Fótbolti

Bale vildi ekki spila fyrir England

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Bale fagnar hér EM-sætinu.
Bale fagnar hér EM-sætinu. vísir/getty
Gareth Bale er stoltur af því að spila fyrir Wales og sér ekki eftir því að hafa hafnað enska landsliðinu á sínum tíma.

Bale var frábær í undankeppni EM og frammistaða hans átti stóran þátt í því að Wales er komið á lokakeppni stórmóts í fyrsta sinn síðan 1956.

Bale er Walesverji í húð og hár en amma hans er ensk og hann hefði því getað valið að spila fyrir enska landsliðið. Það kom þó ekki til greina.

„Þetta var í raun aldrei möguleiki af minni hálfu. Englendingar höfðu samband þegar ég var ungur en það samtal stóð aðeins yfir í eina sekúndu," sagði Bale.

„Ég bað viðkomandi um að hætta. Sagði honum að ég væri Walesverji, elskaði Wales og vildi ekki spila fyrir aðra þjóð."

Bale skoraði sjö mörk í undankeppninni fyrir Wales.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×