UFC 192: Hvað gerir Gustafsson gegn nýja meistaranum? Pétur Marinó Jónsson skrifar 3. október 2015 22:00 Cormier og Gustafsson í vigtuninni í gær. Vísir/Getty UFC 192 fer fram í kvöld í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Í aðalbardaga kvöldsins mætir léttþungavigtarmeistarinn Daniel Cormier Svíanum Alexander Gustafsson í spennandi viðureign. Daniel Cormier er nýkrýndur léttþungavigtarmeistari UFC eftir að hann sigraði Anthony Johnson í maí. Þeir Johnson og Cormier mættust um beltið eftir að léttþungavigtarmeistarinn Jon Jones var sviptur titlinum. Í fyrstu titilvörn Cormier mætir hann Alexander Gustafsson. Sú ákvörðun að gefa Alexander Gustafsson titilbardaga var harðlega gagnrýnd þar sem Gustafsson tapaði sínum síðasta bardaga gegn fyrrnefndum Johnson. Þrátt fyrir gagnrýnina gæti Gustafsson verið með réttu vopnin í vopnabúrinu til að taka nýja beltið hans Cormier. Gustafsson er með gott box en einnig með framúrskarandi felluvörn sem mun skipta miklu máli í kvöld. Það mun mæða mikið á felluvörn Gustafsson enda er Cormier einn allra besti glímumaður sem stigið hefur fæti í UFC búrið. Cormier komst tvisvar á Ólympíuleikana í frjálsri glímu og náði fjórða sætinu í annað skiptið.Sjá einnig: Vonbrigði Daniel Cormier Gustafsson tókst að stöðva fellur Jon Jones á sínum tíma er þeir börðust um titilinn og gæti gert það sama gegn Cormier. Gustafsson kom gríðarlega á óvart gegn Jones og gæti gert það sama gegn Cormier. Gustafsson tapaði fyrir Jones en tekst honum að gera betur gegn nýja meistaranum Cormier? Það verða fimm bardagar á dagskrá í kvöld. Bardagi Johny Hendricks og Tyron Woodley átti að fara fram í kvöld en var aflýst í gær eins og kom fram á vef MMA Frétta. Í stað Hendricks og Woodley var bardagi Ali Bagautinov og Joseph Benavidez færður upp á aðalhluta bardagakvöldsins. Bein útsending frá UFC 192 hefst kl 2 á Stöð 2 Sport. Eftirtaldir fimm bardagar verða á dagskrá:Titilbardagi í léttþungavigt: Daniel Cormier gegn Alexander GustafssonLéttþungavigt: Rashad Evans gegn Ryan BaderÞungavigt: Shawn Jordan gegn Ruslan MagomedovFluguvigt: Joseph Benavidez gegn Ali BagautinovBantamvigt kvenna: Jessica Eye gegn Julianna Peña MMA Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Sjá meira
UFC 192 fer fram í kvöld í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Í aðalbardaga kvöldsins mætir léttþungavigtarmeistarinn Daniel Cormier Svíanum Alexander Gustafsson í spennandi viðureign. Daniel Cormier er nýkrýndur léttþungavigtarmeistari UFC eftir að hann sigraði Anthony Johnson í maí. Þeir Johnson og Cormier mættust um beltið eftir að léttþungavigtarmeistarinn Jon Jones var sviptur titlinum. Í fyrstu titilvörn Cormier mætir hann Alexander Gustafsson. Sú ákvörðun að gefa Alexander Gustafsson titilbardaga var harðlega gagnrýnd þar sem Gustafsson tapaði sínum síðasta bardaga gegn fyrrnefndum Johnson. Þrátt fyrir gagnrýnina gæti Gustafsson verið með réttu vopnin í vopnabúrinu til að taka nýja beltið hans Cormier. Gustafsson er með gott box en einnig með framúrskarandi felluvörn sem mun skipta miklu máli í kvöld. Það mun mæða mikið á felluvörn Gustafsson enda er Cormier einn allra besti glímumaður sem stigið hefur fæti í UFC búrið. Cormier komst tvisvar á Ólympíuleikana í frjálsri glímu og náði fjórða sætinu í annað skiptið.Sjá einnig: Vonbrigði Daniel Cormier Gustafsson tókst að stöðva fellur Jon Jones á sínum tíma er þeir börðust um titilinn og gæti gert það sama gegn Cormier. Gustafsson kom gríðarlega á óvart gegn Jones og gæti gert það sama gegn Cormier. Gustafsson tapaði fyrir Jones en tekst honum að gera betur gegn nýja meistaranum Cormier? Það verða fimm bardagar á dagskrá í kvöld. Bardagi Johny Hendricks og Tyron Woodley átti að fara fram í kvöld en var aflýst í gær eins og kom fram á vef MMA Frétta. Í stað Hendricks og Woodley var bardagi Ali Bagautinov og Joseph Benavidez færður upp á aðalhluta bardagakvöldsins. Bein útsending frá UFC 192 hefst kl 2 á Stöð 2 Sport. Eftirtaldir fimm bardagar verða á dagskrá:Titilbardagi í léttþungavigt: Daniel Cormier gegn Alexander GustafssonLéttþungavigt: Rashad Evans gegn Ryan BaderÞungavigt: Shawn Jordan gegn Ruslan MagomedovFluguvigt: Joseph Benavidez gegn Ali BagautinovBantamvigt kvenna: Jessica Eye gegn Julianna Peña
MMA Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Sjá meira