Innlent

Þyrlan sótti ferðamenn sem höfðu fest bíl sinn

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Fólkið er það steig úr þyrlunni í dag.
Fólkið er það steig úr þyrlunni í dag. vísir/vilhelm
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SYN, sótti nú rétt fyrir klukkan tvö þrjá ferðamenn sem höfðu fest bíls sinn á veginum milli Hólaskjóls og Álftavatnskróks um þrjátíu kílómetra norðvestur af Kirkjubæjarklaustri.

Í morgun flaug þyrlan með fulltrúa lögreglu, almannavarna og jarðvísindamönnum að Skaftá svo þeir gætu lagt mat á stöðu mála vegna Skaftárhlaupsins. Hlaupið er það stærsta í manna minnum en gert er ráð fyrir að það nái hámarki í dag.

Á leiðinni til baka fékk gæslan beiðni um að sækja fólkið. Það hafði fest bíl sinn en var að sögn Svanhildar Sverrisdóttur, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, ekki í hættu. Var því kippt með af þyrlunni og komið til byggða.

Fólkið var statt skammt frá Hólaskjóli er það festi bíl sinn.myndir/loftmyndir.is

Tengdar fréttir

Verður stærsta Skaftárhlaup sem sögur fara af

Aldei hefur mælst eins hröð rennslisaukning í Skaftárhlaupi og í gær. Allt stefnir í stærsta flóð frá því sambærilegar mælingar hófust. Hættustigi lýst yfir. Mælir FutureVolc-verkefnisins safnar ómetanlegum upplýsingum enn og aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×