Líkur á að verkföll haldi áfram eftir helgi Óli Kristján Ármannsson skrifar 17. október 2015 07:00 Fjármálaráðherra mætti mótmælendum á tröppum stjórnarráðsbyggingarinnar þegar hann kom þar til ríkisstjórnarfundar í gærmorgun. vísir/anton Þrátt fyrir að viðræður samninganefndar ríkisins og viðræðunefndar SFR, sjúkraliða og lögreglumanna hafi haldið áfram í gær eru forsvarsmenn verkalýðsfélaganna ekki bjartsýnir á lausn deilunnar í bráð. Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, segir ríkissáttasemjara vilja halda fólki að verki í viðræðunum meðan enn sé um eitthvað að tala og gerir ráð fyrir því að fundað verði inn í helgina. Allar líkur séu hins vegar á að verkfallsaðgerðir haldi áfram eftir helgi. Stéttarfélögin stóðu fyrir mótmælum fyrir ríkisstjórnarfund í gærmorgun, en þar áréttaði Árni Stefán líka að ekkert væri í hendi um lausn þótt viðræður væru hafnar við ríkið á ný. „Og væntanlega langar og strangar viðræður fram undan og við vitum í sjálfu sér ekkert hvernig það endar.“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra ræddi fyrir fundinn við fjölmiðla. Hann segir stöðuna sem upp sé komin með verkfallsaðgerðum SFR og SLFÍ vera tekna mjög alvarlega. Ríkið sé af fullri alvöru í samningaviðræðum. Þá séu engar fyrirætlanir uppi um að setja lög á verfallið. „Við erum með samtal í gangi sem við höfum trú á að geti leitt til niðurstöðu sem allir geti unað við,“ segir hann.Árni Stefán Jónsson formaður SFRFélögin þrjú sem saman eiga í viðræðum við ríkið leggja áherslu á að fá sambærilegar kjarabætur og aðrir ríkisstarfsmenn, svo sem kennarar og læknar, auk hjúkrunarfræðinga og félagsfólks BHM. Bjarni segir hægt að sýna því ákveðinn skilning að stéttarfélög komi fram með kröfur sem vísi í fyrri samninga. „En það hefur verið vandamálið í þessari samningalotu, sem hefur staðið kannski frá því í fyrra, að það er engin samstaða milli félaganna sem koma til viðræðna við ríkið um það á hvað eigi að leggja áherslu annað en að allir vilja fá margra tuga prósenta hækkun.“ Vanda ríkisins segir Bjarni liggja í að vilja á sama tíma vinna að stöðugleika og afstýra því að verðbólga taki við sér og vextir hækki. Lögð sé áhersla á að koma í veg fyrir aðra lotu hækkana eins og þeirra sem gengið hafi yfir með endurskoðun á verklaginu við samningagerðina og samkomulagi um endurbætur á lífeyriskerfinu. Tími sé til kominn að botna þá umræðu. „Þetta viljum við ræða um leið og við lokum þessari samningalotu um kjarasamninga til næstu ára.“ Skammar LandlæknisembættiðKristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélagsins, segir stöðuna grafalvarlega í kjaradeilu SLFÍ, SFR og LL við ríkið. Hún flutti ræðu á tröppum Stjórnarráðsins í gær. Hún sagði komið hafa í ljós á þessum fyrstu tveimur dögum verkfallsaðgerða SFR og SLFÍ að allt logaði í vandamálum hjá ríkisstofnunum landsins, sér í lagi á Landspítalanum. Landlæknir tali svo á fyrsta degi verkfalls um að setja þurfi lög á verkfallið. „Í staðinn fyrir það að hann myndi nú beita sér fyrir því að þetta sýndi það og sannaði að það þurfi að fjölga ríkisstarfsmönnum sem starfa á sjúkrahúsum.“ Kristín sagðist líta á það sem kvenfyrirlitning að þegar kvennastéttir séu í verkfalli viðri embættið þessa skoðun en ekki hafi frá því heyrst bofs á meðan læknar voru í verkfalli. Í reglulegum pistli forstjóra Landspítalans á vef spítalans í gær kemur fram að veruleg skerðing sé á allri starfsemi spítalans. „Sýnilegra áhrifa gætir einna helst á skipulögðum aðgerðum og meðferðum, sem enn er frestað nema þeim sem teljast bráðar eða brýnar,“ segir hann þar. Öll regluleg starfsemi, svo sem virknimeðferðir fyrir langveika, sé takmörkuð, þjónusta á dag- og göngudeildum sé skert sem og endurhæfing á Grensás. „Dregið hefur verið úr opnum legurýmum á bráðadeildum og töldu þau um 50 á skurðdeildum og fyrir liggur að flæði sjúklinga á spítalanum verður þungt, haldi fram sem horfir.