Fara stoltir frá Tyrklandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. október 2015 06:00 Aron Einar Gunnarsson var kominn aftur í liðið eftir að taka út leikbann. vísir/getty „Það var skrýtin stemning inni í klefanum eftir leikinn,“ sagði Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, eftir tapið gegn Tyrklandi í gær. Að lokinni undankeppninni stendur upp úr að Ísland er komið á sitt fyrsta stórmót frá upphafi en leikmenn vildu allir ljúka henni með sigri. „Tilfinningarnar eru því blendnar, bæði hjá mér og leikmönnunum,“ bætti Lagerbäck við. „Sérstaklega þar sem við spiluðum vel í dag. Ef annað liðið átti skilið að vinna þá vorum það við.“ Selçuk Inan skoraði eina mark leiksins, beint úr aukaspyrnu, á 89. mínútu. Varamaðurinn Gökhan Töre hafði skömmu áður fengið að líta beint rautt spjald eftir ljóta tæklingu á Jón Daða Böðvarsson en einum færri náðu Tyrkir að kreista fram sigur sem fleytti þeim beint á EM í Frakklandi. Allt ætlaði um koll að keyra þegar Tyrkir skoruðu sigurmarkið sitt og þegar flautað var til leiksloka. Tyrkland tapaði ekki síðustu átta leikjum sínum í undankeppninni og snemma var ljóst að þeir ætluðu sér engu óðslega. Tyrkir gátu andað léttar þegar Tékkar komust yfir í Hollandi og þar sem að Kasakstan komst yfir í Lettlandi var ljóst að Tyrkir þurftu aðeins eitt mark til að komast á EM.Jóhann Berg Guðmundsson í loftfimleikum í gær.vísir/gettyÞeir fengu hjálp frá dómurunum sem dæmdu væga aukaspyrnu á Kára Árnason rétt utan teigs en Inan afgreiddi hana mjög vel í netið. „Það getur verið að Tyrkir hafi fengið meira svigrúm hjá dómaranum eftir rauða spjaldið en eftir stendur að við getum ekki kennt neinum um nema okkur sjálfum,“ sagði Lagerbäck. „Við fengum tækifæri til að vinna leikinn. Það er því ýmislegt sem við þurfum að bæta í okkar leik. Við þurfum að vera betri þegar við förum til Frakklands.“ Lagerbäck hrósaði sínum mönnum fyrir að framfylgja leikskipulagi þjálfaranna - það eina sem hafi vantað upp á var að nýta færin. En hann segir það dýrmæta reynslu að spilað á þessum velli við þessar aðstæður og fyrir framan 40 þúsund háværa Tyrki. „Því fleiri leiki eins og þessa sem við fáum, því betra. Tyrkir eru með mjög sterkt lið og leikmenn geta gengið stoltir frá þessum leik þrátt fyrir tapið.“ Samningur Lagerbäck við KSÍ rennur út í sumar en hann útilokar ekkert um framtíðina. „Eins og ég hef áður sagt þá var það alltaf á dagskrá að hætta. En ég segi líka alltaf þá skoða ég málin upp á nýtt þegar þar að kemur. En planið er vissulega að ég hætti og Heimir taki alfarið við.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ragnar bestur í Konya | Einkunnir strákanna gegn Tyrklandi Miðverðirnir voru bestu menn vallarins í tapinu gegn Tyrklandi í lokaleik undankeppni EM 2016. 13. október 2015 21:20 Jón Daði: Þetta var geðveikt skemmtilegt stríð Selfyssingurinn óttaðist aðeins um hnéð þegar hann fékk harða tæklingu sem verðskuldaði rautt spjald. 13. október 2015 22:01 Heimir: Vitleysingar í öllum hópum Landsliðsþjálfarinn var ánægður með frammistöðu sinna manna en segir erfitt að brosa í gegnum tárin. 13. október 2015 22:11 Kári: Fór að grenja og fékk aukaspyrnu á ekki neitt Kári Árnason segist aldrei hafa kynnst öðru eins og þegar hann fékk dæmda á sig afdrifaríka aukaspyrnu í kvöld. 13. október 2015 22:21 Ögmundur: Létt að spila með frábærum miðvörðum eins og Kára og Ragga Markvörðurinn stóð sig ágætlega í Konya en þurfti að hirða boltann einu sinni úr netinu. 13. október 2015 21:41 Kolbeinn: Getum gengið stoltir frá borði og brosað fram að EM Framherja íslenska landsliðsins fannst okkar menn betri aðilinn í Tyrklandi í kvöld. 13. október 2015 20:59 Aron Einar: Kári vann einvígið heiðarlega Fyrirliðinn ánægður með leik íslenska liðsins en ósáttur við aukaspyrnuna. 13. október 2015 21:10 Tyrkir ærðust af fögnuði eftir sigurinn á Íslandi í kvöld | Myndir Tyrkir gerðu gott betur en að skilja Hollendinga eftir í riðli Íslendinga í kvöld því þeir eru komnir alla leið inn á Evrópumótið í Frakklandi. 13. október 2015 22:29 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira
„Það var skrýtin stemning inni í klefanum eftir leikinn,“ sagði Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, eftir tapið gegn Tyrklandi í gær. Að lokinni undankeppninni stendur upp úr að Ísland er komið á sitt fyrsta stórmót frá upphafi en leikmenn vildu allir ljúka henni með sigri. „Tilfinningarnar eru því blendnar, bæði hjá mér og leikmönnunum,“ bætti Lagerbäck við. „Sérstaklega þar sem við spiluðum vel í dag. Ef annað liðið átti skilið að vinna þá vorum það við.“ Selçuk Inan skoraði eina mark leiksins, beint úr aukaspyrnu, á 89. mínútu. Varamaðurinn Gökhan Töre hafði skömmu áður fengið að líta beint rautt spjald eftir ljóta tæklingu á Jón Daða Böðvarsson en einum færri náðu Tyrkir að kreista fram sigur sem fleytti þeim beint á EM í Frakklandi. Allt ætlaði um koll að keyra þegar Tyrkir skoruðu sigurmarkið sitt og þegar flautað var til leiksloka. Tyrkland tapaði ekki síðustu átta leikjum sínum í undankeppninni og snemma var ljóst að þeir ætluðu sér engu óðslega. Tyrkir gátu andað léttar þegar Tékkar komust yfir í Hollandi og þar sem að Kasakstan komst yfir í Lettlandi var ljóst að Tyrkir þurftu aðeins eitt mark til að komast á EM.Jóhann Berg Guðmundsson í loftfimleikum í gær.vísir/gettyÞeir fengu hjálp frá dómurunum sem dæmdu væga aukaspyrnu á Kára Árnason rétt utan teigs en Inan afgreiddi hana mjög vel í netið. „Það getur verið að Tyrkir hafi fengið meira svigrúm hjá dómaranum eftir rauða spjaldið en eftir stendur að við getum ekki kennt neinum um nema okkur sjálfum,“ sagði Lagerbäck. „Við fengum tækifæri til að vinna leikinn. Það er því ýmislegt sem við þurfum að bæta í okkar leik. Við þurfum að vera betri þegar við förum til Frakklands.“ Lagerbäck hrósaði sínum mönnum fyrir að framfylgja leikskipulagi þjálfaranna - það eina sem hafi vantað upp á var að nýta færin. En hann segir það dýrmæta reynslu að spilað á þessum velli við þessar aðstæður og fyrir framan 40 þúsund háværa Tyrki. „Því fleiri leiki eins og þessa sem við fáum, því betra. Tyrkir eru með mjög sterkt lið og leikmenn geta gengið stoltir frá þessum leik þrátt fyrir tapið.“ Samningur Lagerbäck við KSÍ rennur út í sumar en hann útilokar ekkert um framtíðina. „Eins og ég hef áður sagt þá var það alltaf á dagskrá að hætta. En ég segi líka alltaf þá skoða ég málin upp á nýtt þegar þar að kemur. En planið er vissulega að ég hætti og Heimir taki alfarið við.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ragnar bestur í Konya | Einkunnir strákanna gegn Tyrklandi Miðverðirnir voru bestu menn vallarins í tapinu gegn Tyrklandi í lokaleik undankeppni EM 2016. 13. október 2015 21:20 Jón Daði: Þetta var geðveikt skemmtilegt stríð Selfyssingurinn óttaðist aðeins um hnéð þegar hann fékk harða tæklingu sem verðskuldaði rautt spjald. 13. október 2015 22:01 Heimir: Vitleysingar í öllum hópum Landsliðsþjálfarinn var ánægður með frammistöðu sinna manna en segir erfitt að brosa í gegnum tárin. 13. október 2015 22:11 Kári: Fór að grenja og fékk aukaspyrnu á ekki neitt Kári Árnason segist aldrei hafa kynnst öðru eins og þegar hann fékk dæmda á sig afdrifaríka aukaspyrnu í kvöld. 13. október 2015 22:21 Ögmundur: Létt að spila með frábærum miðvörðum eins og Kára og Ragga Markvörðurinn stóð sig ágætlega í Konya en þurfti að hirða boltann einu sinni úr netinu. 13. október 2015 21:41 Kolbeinn: Getum gengið stoltir frá borði og brosað fram að EM Framherja íslenska landsliðsins fannst okkar menn betri aðilinn í Tyrklandi í kvöld. 13. október 2015 20:59 Aron Einar: Kári vann einvígið heiðarlega Fyrirliðinn ánægður með leik íslenska liðsins en ósáttur við aukaspyrnuna. 13. október 2015 21:10 Tyrkir ærðust af fögnuði eftir sigurinn á Íslandi í kvöld | Myndir Tyrkir gerðu gott betur en að skilja Hollendinga eftir í riðli Íslendinga í kvöld því þeir eru komnir alla leið inn á Evrópumótið í Frakklandi. 13. október 2015 22:29 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira
Ragnar bestur í Konya | Einkunnir strákanna gegn Tyrklandi Miðverðirnir voru bestu menn vallarins í tapinu gegn Tyrklandi í lokaleik undankeppni EM 2016. 13. október 2015 21:20
Jón Daði: Þetta var geðveikt skemmtilegt stríð Selfyssingurinn óttaðist aðeins um hnéð þegar hann fékk harða tæklingu sem verðskuldaði rautt spjald. 13. október 2015 22:01
Heimir: Vitleysingar í öllum hópum Landsliðsþjálfarinn var ánægður með frammistöðu sinna manna en segir erfitt að brosa í gegnum tárin. 13. október 2015 22:11
Kári: Fór að grenja og fékk aukaspyrnu á ekki neitt Kári Árnason segist aldrei hafa kynnst öðru eins og þegar hann fékk dæmda á sig afdrifaríka aukaspyrnu í kvöld. 13. október 2015 22:21
Ögmundur: Létt að spila með frábærum miðvörðum eins og Kára og Ragga Markvörðurinn stóð sig ágætlega í Konya en þurfti að hirða boltann einu sinni úr netinu. 13. október 2015 21:41
Kolbeinn: Getum gengið stoltir frá borði og brosað fram að EM Framherja íslenska landsliðsins fannst okkar menn betri aðilinn í Tyrklandi í kvöld. 13. október 2015 20:59
Aron Einar: Kári vann einvígið heiðarlega Fyrirliðinn ánægður með leik íslenska liðsins en ósáttur við aukaspyrnuna. 13. október 2015 21:10
Tyrkir ærðust af fögnuði eftir sigurinn á Íslandi í kvöld | Myndir Tyrkir gerðu gott betur en að skilja Hollendinga eftir í riðli Íslendinga í kvöld því þeir eru komnir alla leið inn á Evrópumótið í Frakklandi. 13. október 2015 22:29