Ólafía og Valdís meðal efstu kylfinga fyrir lokahringinn Kristinn Páll Teitsso skrifar 10. október 2015 11:00 Ólafía slær hér inn á flötina. Vísir/Daníel Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur og Valdís Þóra Jónsdóttir úr golfklúbbnum Leyni, eru meðal efstu kylfinga fyrir lokahringinn á lokamóti LETAS-mótaraðarinnar sem fer fram í Englandi í dag. LETAS-mótaröðin er sú næst sterkasta í Evrópu en þetta er fyrsta tímabil Ólafíu á mótaröðinni en Valdís tekur þátt annað árið í röð eftir að hafa endað í 38. sæti á síðasta ári. Ólafía lék fyrsta hring mótsins vel og lauk leik á fjórum höggum undir pari en hún náði sér ekki jafn vel á strik í gær og lék á tveimur höggum yfir pari. Náði hún aðeins tveimur fuglum á hringnum en fjórum skollum og er í 8-9. sæti á tveimur höggum undir pari, sjö höggum á eftir Natalia Escuriola. Spilamennska Valdísar í gær var sveiflukennd þrátt fyrir að leika á pari en hún fékk sex fugla, tvo skolla og tvo tvöfalda skolla á hringnum. Hefur Valdís leikið báða hringina á pari en hún hefur alls krækt í ellefu fugla á fyrstu tveimur hringjunum og er í 11. sæti að tveimur hringjum loknum. Mótið er lokamót LETAS-mótaraðarinnar en Ólafía er í 16. sæti stigalistans eftir góða frammistöðu í Portúgal um síðustu helgi. Valdís er í 25. sæti eftir að hafa misst af niðurskurðinum í Portúgal en 20. efstu kylfingarnir fara beint inn á lokaúrtökumótið fyrir LET-Evrópumótaröðina, þá sterkustu í Evrópu. Aðeins einni íslenskri konu hefur tekist að komast á LET-Evrópumótaröðinni en það var Ólöf María Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Keili árið 2004. Golf Tengdar fréttir Ólafía Þórunn efst eftir fyrsta daginn á lokamótinu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni eru í góðri stöðu eftir fyrsta keppnisdaginn á lokamóti tímabilsins á LETAS atvinnumótaröðinni í golfi. Ólafía lék á 68 höggum eða fjórum höggum undir pari og er hún í efsta sæti. Valdís Þóra lék á pari vallar eða 72 höggum og er hún 10. til 14. sæti. 9. október 2015 12:34 Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur og Valdís Þóra Jónsdóttir úr golfklúbbnum Leyni, eru meðal efstu kylfinga fyrir lokahringinn á lokamóti LETAS-mótaraðarinnar sem fer fram í Englandi í dag. LETAS-mótaröðin er sú næst sterkasta í Evrópu en þetta er fyrsta tímabil Ólafíu á mótaröðinni en Valdís tekur þátt annað árið í röð eftir að hafa endað í 38. sæti á síðasta ári. Ólafía lék fyrsta hring mótsins vel og lauk leik á fjórum höggum undir pari en hún náði sér ekki jafn vel á strik í gær og lék á tveimur höggum yfir pari. Náði hún aðeins tveimur fuglum á hringnum en fjórum skollum og er í 8-9. sæti á tveimur höggum undir pari, sjö höggum á eftir Natalia Escuriola. Spilamennska Valdísar í gær var sveiflukennd þrátt fyrir að leika á pari en hún fékk sex fugla, tvo skolla og tvo tvöfalda skolla á hringnum. Hefur Valdís leikið báða hringina á pari en hún hefur alls krækt í ellefu fugla á fyrstu tveimur hringjunum og er í 11. sæti að tveimur hringjum loknum. Mótið er lokamót LETAS-mótaraðarinnar en Ólafía er í 16. sæti stigalistans eftir góða frammistöðu í Portúgal um síðustu helgi. Valdís er í 25. sæti eftir að hafa misst af niðurskurðinum í Portúgal en 20. efstu kylfingarnir fara beint inn á lokaúrtökumótið fyrir LET-Evrópumótaröðina, þá sterkustu í Evrópu. Aðeins einni íslenskri konu hefur tekist að komast á LET-Evrópumótaröðinni en það var Ólöf María Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Keili árið 2004.
Golf Tengdar fréttir Ólafía Þórunn efst eftir fyrsta daginn á lokamótinu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni eru í góðri stöðu eftir fyrsta keppnisdaginn á lokamóti tímabilsins á LETAS atvinnumótaröðinni í golfi. Ólafía lék á 68 höggum eða fjórum höggum undir pari og er hún í efsta sæti. Valdís Þóra lék á pari vallar eða 72 höggum og er hún 10. til 14. sæti. 9. október 2015 12:34 Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Ólafía Þórunn efst eftir fyrsta daginn á lokamótinu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni eru í góðri stöðu eftir fyrsta keppnisdaginn á lokamóti tímabilsins á LETAS atvinnumótaröðinni í golfi. Ólafía lék á 68 höggum eða fjórum höggum undir pari og er hún í efsta sæti. Valdís Þóra lék á pari vallar eða 72 höggum og er hún 10. til 14. sæti. 9. október 2015 12:34