Tvinna saman hinar ýmsu víddir jafnréttis Nadine Guðrún Yaghi skrifar 5. október 2015 08:00 Arnar Gíslason, Jafnréttisfulltrúi Háskóla Íslands. vísir/vilhelm „Jafnréttisstefnan sem við vinnum að innan háskólans er mjög góð. Við reynum að hafa dagana í ár skemmtilega og yfir þeim verður hátíðarbragur,“ segir Arnar Gíslason, kynjafræðingur og jafnréttisfulltrúi Háskóla Íslands, en Jafnréttisdagar 2015 hefjast í dag. Viðburðurinn eru haldinn sjöunda árið í röð og lýkur dagskránni föstudaginn 16. október næstkomandi. „Jafnréttisdagar tvinna saman hinar ýmsu víddir jafnréttis og skoða fjölbreytileika, forréttindi, þöggun, jafnréttisbaráttu, vald og mismunun,“ segir Arnar og nefnir sem dæmi að fléttað verði saman jafnrétti kynjanna og íslamófóbíu. Áhersla verði lögð á þau tækifæri sem skapast með því að setja hugmyndir um hið „eðlilega“ og hið undirskipaða undir smásjána. „Dagskráin er fjölbreytt og byggist á þverfaglegu samstarfi þar sem gerð er tilraun til að sameina hátíðarbrag og gagnrýna sýn á jafnréttismál,“ segir Arnar. Hann segir að leitast verði við að skapa opna umræðu og aukinn skilning á jafnrétti ásamt því að auka sýnileika jafnréttismála og virkja þá fjölmörgu aðila sem vinna að jafnrétti. Jafnréttisdagar eru samstarfsverkefni Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands en allir háskólar á Íslandi taka þátt í dögunum í ár. „Síðan byggist þetta líka á samstarfi milli fólks sem kemur úr ólíkum áttum. Til dæmis vinna sumir sem mæta í stjórnsýslunni, sumir eru í námi og aðrir í kennslu eða rannsóknum. Einnig kemur fólk með mismunandi pælingar. Til dæmis koma sumir með hinsegin pælingar, til dæmis um málefni trans fólks og aðrir með pælingar um jafnrétti kynjanna.“ Fyrsti viðburður Jafnréttisdaga er í kvöld og er myrkvaður viðburður. „Ég er mjög spenntur fyrir þessum viðburði og verður þetta klárlega öðruvísi upplifun, að minnsta kosti fyrir sjáandi gesti. Sjáandi og blindir listamenn koma fram og verður hið sjónræna lagt til hliðar og önnur skilningarvit virkjuð.“Ókeypis er á alla viðburði Jafnréttisdaga 2015 og er aðgangur öllum heimill. Hinsegin Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
„Jafnréttisstefnan sem við vinnum að innan háskólans er mjög góð. Við reynum að hafa dagana í ár skemmtilega og yfir þeim verður hátíðarbragur,“ segir Arnar Gíslason, kynjafræðingur og jafnréttisfulltrúi Háskóla Íslands, en Jafnréttisdagar 2015 hefjast í dag. Viðburðurinn eru haldinn sjöunda árið í röð og lýkur dagskránni föstudaginn 16. október næstkomandi. „Jafnréttisdagar tvinna saman hinar ýmsu víddir jafnréttis og skoða fjölbreytileika, forréttindi, þöggun, jafnréttisbaráttu, vald og mismunun,“ segir Arnar og nefnir sem dæmi að fléttað verði saman jafnrétti kynjanna og íslamófóbíu. Áhersla verði lögð á þau tækifæri sem skapast með því að setja hugmyndir um hið „eðlilega“ og hið undirskipaða undir smásjána. „Dagskráin er fjölbreytt og byggist á þverfaglegu samstarfi þar sem gerð er tilraun til að sameina hátíðarbrag og gagnrýna sýn á jafnréttismál,“ segir Arnar. Hann segir að leitast verði við að skapa opna umræðu og aukinn skilning á jafnrétti ásamt því að auka sýnileika jafnréttismála og virkja þá fjölmörgu aðila sem vinna að jafnrétti. Jafnréttisdagar eru samstarfsverkefni Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands en allir háskólar á Íslandi taka þátt í dögunum í ár. „Síðan byggist þetta líka á samstarfi milli fólks sem kemur úr ólíkum áttum. Til dæmis vinna sumir sem mæta í stjórnsýslunni, sumir eru í námi og aðrir í kennslu eða rannsóknum. Einnig kemur fólk með mismunandi pælingar. Til dæmis koma sumir með hinsegin pælingar, til dæmis um málefni trans fólks og aðrir með pælingar um jafnrétti kynjanna.“ Fyrsti viðburður Jafnréttisdaga er í kvöld og er myrkvaður viðburður. „Ég er mjög spenntur fyrir þessum viðburði og verður þetta klárlega öðruvísi upplifun, að minnsta kosti fyrir sjáandi gesti. Sjáandi og blindir listamenn koma fram og verður hið sjónræna lagt til hliðar og önnur skilningarvit virkjuð.“Ókeypis er á alla viðburði Jafnréttisdaga 2015 og er aðgangur öllum heimill.
Hinsegin Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira