Fullt af íslenskum kylfingum að keppa fyrir bandaríska háskóla í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2015 16:00 Gísli Sveinbergsson, Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Sunna Víðisdóttir. Mynd/GSÍmyndir.net Fjölmargir íslenskir kylfingar eru að keppa fyrir bandarísk háskólalið á þessu tímabili og eru þau hjá skólum víðsvegar um Bandaríkin. Golfsambandið tók saman hvernig hefur gengið hjá íslensku kylfingunum í bandaríska háskólagolfinu að undanförnu.Gísli Sveinbergsson úr Keili og Bjarki Pétursson úr GB voru báðir í sigurliði Kent State á móti sem fram fór í Cleveland 5. til 6. október síðastliðinn. Sigur Kent í liðakeppninni var gríðarlega öruggur en sveitin lék samtals á sautján höggum undir pari og var heilum tuttugu höggum á undan næsta sveit. Gísli lék hringina þrjá á einu höggi undir pari eða á samtals 215 höggum (73-73-69). Gísli deildi hann sjöunda sætinu á þessu móti en sigurvegarinn lék á átta höggum undir pari. Bjarki endaði í 32. sæti á 223 höggum (75-71-77) eða sjö höggum yfir pari.Haraldur Franklín Magnús úr GR endaði í fjórða sæti á móti sem fram fór í Mexíkó dagana 4. til 6. október. Haraldur leikur fyrir Louisiana háskólann og endaði hann á 212 höggum (74-67-71) eða fjórum höggum undir pari. Ragnar Garðarssonúr GKG er í sama skólaliði og Haraldur Franklín. Ragnar bætti sig verulega á lokahringnum og endaði í 18. sæti á fjórum höggum yfir pari eftir að hafa leikið á þremur undir pari á lokahringnum. Louisiana endaði í fjórða sæti í liðakeppninni og voru Haraldur og Ragnar með tvö bestu skorin í liðinu.Rúnar Arnórsson úr Keili lék með Minnesota State skólanum á McDonalds mótinu sem fram fór í Connecticut. Rúnar endaði í 54. sæti á fimmtán höggum yfir pari eða samtals 155 höggum (77-78). Skólalið hans endaði í þriðja sæti af alls fimmtán liðum sem tóku þátt.Ari Magnússon úr GKG og Theodór Emil Karlsson úr GM hafa leikið á tveimur mótum með Arkansas Monticello liðinu. Á fyrra mótinu sem fram fór um miðjan september endaði Theodór í 18. sæti á 221 höggum (72-73-76) og Ari lék á (79-81-73). Liðið endaði í fimmta sæti á þessu móti. Á síðara mótinu sem fram fór í lok september endaði UAM í þriðja sæti. Theodór endaði í fimmta sæti á 147 höggum (76-71) en Ari lék á 157 högugm og endaði í 34. sæti (82-75).Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili lék með Fresno State skólaliðinu á Rose City mótinu sem fram fór í lok september. Guðrún bætti sig verulega þegar á leið mótið en hún endaði í 16. sæti á 222 höggum (80-71-71). Fresno endaði í þriðja sæti af alls 15 liðum.Sunna Víðisdóttir úr GR og Gunnhildur Kristjánsdóttir úr GKG léku með Elon liðinu á Lady Pirate mótinu sem fram fór í lok september. Sunna endaði í 18. sæti á 231 höggi (76-77-78), Gunnhildur endaði í 62. sæti á +32, 248 högg, (82-86-80). Elon endaði í þriðja sæti af alls 17 liðum sem tóku þátt. Golf Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Fjölmargir íslenskir kylfingar eru að keppa fyrir bandarísk háskólalið á þessu tímabili og eru þau hjá skólum víðsvegar um Bandaríkin. Golfsambandið tók saman hvernig hefur gengið hjá íslensku kylfingunum í bandaríska háskólagolfinu að undanförnu.Gísli Sveinbergsson úr Keili og Bjarki Pétursson úr GB voru báðir í sigurliði Kent State á móti sem fram fór í Cleveland 5. til 6. október síðastliðinn. Sigur Kent í liðakeppninni var gríðarlega öruggur en sveitin lék samtals á sautján höggum undir pari og var heilum tuttugu höggum á undan næsta sveit. Gísli lék hringina þrjá á einu höggi undir pari eða á samtals 215 höggum (73-73-69). Gísli deildi hann sjöunda sætinu á þessu móti en sigurvegarinn lék á átta höggum undir pari. Bjarki endaði í 32. sæti á 223 höggum (75-71-77) eða sjö höggum yfir pari.Haraldur Franklín Magnús úr GR endaði í fjórða sæti á móti sem fram fór í Mexíkó dagana 4. til 6. október. Haraldur leikur fyrir Louisiana háskólann og endaði hann á 212 höggum (74-67-71) eða fjórum höggum undir pari. Ragnar Garðarssonúr GKG er í sama skólaliði og Haraldur Franklín. Ragnar bætti sig verulega á lokahringnum og endaði í 18. sæti á fjórum höggum yfir pari eftir að hafa leikið á þremur undir pari á lokahringnum. Louisiana endaði í fjórða sæti í liðakeppninni og voru Haraldur og Ragnar með tvö bestu skorin í liðinu.Rúnar Arnórsson úr Keili lék með Minnesota State skólanum á McDonalds mótinu sem fram fór í Connecticut. Rúnar endaði í 54. sæti á fimmtán höggum yfir pari eða samtals 155 höggum (77-78). Skólalið hans endaði í þriðja sæti af alls fimmtán liðum sem tóku þátt.Ari Magnússon úr GKG og Theodór Emil Karlsson úr GM hafa leikið á tveimur mótum með Arkansas Monticello liðinu. Á fyrra mótinu sem fram fór um miðjan september endaði Theodór í 18. sæti á 221 höggum (72-73-76) og Ari lék á (79-81-73). Liðið endaði í fimmta sæti á þessu móti. Á síðara mótinu sem fram fór í lok september endaði UAM í þriðja sæti. Theodór endaði í fimmta sæti á 147 höggum (76-71) en Ari lék á 157 högugm og endaði í 34. sæti (82-75).Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili lék með Fresno State skólaliðinu á Rose City mótinu sem fram fór í lok september. Guðrún bætti sig verulega þegar á leið mótið en hún endaði í 16. sæti á 222 höggum (80-71-71). Fresno endaði í þriðja sæti af alls 15 liðum.Sunna Víðisdóttir úr GR og Gunnhildur Kristjánsdóttir úr GKG léku með Elon liðinu á Lady Pirate mótinu sem fram fór í lok september. Sunna endaði í 18. sæti á 231 höggi (76-77-78), Gunnhildur endaði í 62. sæti á +32, 248 högg, (82-86-80). Elon endaði í þriðja sæti af alls 17 liðum sem tóku þátt.
Golf Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira