Fótbolti

Danmörk og Svíþjóð mætast í umspilinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dönum hefur gengið vel gegn Svíum í undanförnum leikjum.
Dönum hefur gengið vel gegn Svíum í undanförnum leikjum. vísir/getty
Í morgun var dregið í umspil um sæti í lokakeppni EM 2016 í Frakklandi.

Það verður sannkallaður Norðurlandaslagur þegar Svíþjóð og Danmörk mætast.

Danir hafa haft gott tak á Svíum á undanförnum árum en þeir hafa unnið fjóra síðustu leiki liðanna og aðeins tapað einum af síðustu sjö.

Norðmenn mæta Ungverjum en bæði lið eru langeyg eftir sæti í lokakeppni stórmóts. Norðmenn voru síðast með á EM 2000 en Ungverjar hafa ekki verið með á stórmóti í 29 ár, eða frá því á HM 1986.

Írar mæta Bosníu og þá eigast Úkraína og Slóvenía við.

Leikið er heima og að heiman. Fyrri leikirnir fara fram 12.-14. nóvember og þeir seinni 15.-17. nóvember.

Umspil um sæti á EM 2016:

Svíþjóð - Danmörk

Noregur - Ungverjaland

Bosnía - Írland

Úkraína - Slóvenía




Fleiri fréttir

Sjá meira


×