Mikil reiði og sorg vegna niðurstöðu Útlendingastofnunar Jakob Bjarnar skrifar 17. október 2015 13:22 Viðbrögð við þeim tíðindum að Útlendingastofnun hafi synjað albönsku fjölskyldunni um hælisvist á Íslandi eru mikil. Kristín Þórunn Tómasdóttir sóknarprestur í Laugarneskirkju segir: „Ég græt bara. Af hverju þarf fólk að ganga í gegnum þetta. Flóttafólk er flott fólk.“ Hún talar fyrir munn margra en tilefnið er frétt á Vísi af albanskri fjölskyldu sem Útlendingastofnun hefur synjað um hælisvist hér á landi. „Það er þungt yfir fjölskyldunni þegar blaðamaður hittir hana enda nýkomin frá Útlendingastofnun og hefur fimm úrskurði í höndunum. Synjun fyrir hvern fjölskyldumeðlim,“ segir í frétt Erlu Bjargar Gunnarsdóttur. Mikil reiði hefur brotist út í kjölfar þessara tíðinda, reiði og sorg og það má glögglega sjá ef skautað er yfir samfélagsmiðilinn Facebook. Vísir tók saman dæmi sem fráleitt eru tæmandi um þau orð sem látin eru falla vegna þessarar niðurstöðu, sem fólk á afar erfitt með að sætta sig við.Svona lítur fasismi út Rithöfundurinn Eiríkur Örn þarf ekki mörg orð til að tjá hug sinn til þeirrar niðurstöðu: „Svona lítur fasismi út.“ Annar rithöfundur er Friðrik Erlingsson og hann er reiður: „Það er einmitt þessi óskiljanlegu viðbrögð Útlendingastofnunar sem geta gert mann brjálaðan. Þessari fjölskyldu hefur verið hótað lífláti í heimalandi sínu; Útlendingastofnun segir að þau fái ekki hæli hér vegna þess að þau séu ekki í lífshættu! Einmitt! Hvað í andskotanum þykist Útlendingastofnun vita um það?! Börnin eru loksins nýbyrjuð í skóla! Eru að eignast vini, en ... Nei, nei; ha ha ha; bara að plata ykkur! „Hreinsum-landið-af-útlendingum“-stofnun er bara að hrekkja ykkur og leikur sér að lífi fólks eins og köttur að mús. Hvers vegna þarf alltaf að níðast á útlendum barnafjölskyldum?? Er það ekki fólkið við erum alltaf að tala um að hjálpa?“Albanska fjölskyldan nýtur mikillar samúðar meðal fjölda Íslendinga sem skorar á Útlendingastofnun að endurskoða afstöðu síðanvisir/gvaOg enn einn rithöfundur tjáir sig um málið. Bryndis Bjorgvinsdottir segir:„Ef við sköpum þrýsting, dreifum þessari frétt og látum í okkur heyra og bjóðum þeim aðstoð – þá er mun líklegra að þau fari ekki. Mál hælisleitenda og flóttamanna er pólitík.“ Þórunn Hrefna bókmenntafræðingur segir: „Yfir þessu eigum við öll að vera gjörsamlega tjúll og brjál.“ Og annar bókmenntafræðingur, Páll Valsson, er ósáttur einnig: „Hvað á þetta eiginlega að þýða? Af hverju má þetta fólk ekki búa á Íslandi eins og hugur þeirra stendur til?“ Heimskulegt og andstyggilegt Stjórnmálamenn furða sig ekki síður á niðurstöðunni. Logi Einarsson er bæjarfulltrúi á Akureyri, og honum er misboðið: „Hverskonar andskotans rugl er þetta? Við búum í stóru og gjöfulu landi og þyrftum raunar að vera miklu fleiri til þess að byggja hér upp enn betra samfélag.Þetta er bæði heimskulegt og andstyggilegt!“ Magnús Orri Schram fyrrverandi alþingismaður segir einfaldlega: „Þetta skil ég ekki....“ Björgvin Valur Guðmundsson, kennari á Stöðvarfirði er háðskur í bragði: „Íslensk manngæska lætur ekki að sér hæða.“ Og formaður Vinstri grænna, Katrín Jakobsdóttir, þarf heldur ekki mörg orð, reyndar aðeins eitt: „Ömurlegt.“ Gunnar Axel Axelsson bæjarfulltrúi í Hafnarfirði segir þetta ekki hægt: „Við getum ekki verið svona samfélag. Ef það þarf að breyta reglum þá breytum við reglum. Og höldum svo áfram að vera fólk.“ Og Margrét Gauja Magnúsdóttir fyrrverandi bæjarfulltrúi í Firðinum spyr: „Hvenær hættum viđ ađ vera fólk?“Hvað á þetta að þýða? Steinunn Olina Thorsteinsdottir, ritstjóri og leikkona, spyr: „Hvað á þetta að þýða! Hvers vegna má þetta fólk ekki búa hérna? Í hvaða ömurlega leikriti er þetta fólk statt - það er nýbúið að koma börnunum í skóla! Við önsum þessu ekki!“Bölbænum er nú stefnt í tuga, ef ekki hundraða, tali að Útlendingastofnun. Fólk skilur ekki úrskurðinn um hælisumsókn albönsku fjölskyldunnar.Asa Richardsdóttir bæjarfulltrúi í Kópavogi spyr einnig, eins og svo margir: „Hvers vegna mega þau ekki búa hér?“ Og Þorvaldur Sverrisson framkvæmdastjóri reynir að fá botn í þetta sem honum er reyndar óskiljanlegt einnig: „Skv. Credit Suisse erum við næstríkasta land Evrópu. Af hverju erum við að reka þetta fólk burt?“Mannvonska Thorsteinn J. Vilhjalmsson fjölmiðlamaður veltir þessu því sem hann telur ósvinnu fyrir sér: „Dæmigert: Stórfyrirtæki eru boðin velkomin til Íslands til að opna verksmiðjur, og flytja gróðann úr landi, en venjulegt fólk er sent burt af því að það er ekkert á því að græða og er þar að auki ekki í nógu mikilli lífshættu: „Í synjun frá Útlendingastofnun kemur fram að fjölskyldan sé ekki álitin flóttafólk því hún sé ekki talin í lífshættu í heimalandi sínu og eigi ekki ofsóknir á hættu. Á þeim forsendum er þeim synjað um hæli.“ Nei er það ekki, fjölskyldufaðirinn varð fyrir skotárás, húsið tekið og fjölskyldunni hótað lífláti, kannski ætti Útlendingastofnun að lesa þessa frétt Vísis fyrir helgina og fara aftur yfir málið.“ Sirrý Arnardóttir fjölmiðlamaður: „Mikið vildi ég að albanska fjölskyldan sem rætt er við í Fréttablaðinu í dag fengi bara að lifa hér og starfa í friði. Þau kunna vel við sig á Íslandi, vilja vinna og læra og búa hér áfram í sátt og samlyndi við landsmenn. Í heimalandinu fá þau ekki að vera í friði. Við þurfum fleira ungt fólk.“Skammast sín fyrir slík fantabrögðAtli Bollason tónlistarmaður er einnig felmtri sleginn: „Af hverju er þetta svona? Fólk flýr land umvörpum og þegar einhver vill flytja hingað þá má það ekki. Hver græðir á þessu?“ Arndís Björk Ásgeirsdóttir útvarpsmaður spyr einnig: „Nú er þetta fólk búið að eyða aleigunni til að komast í burtu og reyna að búa sér betra líf. Hverslags mannvonska er í gangi á þessu landi. Þessu þarf að mótmæla og það strax - áður en fjölskyldan verður send úr landi.“ Og tónlistarmaðurinn Samúel Jón Samúelsson er reiður og sorgbitinn í senn. „Svona fantabrögð fá ekki mína undirskrift. Þetta fólk og fólk í sömu stöðu er velkomið að búa hér og taka þátt í samfélaginu. Hvar getur maður mótmælt þessu? Þetta er ólíðandi. Ég skammast mín.“Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og verður þá meðal annars rætt við albönsku fjölskylduna. Flóttamenn Tengdar fréttir Albanska fjölskyldan fær húsgögnin í dag Albanska fjölskyldan í Laugarneshverfi fær í dag að njóta góðs af velvild nágranna þeirra. 6. október 2015 12:56 Stefnir í metár hjá Útlendingastofnun Alls hafa 154 einstaklingar sótt um hæli á Íslandi það sem er ári. 7. september 2015 12:23 Fjölskyldan fékk synjun um hæli Albönsk fjölskylda þarf að fara úr landi sem fyrst. Börnin eru nýbyrjuð í skóla í Laugarneshverfinu og eru alsæl. Foreldrarnir segjast ekki þurfa fjárhagsaðstoð, bara leyfi til að vinna og búa á Íslandi. 17. október 2015 07:00 Skólastjóri Laugalækjarskóla býður systurnar Lauru og Janie velkomnar Útlendingastofnun hefur haft samband við Laugalækjarskóla og Laugarnesskóla og beðið um skólavist fyrir systkinin, Lauru, Janie og Petrit. Björn M. Björgvinsson skólastjóri Laugalækjarskóla staðfestir þetta. "Þær eru búnar að fá skólavist, það á aðeins eftir að ganga frá nokkrum formsatriðum, við þurfum örfáa daga til þess að undirbúa þær fyrir skólann,“ segir hann og segir skólann munu taka vel á móti þeim. 30. september 2015 10:15 Börn hælisleitenda fá ekki skólavist Þau Laura fimmtán ára, Janie þrettán ára og Petrit níu ára komu til Íslands í byrjun júní. Þau spyrja foreldra sína daglega hvenær þau fái að fara í skóla. Útlendingastofnun sótti ekki um skólavist fyrir systkinin þrátt fyrir ítrekaðar áminningar foreldra barnanna, lögfræðinga og umboðsmanns barna. 30. september 2015 07:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Sjá meira
Kristín Þórunn Tómasdóttir sóknarprestur í Laugarneskirkju segir: „Ég græt bara. Af hverju þarf fólk að ganga í gegnum þetta. Flóttafólk er flott fólk.“ Hún talar fyrir munn margra en tilefnið er frétt á Vísi af albanskri fjölskyldu sem Útlendingastofnun hefur synjað um hælisvist hér á landi. „Það er þungt yfir fjölskyldunni þegar blaðamaður hittir hana enda nýkomin frá Útlendingastofnun og hefur fimm úrskurði í höndunum. Synjun fyrir hvern fjölskyldumeðlim,“ segir í frétt Erlu Bjargar Gunnarsdóttur. Mikil reiði hefur brotist út í kjölfar þessara tíðinda, reiði og sorg og það má glögglega sjá ef skautað er yfir samfélagsmiðilinn Facebook. Vísir tók saman dæmi sem fráleitt eru tæmandi um þau orð sem látin eru falla vegna þessarar niðurstöðu, sem fólk á afar erfitt með að sætta sig við.Svona lítur fasismi út Rithöfundurinn Eiríkur Örn þarf ekki mörg orð til að tjá hug sinn til þeirrar niðurstöðu: „Svona lítur fasismi út.“ Annar rithöfundur er Friðrik Erlingsson og hann er reiður: „Það er einmitt þessi óskiljanlegu viðbrögð Útlendingastofnunar sem geta gert mann brjálaðan. Þessari fjölskyldu hefur verið hótað lífláti í heimalandi sínu; Útlendingastofnun segir að þau fái ekki hæli hér vegna þess að þau séu ekki í lífshættu! Einmitt! Hvað í andskotanum þykist Útlendingastofnun vita um það?! Börnin eru loksins nýbyrjuð í skóla! Eru að eignast vini, en ... Nei, nei; ha ha ha; bara að plata ykkur! „Hreinsum-landið-af-útlendingum“-stofnun er bara að hrekkja ykkur og leikur sér að lífi fólks eins og köttur að mús. Hvers vegna þarf alltaf að níðast á útlendum barnafjölskyldum?? Er það ekki fólkið við erum alltaf að tala um að hjálpa?“Albanska fjölskyldan nýtur mikillar samúðar meðal fjölda Íslendinga sem skorar á Útlendingastofnun að endurskoða afstöðu síðanvisir/gvaOg enn einn rithöfundur tjáir sig um málið. Bryndis Bjorgvinsdottir segir:„Ef við sköpum þrýsting, dreifum þessari frétt og látum í okkur heyra og bjóðum þeim aðstoð – þá er mun líklegra að þau fari ekki. Mál hælisleitenda og flóttamanna er pólitík.“ Þórunn Hrefna bókmenntafræðingur segir: „Yfir þessu eigum við öll að vera gjörsamlega tjúll og brjál.“ Og annar bókmenntafræðingur, Páll Valsson, er ósáttur einnig: „Hvað á þetta eiginlega að þýða? Af hverju má þetta fólk ekki búa á Íslandi eins og hugur þeirra stendur til?“ Heimskulegt og andstyggilegt Stjórnmálamenn furða sig ekki síður á niðurstöðunni. Logi Einarsson er bæjarfulltrúi á Akureyri, og honum er misboðið: „Hverskonar andskotans rugl er þetta? Við búum í stóru og gjöfulu landi og þyrftum raunar að vera miklu fleiri til þess að byggja hér upp enn betra samfélag.