans stendur þegar þetta er ritað í 3,63 krónum og því ljóst að hópurinn kringum Orra Hauksson hefur þegar hagnast um vel yfir 500 milljónir króna. Í aðsendri grein svarar Halldór Bjarkar Lúðvígsson, hjá fyrirtækjaráðgjöf Arion, gagnrýnendum útboðsins. Halldór leggur áherslu á þann mikla feng sem það hafi verið fyrir Símann að fá að félaginu hóp alþjóðlegra fjárfesta með reynslu af fjárfestingum og fjarskiptum í fjölda landa. Hópurinn „kæmi því ekki aðeins með fjármagn í félagið heldur einnig dýrmæta reynslu á sviði fjarskipta sem vonandi mun nýtast félaginu og hluthöfum þess til framtíðar“. Þarna er a.m.k. tvennt sem orkar tvímælis. Í fyrsta lagi er það ekki rétt að fjárfestarnir hafi komið með „fjármagn í félagið“. Ekkert fé rann til Símans í þessum viðskiptum, heldur var um kaup á fimm prósenta hlut Arion í félaginu að ræða. Það eru því hluthafar Arion sem tapa á viðskiptunum, frekar en hluthafar Símans. Í öðru lagi er það sú fullyrðing að hópurinn komi með dýrmæta reynslu af fjarskiptum sem nýtast muni félaginu til framtíðar. Arion banki hefur nú upplýst hverjir þessir alþjóðlegu fjárfestar eru sem tóku þátt í að kaupa fimm prósenta hlutinn. Við þá upptalningu kom þó í ljós að stærsta rullu spiluðu alíslenskir fjárfestar sem hingað til hafa fremur getið sér orð í smásölu en fjarskiptum. Þar voru þó nokkur erlend nöfn sem virðast hafa nokkuð víðtæka reynslu af alþjóðlegum fjarskiptageira og þjónustu við slík fyrirtæki. Sérþekking þeirra verður ekki dregin í efa. Arion banki hefur hins vegar ekki upplýst um hversu mikið fé þessir aðilar lögðu til kaupanna, og það sem mikilvægara er, hver aðkoma þeirra að rekstri Símans á nákvæmlega að vera. Það liggur a.m.k. fyrir að enginn þessara manna hefur tekið sæti í stjórn félagsins. Er því ekki eðlilegt að Arion banki og Síminn upplýsi á hvaða vettvangi Síminn fær að njóta sérþekkingar þessara ágætu manna?Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira