Innlent

Fréttir Stöðvar 2 í kvöld: Landslag mikið breytt eftir hamfarirnar á Suðurlandi

Hrund Þórsdóttir skrifar
Hér bendir Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, á svæði þar sem áður lá vegur heim að bænum Skaftárdal, en nú er þar aðeins djúpur og vatnsmikill áll.
Hér bendir Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, á svæði þar sem áður lá vegur heim að bænum Skaftárdal, en nú er þar aðeins djúpur og vatnsmikill áll.

Gríðarlegar breytingar hafa orðið á landslagi við Skaftá vegna hlaupsins og flóðanna síðustu daga. Kristján Már Unnarsson fréttamaður hefur skoðað aðstæður í dag og í fréttum Stöðvar 2 kl.18.30 verða afleiðingar hamfaranna útskýrðar í máli og myndum og meðal annars rætt í beinni útsendingu við oddvitann sem skoðaði skemmdir á svæðinu í dag.



Á meðfylgjandi ljósmynd má sjá Kristján við Skaftá í dag. Á svæðinu sem hann bendir á lá áður vegur að bænum Skaftárdal, en þar er nú kominn vatnsmikill og djúpur áll.



Fréttir Stöðvar 2 eru, eins og alltaf, í opinni dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×