Innlent

Sjáðu myndir af sögulegu Skaftárhlaupi

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Mikið mæðir á stöplunum.
Mikið mæðir á stöplunum. vísir/vilhelm
Töluvert tjón hefur hlotist af Skaftárhlaupi, sem stefnir í að verða það stærsta í sögunni. Mikið mæðir á stöplum brúnnar yfir Eldvatn, sem búið er að loka vegna hlaupsins. Óttast er að áin nái að grafa frá stöplunum.

Sjónarspilið er þó magnað að sögn viðstaddra, en Kristján Már Unnarsson fréttamaður er staddur á svæðinu og fylgist með gangi mála. Með honum í för er Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari sem tók myndir af þessum ótrúlega atburði. Þær má sjá í myndaalbúiminu hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Verður stærsta Skaftárhlaup sem sögur fara af

Aldei hefur mælst eins hröð rennslisaukning í Skaftárhlaupi og í gær. Allt stefnir í stærsta flóð frá því sambærilegar mælingar hófust. Hættustigi lýst yfir. Mælir FutureVolc-verkefnisins safnar ómetanlegum upplýsingum enn og aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×