Kíkti oft á sigurskeytið Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. október 2015 11:15 „Ég er svo glöð eftir verðlaunaathöfnina í Hagaskóla, hún var svo skemmtileg. Ég fékk líka svo sterka upplifun fyrir því hvað krakkar eru flottir í dag, einlægir, prúðir og eðlilegir,“ segir Ragnheiður. Vísir/GVA „Ég hef verið að skrifa í frístundum, sendi inn handrit í þessa keppni og mér til mikillar undrunar vann ég,“ segir Ragnheiður Eyjólfsdóttir, höfundur Arftakans, sem hlaut í gær íslensku barnabókaverðlaunin 2015. Hún er sjálfstætt starfandi arkitekt, býr í München í Þýskalandi og stekkur nú fram á sjónarsviðið sem rithöfundur. „Ég kíkti á tölvuskeytið um sigurinn nokkrum sinnum og var viss um að í því væru bara þakkir fyrir þátttökuna. Tíu mínútum seinna áttaði ég mig á að keppnin var nafnlaus og ekki átti að hafa samband við aðra en vinningshafa svo ég fór að lesa meilið almennilega. Var í matarboði og stóð upp og öskraði: Ég vann! Þetta var mjög gott augnablik.“ Sigurfregnin barst Ragnheiði í apríl. Skyldi ekki hafa verið erfitt að halda upphefðinni leyndri? „Jú, mig hefur langað allan tímann að öskra framan í heiminn: Þetta tókst!“ svarar hún hlæjandi.Að mati dómnefndar er þetta metnaðarfull og spennandi saga sem jafnast á við bestu furðusögur sem skrifaðar hafa verið á íslensku.Hún kveðst þó ekki vera búin að skrifa mikið fyrir skúffuna. „Ég var alltaf að skrifa og myndskreyta sem barn en á unglingsárunum fór krafturinn í að skrifa heimildarritgerðir. Mamma var samt alltaf að pota í mig og segja: „Jæja, Ragnheiður. Ætlar þú ekki að fara að gera eitthvað í þessu með skáldskapinn?“ og ég bara ranghvolfdi augunum og sagði: Oh, mamma. Hún er svo sannfærð um að ég geti allt og verandi með slíkan bakhjarl fer maður á endanum að trúa því að maður sé góður í einhverju. Amma veitti mér líka uppörvun og þær tvær lásu yfir fyrir mig svo ég fékk kjark til að senda handritið inn.“ Ragnheiður segir arkitektúrnámið hafa komið að gagni við skrifin.„Maður þarf alltaf að geta lýst umhverfinu og skipulaginu í texta. Það hefur hjálpað mér við að lýsa þeim furðuheimi sem ég er að skapa í sögunni. En ég er líka alltaf með augun opin og í Þýskalandi er umhverfið eins og í ævintýrunum, skógar, kastalar og borgarhlutar frá miðöldum. Ég tek þetta inn í mínar lýsingar en í byrjun gerist sagan í vesturbæ Reykjavíkur þar sem ég ólst upp.“ Hún kveðst strax komin af stað með næstu bók um sömu sögupersónur og í Arftakanum. „Það gengur þrusuvel, ég er alveg hissa á hvað mér finnst þetta gaman.“ Að lokum er hún innt eftir fjölskylduhögum. „Ég á mann og þriggja ára son. Bókin mín passar ekki fyrir drenginn strax en hann horfði á hana áðan og sagði: „Mamma, eigum við að lesa saman?“ Það var krúttlegt.“ Menning Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Ég hef verið að skrifa í frístundum, sendi inn handrit í þessa keppni og mér til mikillar undrunar vann ég,“ segir Ragnheiður Eyjólfsdóttir, höfundur Arftakans, sem hlaut í gær íslensku barnabókaverðlaunin 2015. Hún er sjálfstætt starfandi arkitekt, býr í München í Þýskalandi og stekkur nú fram á sjónarsviðið sem rithöfundur. „Ég kíkti á tölvuskeytið um sigurinn nokkrum sinnum og var viss um að í því væru bara þakkir fyrir þátttökuna. Tíu mínútum seinna áttaði ég mig á að keppnin var nafnlaus og ekki átti að hafa samband við aðra en vinningshafa svo ég fór að lesa meilið almennilega. Var í matarboði og stóð upp og öskraði: Ég vann! Þetta var mjög gott augnablik.“ Sigurfregnin barst Ragnheiði í apríl. Skyldi ekki hafa verið erfitt að halda upphefðinni leyndri? „Jú, mig hefur langað allan tímann að öskra framan í heiminn: Þetta tókst!“ svarar hún hlæjandi.Að mati dómnefndar er þetta metnaðarfull og spennandi saga sem jafnast á við bestu furðusögur sem skrifaðar hafa verið á íslensku.Hún kveðst þó ekki vera búin að skrifa mikið fyrir skúffuna. „Ég var alltaf að skrifa og myndskreyta sem barn en á unglingsárunum fór krafturinn í að skrifa heimildarritgerðir. Mamma var samt alltaf að pota í mig og segja: „Jæja, Ragnheiður. Ætlar þú ekki að fara að gera eitthvað í þessu með skáldskapinn?“ og ég bara ranghvolfdi augunum og sagði: Oh, mamma. Hún er svo sannfærð um að ég geti allt og verandi með slíkan bakhjarl fer maður á endanum að trúa því að maður sé góður í einhverju. Amma veitti mér líka uppörvun og þær tvær lásu yfir fyrir mig svo ég fékk kjark til að senda handritið inn.“ Ragnheiður segir arkitektúrnámið hafa komið að gagni við skrifin.„Maður þarf alltaf að geta lýst umhverfinu og skipulaginu í texta. Það hefur hjálpað mér við að lýsa þeim furðuheimi sem ég er að skapa í sögunni. En ég er líka alltaf með augun opin og í Þýskalandi er umhverfið eins og í ævintýrunum, skógar, kastalar og borgarhlutar frá miðöldum. Ég tek þetta inn í mínar lýsingar en í byrjun gerist sagan í vesturbæ Reykjavíkur þar sem ég ólst upp.“ Hún kveðst strax komin af stað með næstu bók um sömu sögupersónur og í Arftakanum. „Það gengur þrusuvel, ég er alveg hissa á hvað mér finnst þetta gaman.“ Að lokum er hún innt eftir fjölskylduhögum. „Ég á mann og þriggja ára son. Bókin mín passar ekki fyrir drenginn strax en hann horfði á hana áðan og sagði: „Mamma, eigum við að lesa saman?“ Það var krúttlegt.“
Menning Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira