Hollendingar líka í riðli með Íslandi þegar þeir komust síðast ekki á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2015 13:00 Ruud Gullit skoraði á móti Íslandi í undankeppni EM 1984. Vísir/Getty Hollenska landsliðið verður ekki með þeirra 24 þjóða sem keppa í úrslitakeppni Evrópumótsins í Frakklandi næsta sumar en liðið náði aðeins fjórða sætinu í A-riðli okkar Íslendinga. Tékkland, Ísland og Tyrkland komust öll á EM en Hollendingar missa af sínu fyrsta Evrópumóti í 32 ár eða síðan að keppnin fór fram síðast í Frakklandi árið 1984. Það komust aðeins átta þjóðir í úrslitakeppni Evrópumótsins sumarið 1984 en það verða sextán fleiri lið með næsta sumar. Fjarvera Hollendinga er því enn athyglisverðari í því samhengi enda ein stærsta knattspyrnuþjóð Evrópu í gegnum tíðina. Hollenska liðið hefur ekki átt í miklum vandræðum með að komast í gegnum síðustu undankeppnir en eftir 2-0 tap fyrir Íslandi á Laugardalsvellinum fyrir rúmu ári síðan var ljóst að það yrði á brattann að sækja fyrir Hollendinga að þessu sinni. Holland átti samt góða möguleika á því að tryggja sér sæti í umspilinu þegar Danny Blind tók við af Guus Hiddink í júlímánuði. Það gekk hinsvegar allt á afturfótunum á lokasprettinum, fyrsti leikurinn tapaðist á heimavelli á móti Íslandi og liðið náði aðeins í þrjú stig út úr síðustu fjórum leikjum sínum.Hollendingar voru líka í riðli með Íslendingum þegar þeir misstu síðast af úrslitakeppni Evrópumótsins fyrir 32 árum. Holland endaði í öðru sæti í sjöunda riðli í undankeppni EM 1984. Hollendingar fengu jafnmörg stig og Spánverjar en Spánverjar komust áfram á fleiri mörkum skoruðum eftir að hafa unnið 12-1 sigur á Möltu í lokaleik riðilsins. Hollendingar töpuðu bara stigum í tveimur leikjum í þessari undankeppni, þeir töpuðu 1-0 á útivelli á móti Spáni og gerðu síðan 1-1 jafntefli á Laugardalsvellinum í fyrsta leik sínum í riðlinum. Íslenska landsliðið fékk bara þrjú stig í riðlinum en hin tvö stigin komu í sigurleik á móti Möltu á Laugardalsvellinum. Kees Rijvers þjálfaði Hollendinga í þessari undankeppni en þar voru leikmenn eins og Ruud Gullit, Frank Rijkaard, Ronald Koeman og Marco van Basten að stíga sín fyrstu sport með landsliðinu.Ruud Gullit og Ronald Koeman skoruðu báðir í 3-0 sigri á Íslandi í seinni leik þjóðanna í Hollandi en þar spilaði Marco van Basten sinn fyrsta landsleik. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þeim leik sem og leiknum á Laugardalsvellinum. Hollendingar komu sterkir til baka á næsta Evrópumót en þeir urðu Evrópumeistarar í Vestur-Þýskalandi 1988. Hollenska liðið fór síðan í undanúrslit á EM 1992, EM 2000 og EM 2004 en sat hinsvegar eftir í riðlinum á síðasta EM 2012. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Tyrkir og Króatar bættust í EM-hópinn í kvöld | Þjóðirnar átta í umspilinu Tyrkland og Króatía tryggðu sér í kvöld sæti á Evrópumótinu í fótbolta sem fer fram í Frakklandi á næsta ári. 20 af 24 sætum í keppninni eru því skipuð. 13. október 2015 20:55 Fullkomið kvöld fyrir Belga | Á toppnum á þremur stöðum Belgíumenn tryggðu sér í kvöld sigur í B-riðli undankeppni EM eftir öruggan heimasigur á Ísrael en þeir voru eins og Íslendingar búnir að tryggja sér sæti á Evrópumótinu í Frakklandi fyrir lokaleikina í riðlinum. 13. október 2015 22:13 Hollendingar töpuðu fyrir Tékkum á heimavelli og fara ekki á EM Tékkar tryggðu sér sigur í A-riðlinum með því að vinna 3-2 sigur á Hollendingum á Amsterdam ArenA í kvöld. Tékkar enda með 22 stig eða tveimur stigum meira en Íslendingar sem urðu að sætta sig við annað sætið. 13. október 2015 20:30 Blind hótar því að halda áfram með hollenska liðið Danny Blind ætlar ekki að hætta að þjálfa hollenska landsliðið í fótbolta þótt að hollenska liðinu hafi klúðrað undankeppni Evrópumótsins. 14. október 2015 11:00 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Fleiri fréttir Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Sjá meira