Þetta er bæði heimskulegt og andstyggilegt!“ Magnús Orri Schram fyrrverandi alþingismaður segir einfaldlega: „Þetta skil ég ekki....“ Björgvin Valur Guðmundsson, kennari á Stöðvarfirði er háðskur í bragði: „Íslensk manngæska lætur ekki að sér hæða.“ Og formaður Vinstri grænna, Katrín Jakobsdóttir, þarf heldur ekki mörg orð, reyndar aðeins eitt: „Ömurlegt.“ Gunnar Axel Axelsson bæjarfulltrúi í Hafnarfirði segir þetta ekki hægt: „Við getum ekki verið svona samfélag. Ef það þarf að breyta reglum þá breytum við reglum. Og höldum svo áfram að vera fólk.“ Og Margrét Gauja Magnúsdóttir fyrrverandi bæjarfulltrúi í Firðinum spyr: „Hvenær hættum viđ ađ vera fólk?“Hvað á þetta að þýða? Steinunn Olina Thorsteinsdottir, ritstjóri og leikkona, spyr: „Hvað á þetta að þýða! Hvers vegna má þetta fólk ekki búa hérna? Í hvaða ömurlega leikriti er þetta fólk statt - það er nýbúið að koma börnunum í skóla! Við önsum þessu ekki!“Bölbænum er nú stefnt í tuga, ef ekki hundraða, tali að Útlendingastofnun. Fólk skilur ekki úrskurðinn um hælisumsókn albönsku fjölskyldunnar.Asa Richardsdóttir bæjarfulltrúi í Kópavogi spyr einnig, eins og svo margir: „Hvers vegna mega þau ekki búa hér?“ Og Þorvaldur Sverrisson framkvæmdastjóri reynir að fá botn í þetta sem honum er reyndar óskiljanlegt einnig: „Skv. Credit Suisse erum við næstríkasta land Evrópu. Af hverju erum við að reka þetta fólk burt?“Mannvonska Thorsteinn J. Vilhjalmsson fjölmiðlamaður veltir þessu því sem hann telur ósvinnu fyrir sér: „Dæmigert: Stórfyrirtæki eru boðin velkomin til Íslands til að opna verksmiðjur, og flytja gróðann úr landi, en venjulegt fólk er sent burt af því að það er ekkert á því að græða og er þar að auki ekki í nógu mikilli lífshættu: „Í synjun frá Útlendingastofnun kemur fram að fjölskyldan sé ekki álitin flóttafólk því hún sé ekki talin í lífshættu í heimalandi sínu og eigi ekki ofsóknir á hættu. Á þeim forsendum er þeim synjað um hæli.“ Nei er það ekki, fjölskyldufaðirinn varð fyrir skotárás, húsið tekið og fjölskyldunni hótað lífláti, kannski ætti Útlendingastofnun að lesa þessa frétt Vísis fyrir helgina og fara aftur yfir málið.“ Sirrý Arnardóttir fjölmiðlamaður: „Mikið vildi ég að albanska fjölskyldan sem rætt er við í Fréttablaðinu í dag fengi bara að lifa hér og starfa í friði. Þau kunna vel við sig á Íslandi, vilja vinna og læra og búa hér áfram í sátt og samlyndi við landsmenn. Í heimalandinu fá þau ekki að vera í friði. Við þurfum fleira ungt fólk.“Skammast sín fyrir slík fantabrögðAtli Bollason tónlistarmaður er einnig felmtri sleginn: „Af hverju er þetta svona? Fólk flýr land umvörpum og þegar einhver vill flytja hingað þá má það ekki. Hver græðir á þessu?“ Arndís Björk Ásgeirsdóttir útvarpsmaður spyr einnig: „Nú er þetta fólk búið að eyða aleigunni til að komast í burtu og reyna að búa sér betra líf. Hverslags mannvonska er í gangi á þessu landi. Þessu þarf að mótmæla og það strax - áður en fjölskyldan verður send úr landi.“ Og tónlistarmaðurinn Samúel Jón Samúelsson er reiður og sorgbitinn í senn. „Svona fantabrögð fá ekki mína undirskrift. Þetta fólk og fólk í sömu stöðu er velkomið að búa hér og taka þátt í samfélaginu. Hvar getur maður mótmælt þessu? Þetta er ólíðandi. Ég skammast mín.“Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og verður þá meðal annars rætt við albönsku fjölskylduna.
Flóttamenn Tengdar fréttir Albanska fjölskyldan fær húsgögnin í dag Albanska fjölskyldan í Laugarneshverfi fær í dag að njóta góðs af velvild nágranna þeirra. 6. október 2015 12:56 Stefnir í metár hjá Útlendingastofnun Alls hafa 154 einstaklingar sótt um hæli á Íslandi það sem er ári. 7. september 2015 12:23 Fjölskyldan fékk synjun um hæli Albönsk fjölskylda þarf að fara úr landi sem fyrst. Börnin eru nýbyrjuð í skóla í Laugarneshverfinu og eru alsæl. Foreldrarnir segjast ekki þurfa fjárhagsaðstoð, bara leyfi til að vinna og búa á Íslandi. 17. október 2015 07:00 Skólastjóri Laugalækjarskóla býður systurnar Lauru og Janie velkomnar Útlendingastofnun hefur haft samband við Laugalækjarskóla og Laugarnesskóla og beðið um skólavist fyrir systkinin, Lauru, Janie og Petrit. Björn M. Björgvinsson skólastjóri Laugalækjarskóla staðfestir þetta. "Þær eru búnar að fá skólavist, það á aðeins eftir að ganga frá nokkrum formsatriðum, við þurfum örfáa daga til þess að undirbúa þær fyrir skólann,“ segir hann og segir skólann munu taka vel á móti þeim. 30. september 2015 10:15 Börn hælisleitenda fá ekki skólavist Þau Laura fimmtán ára, Janie þrettán ára og Petrit níu ára komu til Íslands í byrjun júní. Þau spyrja foreldra sína daglega hvenær þau fái að fara í skóla. Útlendingastofnun sótti ekki um skólavist fyrir systkinin þrátt fyrir ítrekaðar áminningar foreldra barnanna, lögfræðinga og umboðsmanns barna. 30. september 2015 07:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Sjá meira
Albanska fjölskyldan fær húsgögnin í dag Albanska fjölskyldan í Laugarneshverfi fær í dag að njóta góðs af velvild nágranna þeirra. 6. október 2015 12:56
Stefnir í metár hjá Útlendingastofnun Alls hafa 154 einstaklingar sótt um hæli á Íslandi það sem er ári. 7. september 2015 12:23
Fjölskyldan fékk synjun um hæli Albönsk fjölskylda þarf að fara úr landi sem fyrst. Börnin eru nýbyrjuð í skóla í Laugarneshverfinu og eru alsæl. Foreldrarnir segjast ekki þurfa fjárhagsaðstoð, bara leyfi til að vinna og búa á Íslandi. 17. október 2015 07:00
Skólastjóri Laugalækjarskóla býður systurnar Lauru og Janie velkomnar Útlendingastofnun hefur haft samband við Laugalækjarskóla og Laugarnesskóla og beðið um skólavist fyrir systkinin, Lauru, Janie og Petrit. Björn M. Björgvinsson skólastjóri Laugalækjarskóla staðfestir þetta. "Þær eru búnar að fá skólavist, það á aðeins eftir að ganga frá nokkrum formsatriðum, við þurfum örfáa daga til þess að undirbúa þær fyrir skólann,“ segir hann og segir skólann munu taka vel á móti þeim. 30. september 2015 10:15
Börn hælisleitenda fá ekki skólavist Þau Laura fimmtán ára, Janie þrettán ára og Petrit níu ára komu til Íslands í byrjun júní. Þau spyrja foreldra sína daglega hvenær þau fái að fara í skóla. Útlendingastofnun sótti ekki um skólavist fyrir systkinin þrátt fyrir ítrekaðar áminningar foreldra barnanna, lögfræðinga og umboðsmanns barna. 30. september 2015 07:00