“ Kjaramál Verkfall 2016 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Þrátt fyrir að viðræður samninganefndar ríkisins og viðræðunefndar SFR, sjúkraliða og lögreglumanna hafi haldið áfram í gær eru forsvarsmenn verkalýðsfélaganna ekki bjartsýnir á lausn deilunnar í bráð. Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, segir ríkissáttasemjara vilja halda fólki að verki í viðræðunum meðan enn sé um eitthvað að tala og gerir ráð fyrir því að fundað verði inn í helgina. Allar líkur séu hins vegar á að verkfallsaðgerðir haldi áfram eftir helgi. Stéttarfélögin stóðu fyrir mótmælum fyrir ríkisstjórnarfund í gærmorgun, en þar áréttaði Árni Stefán líka að ekkert væri í hendi um lausn þótt viðræður væru hafnar við ríkið á ný. „Og væntanlega langar og strangar viðræður fram undan og við vitum í sjálfu sér ekkert hvernig það endar.“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra ræddi fyrir fundinn við fjölmiðla. Hann segir stöðuna sem upp sé komin með verkfallsaðgerðum SFR og SLFÍ vera tekna mjög alvarlega. Ríkið sé af fullri alvöru í samningaviðræðum. Þá séu engar fyrirætlanir uppi um að setja lög á verfallið. „Við erum með samtal í gangi sem við höfum trú á að geti leitt til niðurstöðu sem allir geti unað við,“ segir hann.Árni Stefán Jónsson formaður SFRFélögin þrjú sem saman eiga í viðræðum við ríkið leggja áherslu á að fá sambærilegar kjarabætur og aðrir ríkisstarfsmenn, svo sem kennarar og læknar, auk hjúkrunarfræðinga og félagsfólks BHM. Bjarni segir hægt að sýna því ákveðinn skilning að stéttarfélög komi fram með kröfur sem vísi í fyrri samninga. „En það hefur verið vandamálið í þessari samningalotu, sem hefur staðið kannski frá því í fyrra, að það er engin samstaða milli félaganna sem koma til viðræðna við ríkið um það á hvað eigi að leggja áherslu annað en að allir vilja fá margra tuga prósenta hækkun.“ Vanda ríkisins segir Bjarni liggja í að vilja á sama tíma vinna að stöðugleika og afstýra því að verðbólga taki við sér og vextir hækki. Lögð sé áhersla á að koma í veg fyrir aðra lotu hækkana eins og þeirra sem gengið hafi yfir með endurskoðun á verklaginu við samningagerðina og samkomulagi um endurbætur á lífeyriskerfinu. Tími sé til kominn að botna þá umræðu. „Þetta viljum við ræða um leið og við lokum þessari samningalotu um kjarasamninga til næstu ára.“ Skammar LandlæknisembættiðKristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélagsins, segir stöðuna grafalvarlega í kjaradeilu SLFÍ, SFR og LL við ríkið. Hún flutti ræðu á tröppum Stjórnarráðsins í gær. Hún sagði komið hafa í ljós á þessum fyrstu tveimur dögum verkfallsaðgerða SFR og SLFÍ að allt logaði í vandamálum hjá ríkisstofnunum landsins, sér í lagi á Landspítalanum. Landlæknir tali svo á fyrsta degi verkfalls um að setja þurfi lög á verkfallið. „Í staðinn fyrir það að hann myndi nú beita sér fyrir því að þetta sýndi það og sannaði að það þurfi að fjölga ríkisstarfsmönnum sem starfa á sjúkrahúsum.“ Kristín sagðist líta á það sem kvenfyrirlitning að þegar kvennastéttir séu í verkfalli viðri embættið þessa skoðun en ekki hafi frá því heyrst bofs á meðan læknar voru í verkfalli. Í reglulegum pistli forstjóra Landspítalans á vef spítalans í gær kemur fram að veruleg skerðing sé á allri starfsemi spítalans. „Sýnilegra áhrifa gætir einna helst á skipulögðum aðgerðum og meðferðum, sem enn er frestað nema þeim sem teljast bráðar eða brýnar,“ segir hann þar. Öll regluleg starfsemi, svo sem virknimeðferðir fyrir langveika, sé takmörkuð, þjónusta á dag- og göngudeildum sé skert sem og endurhæfing á Grensás. „Dregið hefur verið úr opnum legurýmum á bráðadeildum og töldu þau um 50 á skurðdeildum og fyrir liggur að flæði sjúklinga á spítalanum verður þungt, haldi fram sem horfir.“
Kjaramál Verkfall 2016 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira