Fótbolti

AC Milan komst ekki í Meistaradeildina en Beckham spáir liðinu samt sigri

Tómas Þór Þórðarson skrifar
David Beckham segir oftast réttu hlutina en stundum eru þeir ekki alveg réttir.
David Beckham segir oftast réttu hlutina en stundum eru þeir ekki alveg réttir. vísir/epa
David Beckham, fyrrverandi landsliðsfyrirliði Englands í fótbolta, spáir Manchester United, Paris Saint-Germain eða AC Milan sigri í Meistaradeild Evrópu í fótbolta á þessari leiktíð.

Beckham spilaði með öllum þremur liðunum, lengst af með uppeldisfélagi sínu Manchester United. Hann vann Meistaradeildina með United 1999 áður en hann hélt til Real Madrid árið 2003.

Þegar Beckham var kominn til LA Galaxy í Bandaríkjunum fór hann tvisvar á lán til AC Milan og einu sinni til PSG og vann deildina á báðum stöðum.

Það sem er furðulegast við þessa spá Beckhams er að AC Milan komst ekkert í Meistaradeildina fyrir þetta tímabil, en liðið átti skelfilegu gengi að fagna í Seríu A á síðasta ári og komst liðið ekki einu sinni í Evrópudeildina.

„Hvaða lið finnst mér líklegust? Það er kannski önnur saga en hvaða lið mér langar að vinni. En kannski ekki, í raun og veru,“ segir Beckham í viðtali við Sport360.

„Ég verð að segja Manchester United, PSG eða AC Milan. Ég vil sjá eitt af þessum þremur liðum vinna Meistaradeildina,“ segir David Beckham.

Manchester United er með þrjú stig eftir tvo leiki og PSG sex stig eftir tvo leiki. Bæði lið gætu alveg farið alla leið þó strákarnir í AC Milan verði að fylgjast með í sjónvarpinu rétt eins og David Beckham.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×