Fótbolti

Cisse handtekinn í fjárkúgunarmáli

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Cisse í leik með Liverpool.
Cisse í leik með Liverpool. vísir/getty

Fyrrum framherji Liverpool, Djibril Cisse, hefur verið handtekinn.

Franska lögreglan hefur staðfest að hún sé að rannsaka tilraun nokkurra manna til þess að kúga peninga úr knattspyrnumanninum Mathieu Valbuena vegna meints kynlífsmyndbands.

Cisse er einn fjögurra sem hefur verið handtekinn vegna málsins.

Málið er enn óljóst að mörgu leyti. Sumir fjölmiðlar segja að Cisse hafi aðeins verið handtekinn og yfirheyrður þar sem hann þekki til þeirra aðila sem standa að hinni meintu fjárkúgun. Málið á eftir að skýrast betur.

Cisse kom til Liverpool árið 2004 og skoraði 24 mörk í 79 leikjum fyrir félagið. Hann fór frá félaginu árið 2007.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×