Gunnleifur: Líklega mitt besta tímabil Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. október 2015 16:29 Vísir Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks, fékk aðeins þrettán mörk á sig í allt sumar og bætti þar með met í efstu deild. Blikar héldu hreinu í alls tólf leikjum í sumar en þeir kláruðu tímabilið með 2-0 sigri á Fjölni í dag. „Ég er virkilega stoltur af þessu. Það er auðvitað ekkert gaman að þurfa að sætta sig við silfrið en árangurinn hjá okkur er samt frábær. Við töpum tveimur keppnisleikjum í sumar fyrir utan bikarinn þar sem við töpuðum í framlengingu. Varnarleikur alls liðsins hefur verið til fyrirmyndar,“ sagði Gunnleifur sem er strax byrjaður að hugsa um næsta tímabil. „Við ætlum okkur meira. Það er ekki nokkur spurning. Við þurfum því að spýta aðeins í fyrir næsta sumar,“ sagði hann. Gunnleifur segir að hann hafi snemma gert sér grein fyrir því að hann væri með sterka vörn fyrir framan sig. „Þegar þjálfararnir tóku við var varnarleikurinn tekinn föstum höndum og mikill metnaður settur í starfið. Það smitaði út frá sér. Menn lögðu mikla vinnu á sig og æfingarnar voru eftir því. Þegar allir fylgja með þá skilar það oftast góðum úrslitum.“ Gunnleifur fékk aðeins þrettán mörk á sig í allt sumar og segist hann afar stoltur af því. Það er met í tólf liða efstu deild. „Ég er mjög stoltur þó ég segi sjálfur frá. Ég er ánægður með mitt tímabil. Ég gæti trúað því að það væri mitt besta, að minnsta kosti tölfræðilega. Ég er stoltur af mér og ánægður með strákana alla.“ Hann segist ekkert hafa verið að hugsa um að bæta upp fyrir sumarið í fyrra, sem gekk ekki jafn vel og í ár. „Ég vildi bara bæta mig og gera betur. Það var það eina sem ég hugsaði um og mér tókst það.“ Gunnleifur, sem varð fertugur í sumar, grínast enn með að hann stefni út í atvinnumennsku en líklegt er að hann missi lykilmenn úr sinni varnarlínu í sterkari deildir. „Ég hef ekki áhyggjur af því ef varnarlínan breytist. Eðlilega eru lið að kíkja á strákana okkar og sjálfsagt breytist hún - kannski til hins betra, hver veit?“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Glenn: Hann togaði í eyrað á mér Jonathan Glenn fékk silfurskóinn í dag en fékk þó að líta rauða spjaldið er Breiðablik vann Fjölni, 2-0. 3. október 2015 16:17 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - Breiðablik 0-2 | Enn héldu Blikar hreinu Fjölnir jafnaði sinn besta árangur í efstu deild og Breiðablik bætti stigametið sitt. 3. október 2015 16:45 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks, fékk aðeins þrettán mörk á sig í allt sumar og bætti þar með met í efstu deild. Blikar héldu hreinu í alls tólf leikjum í sumar en þeir kláruðu tímabilið með 2-0 sigri á Fjölni í dag. „Ég er virkilega stoltur af þessu. Það er auðvitað ekkert gaman að þurfa að sætta sig við silfrið en árangurinn hjá okkur er samt frábær. Við töpum tveimur keppnisleikjum í sumar fyrir utan bikarinn þar sem við töpuðum í framlengingu. Varnarleikur alls liðsins hefur verið til fyrirmyndar,“ sagði Gunnleifur sem er strax byrjaður að hugsa um næsta tímabil. „Við ætlum okkur meira. Það er ekki nokkur spurning. Við þurfum því að spýta aðeins í fyrir næsta sumar,“ sagði hann. Gunnleifur segir að hann hafi snemma gert sér grein fyrir því að hann væri með sterka vörn fyrir framan sig. „Þegar þjálfararnir tóku við var varnarleikurinn tekinn föstum höndum og mikill metnaður settur í starfið. Það smitaði út frá sér. Menn lögðu mikla vinnu á sig og æfingarnar voru eftir því. Þegar allir fylgja með þá skilar það oftast góðum úrslitum.“ Gunnleifur fékk aðeins þrettán mörk á sig í allt sumar og segist hann afar stoltur af því. Það er met í tólf liða efstu deild. „Ég er mjög stoltur þó ég segi sjálfur frá. Ég er ánægður með mitt tímabil. Ég gæti trúað því að það væri mitt besta, að minnsta kosti tölfræðilega. Ég er stoltur af mér og ánægður með strákana alla.“ Hann segist ekkert hafa verið að hugsa um að bæta upp fyrir sumarið í fyrra, sem gekk ekki jafn vel og í ár. „Ég vildi bara bæta mig og gera betur. Það var það eina sem ég hugsaði um og mér tókst það.“ Gunnleifur, sem varð fertugur í sumar, grínast enn með að hann stefni út í atvinnumennsku en líklegt er að hann missi lykilmenn úr sinni varnarlínu í sterkari deildir. „Ég hef ekki áhyggjur af því ef varnarlínan breytist. Eðlilega eru lið að kíkja á strákana okkar og sjálfsagt breytist hún - kannski til hins betra, hver veit?“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Glenn: Hann togaði í eyrað á mér Jonathan Glenn fékk silfurskóinn í dag en fékk þó að líta rauða spjaldið er Breiðablik vann Fjölni, 2-0. 3. október 2015 16:17 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - Breiðablik 0-2 | Enn héldu Blikar hreinu Fjölnir jafnaði sinn besta árangur í efstu deild og Breiðablik bætti stigametið sitt. 3. október 2015 16:45 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Glenn: Hann togaði í eyrað á mér Jonathan Glenn fékk silfurskóinn í dag en fékk þó að líta rauða spjaldið er Breiðablik vann Fjölni, 2-0. 3. október 2015 16:17
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - Breiðablik 0-2 | Enn héldu Blikar hreinu Fjölnir jafnaði sinn besta árangur í efstu deild og Breiðablik bætti stigametið sitt. 3. október 2015 16:45