Eru þrjú ár í næsta Íslandsmeistaratitil hjá FH-ingum? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2015 09:30 Jón Rúnar Halldórsson býður Gunnar Nielsen velkominn í FH. Vísir/Stefán Þetta verður í þriðja skiptið á sex árum sem FH-ingar skipta um markvörð hjá Íslandsmeistaraliði sínu en þeir gerðu það einnig eftir Íslandsmeistaratitlana 2009 og 2012. Í báðum tilfellum þurftu nýju markverðirnir að bíða í þrjú ár eftir að vinna Íslandsmeistaratitilinn með FH-liðinu. Það er einnig þannig að það lið sem hefur skipt um aðalmarkvörð undanfarin þrjú tímabil hefur misst Íslandsmeistaratitilinn sumarið eftir. Það gerðist hjá Stjörnunni 2014 (Ingvar Jónsson fór í norskt lið), KR 2013 (Hannes Þór Halldórsson fór í norskt lið) og FH 2012 (Gunnleifur Gunnleifsson fór í Breiðablik). Samkvæmt þessum hefðum eru ekki miklar líkur á því að FH-ingar verji Íslandsmeistaratitilinn sumarið 2016 þótt það sé erfitt að veðja á móti þessum magnaða leikmannahópi Hafnarfjarðarliðsins.Íslandsmeistarar 2009 - markmannsskipti - unnu næst 2012 Daði Lárusson var búinn að vera aðalmarkvörður FH-liðsins í meira en áratug og þáttakandi í fyrstu fimm Íslandsmeistaratitlum félagsins. FH-ingar keyptu landsliðsmarkvörðinn Gunnleif Gunnleifsson af HK eftir tímabilið og Daði Lárusson var leystur undan samningi. Daði samdi síðan við hitt Hafnarfjarðarliðið og spilaði með Haukum í Pepsi-deild karla 2010. Á fyrstu tveimur tímabilum Gunnleifs með FH endaði liðið í 2. sæti (2010 og 2011) en FH varð síðan Íslandsmeistari haustið 2012.Íslandsmeistarar 2012 - markmannsskipti - unnu næst 2015 Gunnleifur Gunnleifsson varð Íslandsmeistari á sínu þriðja ári með FH þar sem hann hélt tíu sinnum hreinu og fékk á sig 1,0 mark að meðaltali í leik. Gunnleifur gerði ekki nýjan samning við Hafnarfjarðarliðið heldur samdi frekar til þriggja ára við Breiðablik. Daði Lárusson sneri aftur til FH eftir þriggja ára dvöl hjá nágrönnunum en Heimir Guðjónsson veðjaði á varamarkvörð Gunnleifs, Róbert Örn Óskarsson. Á fyrstu tveimur tímabilum Róberts Arnar sem aðalmarkvarðar FH endaði liðið í 2. sæti (2013 og 2014) en FH varð síðan Íslandsmeistari í ár.Íslandsmeistarar 2015 - markmannsskipti - vinna næst 2018? Róbert Örn Óskarsson varð Íslandsmeistari á sínu þriðja ári sem aðalmarkvörður FH þar sem hann hélt fimm sinnum hreinu og fékk á sig 1,2 mörk að meðaltali í leik. FH samdi í gær við færeyska landsliðsmarkvörðinn Gunnar Nielsen sem lék með Stjörnunni í sumar. Gunnar Nielsen mætir reynslunni ríkari næsta sumar en það verður annað sumarið í röð þar sem hann ver mark liðs í titilvörn. Saga síðustu ára segir hins vegar að hann verði ekki Íslandsmeistari fyrr en sumarið 2018. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Doumbia og Davíð Þór framlengja við FH Miðvörðurinn öflugi og fyrirliðinn verða áfram hjá Íslandsmeisturunum. 28. október 2015 13:29 Gunnar: Gaman hjá Stjörnunni en FH er stærsta félagið á Íslandi Gunnar Nielsen hlakkar til að berjast um Íslandsmeistaratitilinn með FH. 28. október 2015 13:51 Gunnar Nielsen genginn í raðir FH Færeyski landsliðsmarkvörðurinn ver mark Íslandsmeistaranna í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð. 28. október 2015 13:15 Gunnar: Samkeppni er öllum holl Gunnar Nielsen segist vera klár í samkeppni við Róbert Örn Óskarsson um markvarðarstöðuna hjá FH. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið og segist skilja við Stjörnuna í góðu. "Þetta var bara ákvörðun sem knattspyrn 29. október 2015 06:00 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Þetta verður í þriðja skiptið á sex árum sem FH-ingar skipta um markvörð hjá Íslandsmeistaraliði sínu en þeir gerðu það einnig eftir Íslandsmeistaratitlana 2009 og 2012. Í báðum tilfellum þurftu nýju markverðirnir að bíða í þrjú ár eftir að vinna Íslandsmeistaratitilinn með FH-liðinu. Það er einnig þannig að það lið sem hefur skipt um aðalmarkvörð undanfarin þrjú tímabil hefur misst Íslandsmeistaratitilinn sumarið eftir. Það gerðist hjá Stjörnunni 2014 (Ingvar Jónsson fór í norskt lið), KR 2013 (Hannes Þór Halldórsson fór í norskt lið) og FH 2012 (Gunnleifur Gunnleifsson fór í Breiðablik). Samkvæmt þessum hefðum eru ekki miklar líkur á því að FH-ingar verji Íslandsmeistaratitilinn sumarið 2016 þótt það sé erfitt að veðja á móti þessum magnaða leikmannahópi Hafnarfjarðarliðsins.Íslandsmeistarar 2009 - markmannsskipti - unnu næst 2012 Daði Lárusson var búinn að vera aðalmarkvörður FH-liðsins í meira en áratug og þáttakandi í fyrstu fimm Íslandsmeistaratitlum félagsins. FH-ingar keyptu landsliðsmarkvörðinn Gunnleif Gunnleifsson af HK eftir tímabilið og Daði Lárusson var leystur undan samningi. Daði samdi síðan við hitt Hafnarfjarðarliðið og spilaði með Haukum í Pepsi-deild karla 2010. Á fyrstu tveimur tímabilum Gunnleifs með FH endaði liðið í 2. sæti (2010 og 2011) en FH varð síðan Íslandsmeistari haustið 2012.Íslandsmeistarar 2012 - markmannsskipti - unnu næst 2015 Gunnleifur Gunnleifsson varð Íslandsmeistari á sínu þriðja ári með FH þar sem hann hélt tíu sinnum hreinu og fékk á sig 1,0 mark að meðaltali í leik. Gunnleifur gerði ekki nýjan samning við Hafnarfjarðarliðið heldur samdi frekar til þriggja ára við Breiðablik. Daði Lárusson sneri aftur til FH eftir þriggja ára dvöl hjá nágrönnunum en Heimir Guðjónsson veðjaði á varamarkvörð Gunnleifs, Róbert Örn Óskarsson. Á fyrstu tveimur tímabilum Róberts Arnar sem aðalmarkvarðar FH endaði liðið í 2. sæti (2013 og 2014) en FH varð síðan Íslandsmeistari í ár.Íslandsmeistarar 2015 - markmannsskipti - vinna næst 2018? Róbert Örn Óskarsson varð Íslandsmeistari á sínu þriðja ári sem aðalmarkvörður FH þar sem hann hélt fimm sinnum hreinu og fékk á sig 1,2 mörk að meðaltali í leik. FH samdi í gær við færeyska landsliðsmarkvörðinn Gunnar Nielsen sem lék með Stjörnunni í sumar. Gunnar Nielsen mætir reynslunni ríkari næsta sumar en það verður annað sumarið í röð þar sem hann ver mark liðs í titilvörn. Saga síðustu ára segir hins vegar að hann verði ekki Íslandsmeistari fyrr en sumarið 2018.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Doumbia og Davíð Þór framlengja við FH Miðvörðurinn öflugi og fyrirliðinn verða áfram hjá Íslandsmeisturunum. 28. október 2015 13:29 Gunnar: Gaman hjá Stjörnunni en FH er stærsta félagið á Íslandi Gunnar Nielsen hlakkar til að berjast um Íslandsmeistaratitilinn með FH. 28. október 2015 13:51 Gunnar Nielsen genginn í raðir FH Færeyski landsliðsmarkvörðurinn ver mark Íslandsmeistaranna í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð. 28. október 2015 13:15 Gunnar: Samkeppni er öllum holl Gunnar Nielsen segist vera klár í samkeppni við Róbert Örn Óskarsson um markvarðarstöðuna hjá FH. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið og segist skilja við Stjörnuna í góðu. "Þetta var bara ákvörðun sem knattspyrn 29. október 2015 06:00 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Doumbia og Davíð Þór framlengja við FH Miðvörðurinn öflugi og fyrirliðinn verða áfram hjá Íslandsmeisturunum. 28. október 2015 13:29
Gunnar: Gaman hjá Stjörnunni en FH er stærsta félagið á Íslandi Gunnar Nielsen hlakkar til að berjast um Íslandsmeistaratitilinn með FH. 28. október 2015 13:51
Gunnar Nielsen genginn í raðir FH Færeyski landsliðsmarkvörðurinn ver mark Íslandsmeistaranna í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð. 28. október 2015 13:15
Gunnar: Samkeppni er öllum holl Gunnar Nielsen segist vera klár í samkeppni við Róbert Örn Óskarsson um markvarðarstöðuna hjá FH. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið og segist skilja við Stjörnuna í góðu. "Þetta var bara ákvörðun sem knattspyrn 29. október 2015 06:00