Hollenska landsliðið verður ekki með þeirra 24 þjóða sem keppa í úrslitakeppni Evrópumótsins í Frakklandi næsta sumar en liðið náði aðeins fjórða sætinu í A-riðli okkar Íslendinga. Tékkland, Ísland og Tyrkland komust öll á EM en Hollendingar missa af sínu fyrsta Evrópumóti í 32 ár eða síðan að keppnin fór fram síðast í Frakklandi árið 1984. Það komust aðeins átta þjóðir í úrslitakeppni Evrópumótsins sumarið 1984 en það verða sextán fleiri lið með næsta sumar. Fjarvera Hollendinga er því enn athyglisverðari í því samhengi enda ein stærsta knattspyrnuþjóð Evrópu í gegnum tíðina. Hollenska liðið hefur ekki átt í miklum vandræðum með að komast í gegnum síðustu undankeppnir en eftir 2-0 tap fyrir Íslandi á Laugardalsvellinum fyrir rúmu ári síðan var ljóst að það yrði á brattann að sækja fyrir Hollendinga að þessu sinni. Holland átti samt góða möguleika á því að tryggja sér sæti í umspilinu þegar Danny Blind tók við af Guus Hiddink í júlímánuði. Það gekk hinsvegar allt á afturfótunum á lokasprettinum, fyrsti leikurinn tapaðist á heimavelli á móti Íslandi og liðið náði aðeins í þrjú stig út úr síðustu fjórum leikjum sínum.Hollendingar voru líka í riðli með Íslendingum þegar þeir misstu síðast af úrslitakeppni Evrópumótsins fyrir 32 árum. Holland endaði í öðru sæti í sjöunda riðli í undankeppni EM 1984. Hollendingar fengu jafnmörg stig og Spánverjar en Spánverjar komust áfram á fleiri mörkum skoruðum eftir að hafa unnið 12-1 sigur á Möltu í lokaleik riðilsins. Hollendingar töpuðu bara stigum í tveimur leikjum í þessari undankeppni, þeir töpuðu 1-0 á útivelli á móti Spáni og gerðu síðan 1-1 jafntefli á Laugardalsvellinum í fyrsta leik sínum í riðlinum. Íslenska landsliðið fékk bara þrjú stig í riðlinum en hin tvö stigin komu í sigurleik á móti Möltu á Laugardalsvellinum. Kees Rijvers þjálfaði Hollendinga í þessari undankeppni en þar voru leikmenn eins og Ruud Gullit, Frank Rijkaard, Ronald Koeman og Marco van Basten að stíga sín fyrstu sport með landsliðinu.Ruud Gullit og Ronald Koeman skoruðu báðir í 3-0 sigri á Íslandi í seinni leik þjóðanna í Hollandi en þar spilaði Marco van Basten sinn fyrsta landsleik. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þeim leik sem og leiknum á Laugardalsvellinum. Hollendingar komu sterkir til baka á næsta Evrópumót en þeir urðu Evrópumeistarar í Vestur-Þýskalandi 1988. Hollenska liðið fór síðan í undanúrslit á EM 1992, EM 2000 og EM 2004 en sat hinsvegar eftir í riðlinum á síðasta EM 2012.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Tyrkir og Króatar bættust í EM-hópinn í kvöld | Þjóðirnar átta í umspilinu Tyrkland og Króatía tryggðu sér í kvöld sæti á Evrópumótinu í fótbolta sem fer fram í Frakklandi á næsta ári. 20 af 24 sætum í keppninni eru því skipuð. 13. október 2015 20:55 Fullkomið kvöld fyrir Belga | Á toppnum á þremur stöðum Belgíumenn tryggðu sér í kvöld sigur í B-riðli undankeppni EM eftir öruggan heimasigur á Ísrael en þeir voru eins og Íslendingar búnir að tryggja sér sæti á Evrópumótinu í Frakklandi fyrir lokaleikina í riðlinum. 13. október 2015 22:13 Hollendingar töpuðu fyrir Tékkum á heimavelli og fara ekki á EM Tékkar tryggðu sér sigur í A-riðlinum með því að vinna 3-2 sigur á Hollendingum á Amsterdam ArenA í kvöld. Tékkar enda með 22 stig eða tveimur stigum meira en Íslendingar sem urðu að sætta sig við annað sætið. 13. október 2015 20:30 Blind hótar því að halda áfram með hollenska liðið Danny Blind ætlar ekki að hætta að þjálfa hollenska landsliðið í fótbolta þótt að hollenska liðinu hafi klúðrað undankeppni Evrópumótsins. 14. október 2015 11:00 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Fleiri fréttir Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Sjá meira
Tyrkir og Króatar bættust í EM-hópinn í kvöld | Þjóðirnar átta í umspilinu Tyrkland og Króatía tryggðu sér í kvöld sæti á Evrópumótinu í fótbolta sem fer fram í Frakklandi á næsta ári. 20 af 24 sætum í keppninni eru því skipuð. 13. október 2015 20:55
Fullkomið kvöld fyrir Belga | Á toppnum á þremur stöðum Belgíumenn tryggðu sér í kvöld sigur í B-riðli undankeppni EM eftir öruggan heimasigur á Ísrael en þeir voru eins og Íslendingar búnir að tryggja sér sæti á Evrópumótinu í Frakklandi fyrir lokaleikina í riðlinum. 13. október 2015 22:13
Hollendingar töpuðu fyrir Tékkum á heimavelli og fara ekki á EM Tékkar tryggðu sér sigur í A-riðlinum með því að vinna 3-2 sigur á Hollendingum á Amsterdam ArenA í kvöld. Tékkar enda með 22 stig eða tveimur stigum meira en Íslendingar sem urðu að sætta sig við annað sætið. 13. október 2015 20:30
Blind hótar því að halda áfram með hollenska liðið Danny Blind ætlar ekki að hætta að þjálfa hollenska landsliðið í fótbolta þótt að hollenska liðinu hafi klúðrað undankeppni Evrópumótsins. 14. október 2015 11:00