Fótbolti

Gylfi Þór með Bale, Müller og Lewandowski í úrvalsliðinu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson var frábær í undankeppninni.
Gylfi Þór Sigurðsson var frábær í undankeppninni. vísir/getty
Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður íslenska landsliðsins í fótbolta, er í úrvalsliði undankeppni EM 2016 að mati UEFA, en liðið er opinberað á heimasíðu evrópska knattspyrnusambandsins.

Gylfi Þór átti stórgóða undankeppni með íslenska liðinu sem komst í fyrsta sinn á stórmót, en hann er í þriggja manna miðju með Steven Davis frá Norður-Írlandi og David Alaba frá Austurríki.

Wales er eina þjóðin sem á tvo fulltrúa, en Gareth Bale er í framlínunni og samherji Gylfa hjá Swansea, Ashley Williams, í vörninni.

Matteo Darmian, bakvörður Manchester United, er einnig í varnarlínu úrvalsliðsins ásamt Englendingnum Gary Cahill og Rúmenanum Razvan Rat.

Framlínan er heldur betur stjörnum prýdd, en þar eru Gareth Bale, Pólverjinn Robert Lewandowski og Þjóðverjinn Thomas Müller.

Úrvalslið UEFA.mynd/uefa



Fleiri fréttir

Sjá meira


×