Lífið

Manstu eftir þessum íslensku barnastjörnum?

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Við Íslendingar eigum ófáar barnastjörnurnar sem hafa slegið í gegn og fóru þau Ósk Gunnarsdóttir og Sverrir Bergmann í Morgunþætti FM957 yfir sínar uppáhaldsbarnastjörnur í þættinum í morgun.

Gerðu þau sitthvoran topp 3-listann yfir íslenskar barnastjörnur en í 3. sæti hjá Ósk var Sturla Sighvatsson sem fór með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Benjamín Dúfu sem frumsýnd var árið 1995. Þeir Rúnar og Arnar Halldórssynir vermdu 3. sætið á lista Sverris en þeir skipuðu dúettinn The Boys sem naut mikilla vinsælda bæði hér og í Noregi á 10. áratugnum.



Ósk setti svo leikarann Þorvald Davíð Kristjánsson í 2. sætið en hann kom víða við í leikhúsi, kvikmyndum og tónlist sem barn og unglingur. Hann talaði meðal annars fyrir Simba í Konungi ljónanna, rappaði og söng í laginu Rapp skólarapp og fór með aðalhlutverkið í söngleiknum Bugsy Malone sem sýnt var í Loftkastalanum árið 1998.



Í öðru sæti hjá Sverri var Jón Arnór Pétursson, töframaður, sem tók þátt í Ísland Got Talent veturinn 2014 og lenti í öðru sæti.

Sverrir og Ósk voru svo sammála um hver væri í 1. sæti yfir íslenskar barnastjörnur en það er söngkonan Björk Guðmundsdóttir sem gaf út sína fyrstu plötu 11 ára gömul. Hún er eins og flestir vita heimsfræg tónlistarkona í dag og hefur auk þess leikið í kvikmyndum. Í myndbandinu hér að neðan má sjá hana lesa fæðingarsögu Jesú Krists í Stundinni okkar árið 1976.




Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×