Ýtarleg umfjöllun Stöðvar 2: Stefnir í stærsta Skaftárhlaup frá upphafi mælinga Kristján Már Unnarsson skrifar 1. október 2015 21:15 Það er hreinlega eins og að horfa ofan í ólgandi leirpott að fylgjast með Skaftárhlaupinu sem hefur stóraukist með deginum. Þetta er alvöru Skaftárhlaup og stefnir í að það verði það stærsta frá því að mælingar hófust. Fréttamaður Stöðvar 2 var staddur við Eldvatn á Ásum þar sem búist er við að 80 prósent af hlaupvatninu muni fara niður. Það var ekki fyrr en tvö í nótt að mælingar snarjukust við Sveinstind þar sem rennslið fór úr 100 rúmmetrum á sekúndu upp í rúma 1500 rúmmetra á sekúndu um klukkan tvö í nótt. Rennslið hefur því fimmtánfaldast við Sveinstind og á það eftir að margfaldast niður við byggð. Ætlunin var að fara upp að bænum Skaftárdal en þar hafði áin flætt yfir veginn og ófært var að þessum sveitabæ. Það var eins og að horfa yfir haffsjó að líta yfir ánna þar sem hún rann yfir veginn. Veðurstofan er með mikinn viðbúnað vegna hlaupsins, þeir eru með vísindamenn uppi á jökli, við Sveinstind þar sem þeir mæla rennsli og taka sýni úr botninum og það eru Vísindamenn í byggð enda veitir ekki af, það stefnir í stærsta Skaftárhlaup síðan mælingar hófust. Hringvegurinn ekki í hættu þó það gæti flætt yfir hann.Lýst var yfir hættuástandi seinni partinn í dag en að sögn Sveins Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi var það fyrst og fremst gert vegna þess hve vatnsmagnið hefur aukist gríðarlega á nokkrum klukkutímum. Sveinn segir þó að Hringvegurinn sé ekki í mikilli hættu en að loka hafi þurft hluta af Fjallabaksleið nyrðri. „Þó svo að það fari að renna yfir hringveginn mun það ekki loka honum. Við munum setja hjáleið hérna við Meðallandið þannig að þetta ætti ekki að hafa áhrif á umferð á hringveginum.“ Bændur í sveitinni eru ýmsu vanir og þekkja Skaftánna vel. Auður Guðbjörnsdóttir bóndi á Búlandi segir að helst muni hlaupið bitna á skepnunum. „Skeppnurnar eru alltaf aðeins í hættu, sérstaklega þær sem eru á túnum við Skaftá. Svo náttúrulega þegar hlaupið er búið situr leirinn eftir og rollurnar eru stundum að læðast á leirinn og þá geta þær fest þar. Ef það gerist liggja þær bara fyrir dauðanum náist þær ekki. “ Haraldur Á. LárussonHaraldur Á. LárussonHaraldur Á. LárussonHaraldur Á. LárussonHaraldur Á. LárussonHaraldur Á. LárussonHaraldur Á. LárussonHaraldur Á. LárussonHaraldur Á. LárussonHaraldur Á. LárussonHaraldur Á. Lárusson Hlaup í Skaftá Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Það er hreinlega eins og að horfa ofan í ólgandi leirpott að fylgjast með Skaftárhlaupinu sem hefur stóraukist með deginum. Þetta er alvöru Skaftárhlaup og stefnir í að það verði það stærsta frá því að mælingar hófust. Fréttamaður Stöðvar 2 var staddur við Eldvatn á Ásum þar sem búist er við að 80 prósent af hlaupvatninu muni fara niður. Það var ekki fyrr en tvö í nótt að mælingar snarjukust við Sveinstind þar sem rennslið fór úr 100 rúmmetrum á sekúndu upp í rúma 1500 rúmmetra á sekúndu um klukkan tvö í nótt. Rennslið hefur því fimmtánfaldast við Sveinstind og á það eftir að margfaldast niður við byggð. Ætlunin var að fara upp að bænum Skaftárdal en þar hafði áin flætt yfir veginn og ófært var að þessum sveitabæ. Það var eins og að horfa yfir haffsjó að líta yfir ánna þar sem hún rann yfir veginn. Veðurstofan er með mikinn viðbúnað vegna hlaupsins, þeir eru með vísindamenn uppi á jökli, við Sveinstind þar sem þeir mæla rennsli og taka sýni úr botninum og það eru Vísindamenn í byggð enda veitir ekki af, það stefnir í stærsta Skaftárhlaup síðan mælingar hófust. Hringvegurinn ekki í hættu þó það gæti flætt yfir hann.Lýst var yfir hættuástandi seinni partinn í dag en að sögn Sveins Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi var það fyrst og fremst gert vegna þess hve vatnsmagnið hefur aukist gríðarlega á nokkrum klukkutímum. Sveinn segir þó að Hringvegurinn sé ekki í mikilli hættu en að loka hafi þurft hluta af Fjallabaksleið nyrðri. „Þó svo að það fari að renna yfir hringveginn mun það ekki loka honum. Við munum setja hjáleið hérna við Meðallandið þannig að þetta ætti ekki að hafa áhrif á umferð á hringveginum.“ Bændur í sveitinni eru ýmsu vanir og þekkja Skaftánna vel. Auður Guðbjörnsdóttir bóndi á Búlandi segir að helst muni hlaupið bitna á skepnunum. „Skeppnurnar eru alltaf aðeins í hættu, sérstaklega þær sem eru á túnum við Skaftá. Svo náttúrulega þegar hlaupið er búið situr leirinn eftir og rollurnar eru stundum að læðast á leirinn og þá geta þær fest þar. Ef það gerist liggja þær bara fyrir dauðanum náist þær ekki. “ Haraldur Á. LárussonHaraldur Á. LárussonHaraldur Á. LárussonHaraldur Á. LárussonHaraldur Á. LárussonHaraldur Á. LárussonHaraldur Á. LárussonHaraldur Á. LárussonHaraldur Á. LárussonHaraldur Á. LárussonHaraldur Á. Lárusson
Hlaup í Skaftá Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira