Fótbolti

Koeman hefur ekki áhuga á hollenska landsliðinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Koeman, sem er mikill vestismaður, ætlar að vera áfram í enska boltanum.
Koeman, sem er mikill vestismaður, ætlar að vera áfram í enska boltanum. vísir/getty
Ronald Koeman, stjóri Southampton, hefur verið sterklega orðaður við hollenska landsliðið upp á síðkastið.

Það gekk hvorki né rak hjá hollenska liðinu í undankeppni EM. Guus Hiddink hætti en það breytti engu. Danny Blind gerði ekkert betur sem aðalmaður.

Það er því krafa um ferska vinda í hollenska landsliðið í ljósi þess afhroðs sem liðið beið í undankeppninni.

Blind er til í að vera áfram ef Hollendingar vilja halda honum. Sömu sögu er ekki að segja af Koeman. Hann er ánægður á Englandi.

„Ég er stjóri Southampton og ég vil gjarna vera það áfram. Ég á nóg eftir af mínum samningi og stefni á að vera hér líka næsta vetur,“ sagði Koeman en hann hefur augljóslega ekki áhuga á starfinu.

„Kannski verð ég landsliðsþjálfari síðar en það veltur á mörgum hlutum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×