Sjálfboðaliðar hjálpuðu til á Keflavíkurflugvelli Heimir Már Pétursson skrifar 15. október 2015 20:06 Töluverðar tafir urðu á vegabréfaskoðun farþega inn og út af Schengen-svæðinu á Keflavíkurflugvelli í dag vegna verkfalls landamæravarða. Á sama tíma fór fjórmilljónasti farþeginn um flugvöllinn sem er nýtt met. Heimir Már Pétursson er á Keflavíkurflugvelli. Um 1.100 farþegar komu frá Norður-Ameríku í morgun ýmist á leið til Íslands eða til að fljúga áfram til áfangastaða WOW air og Icelandair í Evrópu. Landamæraverðir í vegabréfaeftirliti, sem eru í SFR, mættu ekki til vinnu vegna verkfallsins en lögregluþjónar á vakt sinntu eftirlitinu. Því vantaði þrjá starfsmenn á vakt í morgun og síðdegis þegar flugvélarnar frá Evrópu komu til baka og flogið var vestur til Norður-Ameríku. Flug til Evrópu tafðist um 30 til 60 mínútur í morgun en enginn missti af flugi vegna þessa. Þó gætti dálítils taugatitrings meðal farþega.Náðuð þið að róa farþega? „Já, við vorum hérna með starfsfólk þegar að raðirnar voru sem lengstar í morgun. Það voru bæði þjónustuliðarnir okkar og sjálfboðaliðar af skrifstofunni sem að fullvissuðu farþega um að þeir kæmust leiðar sinn,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia. Hann segir suma hafa verið stressaða en þau hafi róast um leið og þau fengu frekari upplýsingar. Þá hafi biðraðir verið minni seinni partinn. Í dag kom fjórmilljónasti farþeginn um flugvöllinn, sem er nýtt met. „Það var mikil gleðistund þegar Reynir Pedersen, sem var á leið frá Íslandi til Kaupmannahafnar fékk blómvönd og var leystur út með gjöfum frá Fríhöfninni og Nord veitingastað. Icelandair uppfærði hann upp á comfort.“ Haldist spár Isavia gætu farþegar sem fara um Keflavíkurflugvöll á árinu náð 4,8 milljónum. Á næsta ári gætu þeir verið sex milljónir. Fréttir af flugi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Um 60 þúsund manns gætu unnið við Keflavíkurflugvöll eftir 25 ár Gert er ráð fyrir gríðarlegri uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli eða fyrir 70 -90 milljarða á næstu fimm til sex árum. 13. október 2015 21:00 Óendanlegir möguleikar á Keflavíkurflugvelli Isavía gerir ráð fyrir mikilli uppbyggingu á alls konar hliðar- og þjónustustarfsemi við Keflavíkurflugvöll með aukinni umferð um flugvöllinn. 14. október 2015 20:20 Allt að ellefu hundruð farþegar við eftirlitshlið á Leifsstöð Búast má við allt að klukkutíma seinkun. 15. október 2015 10:47 Farþegamet slegið á Keflavíkurflugvelli í dag Í dag fer fjórði milljónasti farþeginn um flugstöð Leifs Eiríkssonar og þar með verður slegið met í farþegafjölda um flugstöðina. 15. október 2015 13:05 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Fleiri fréttir Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Sjá meira
Töluverðar tafir urðu á vegabréfaskoðun farþega inn og út af Schengen-svæðinu á Keflavíkurflugvelli í dag vegna verkfalls landamæravarða. Á sama tíma fór fjórmilljónasti farþeginn um flugvöllinn sem er nýtt met. Heimir Már Pétursson er á Keflavíkurflugvelli. Um 1.100 farþegar komu frá Norður-Ameríku í morgun ýmist á leið til Íslands eða til að fljúga áfram til áfangastaða WOW air og Icelandair í Evrópu. Landamæraverðir í vegabréfaeftirliti, sem eru í SFR, mættu ekki til vinnu vegna verkfallsins en lögregluþjónar á vakt sinntu eftirlitinu. Því vantaði þrjá starfsmenn á vakt í morgun og síðdegis þegar flugvélarnar frá Evrópu komu til baka og flogið var vestur til Norður-Ameríku. Flug til Evrópu tafðist um 30 til 60 mínútur í morgun en enginn missti af flugi vegna þessa. Þó gætti dálítils taugatitrings meðal farþega.Náðuð þið að róa farþega? „Já, við vorum hérna með starfsfólk þegar að raðirnar voru sem lengstar í morgun. Það voru bæði þjónustuliðarnir okkar og sjálfboðaliðar af skrifstofunni sem að fullvissuðu farþega um að þeir kæmust leiðar sinn,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia. Hann segir suma hafa verið stressaða en þau hafi róast um leið og þau fengu frekari upplýsingar. Þá hafi biðraðir verið minni seinni partinn. Í dag kom fjórmilljónasti farþeginn um flugvöllinn, sem er nýtt met. „Það var mikil gleðistund þegar Reynir Pedersen, sem var á leið frá Íslandi til Kaupmannahafnar fékk blómvönd og var leystur út með gjöfum frá Fríhöfninni og Nord veitingastað. Icelandair uppfærði hann upp á comfort.“ Haldist spár Isavia gætu farþegar sem fara um Keflavíkurflugvöll á árinu náð 4,8 milljónum. Á næsta ári gætu þeir verið sex milljónir.
Fréttir af flugi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Um 60 þúsund manns gætu unnið við Keflavíkurflugvöll eftir 25 ár Gert er ráð fyrir gríðarlegri uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli eða fyrir 70 -90 milljarða á næstu fimm til sex árum. 13. október 2015 21:00 Óendanlegir möguleikar á Keflavíkurflugvelli Isavía gerir ráð fyrir mikilli uppbyggingu á alls konar hliðar- og þjónustustarfsemi við Keflavíkurflugvöll með aukinni umferð um flugvöllinn. 14. október 2015 20:20 Allt að ellefu hundruð farþegar við eftirlitshlið á Leifsstöð Búast má við allt að klukkutíma seinkun. 15. október 2015 10:47 Farþegamet slegið á Keflavíkurflugvelli í dag Í dag fer fjórði milljónasti farþeginn um flugstöð Leifs Eiríkssonar og þar með verður slegið met í farþegafjölda um flugstöðina. 15. október 2015 13:05 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Fleiri fréttir Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Sjá meira
Um 60 þúsund manns gætu unnið við Keflavíkurflugvöll eftir 25 ár Gert er ráð fyrir gríðarlegri uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli eða fyrir 70 -90 milljarða á næstu fimm til sex árum. 13. október 2015 21:00
Óendanlegir möguleikar á Keflavíkurflugvelli Isavía gerir ráð fyrir mikilli uppbyggingu á alls konar hliðar- og þjónustustarfsemi við Keflavíkurflugvöll með aukinni umferð um flugvöllinn. 14. október 2015 20:20
Allt að ellefu hundruð farþegar við eftirlitshlið á Leifsstöð Búast má við allt að klukkutíma seinkun. 15. október 2015 10:47
Farþegamet slegið á Keflavíkurflugvelli í dag Í dag fer fjórði milljónasti farþeginn um flugstöð Leifs Eiríkssonar og þar með verður slegið met í farþegafjölda um flugstöðina. 15. október 2015 13:05