Alþingi og dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar 9. október 2015 07:00 Um síðustu mánaðamót var þjóðin um tíma dofin, er henni bárust fregnir, staðfestar af Matvælastofnun um dýraníðinga, sem framið höfðu lögbrot, að mati sömu stofnunar, á svínum. Linnulaus fréttaflutningur var í eina viku af þessu óhugnanlega máli. Óljóst er með hvaða hætti Matvælastofnun mun bregðast við þessum atburðum, sem gerðust á síðasta ári. Viðbragðsleysi yfirdýralæknis, næstæðsta ráðamanns MAST, veldur undrun og óánægju. Ef rýnt er í málavaxtalýsingar dýraverndarmála sem komið hafa til dóms hjá Hæstarétti Íslands liggur fyrir að verri lýsingar á illri meðferð dýra er erfitt að finna. Þrátt fyrir það virðist yfirdýralæknir hika við að kæra, en hann einn hefur skv. núgildandi löggjöf heimild til slíks. Það er hnökri á löggjöf og skerðing á tjáningarfrelsi þegar kæruréttur er tekinn af almenningi og andstætt skýrum ákvæðum laga um meðferð sakamála þar sem almenningi er veitt sú heimild. Athygli vekur og að Alþingi, æðsta valdastofnun landsins, hefur ekkert brugðist við þessum tíðindum um dýraníðinga í íslensku búfjárhaldi að frátalinni Elínu Hirst, sem þó lagði aðaláherslu á mikilvægi matvælaöryggis með framboði hreinna íslenskra svína- og kjúklingaafurða. Um það eru henni margir ósammála. Það eru þeir sem hafna notkun dýraafurða, einkum úr verksmiðjubúskap. Jafnvel eini þingflokkurinn, sem hefur dýravernd á stefnuskrá sinni, Björt framtíð, situr hjá. Hefur þó þingið eftirlit með störfum framkvæmdavaldsins, sem Matvælastofnun heyrir undir. Er það svo, þegar upp kemst um einhverja verstu meðferð Íslandssögunnar á búfé, þá láti Alþingi það afskiptalaust þegar færa má rök fyrir því, að handvömm stofnunar ríkisvaldsins sé að hluta um að kenna? Sl. mánudag var fyrsti óundirbúni fyrirspurnatími þingmanna eftir hlé. Ekki einn einasti þingmaður spurði landbúnaðarráðherra út í dýraverndarmálið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Árnason Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun Skoðun Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Um síðustu mánaðamót var þjóðin um tíma dofin, er henni bárust fregnir, staðfestar af Matvælastofnun um dýraníðinga, sem framið höfðu lögbrot, að mati sömu stofnunar, á svínum. Linnulaus fréttaflutningur var í eina viku af þessu óhugnanlega máli. Óljóst er með hvaða hætti Matvælastofnun mun bregðast við þessum atburðum, sem gerðust á síðasta ári. Viðbragðsleysi yfirdýralæknis, næstæðsta ráðamanns MAST, veldur undrun og óánægju. Ef rýnt er í málavaxtalýsingar dýraverndarmála sem komið hafa til dóms hjá Hæstarétti Íslands liggur fyrir að verri lýsingar á illri meðferð dýra er erfitt að finna. Þrátt fyrir það virðist yfirdýralæknir hika við að kæra, en hann einn hefur skv. núgildandi löggjöf heimild til slíks. Það er hnökri á löggjöf og skerðing á tjáningarfrelsi þegar kæruréttur er tekinn af almenningi og andstætt skýrum ákvæðum laga um meðferð sakamála þar sem almenningi er veitt sú heimild. Athygli vekur og að Alþingi, æðsta valdastofnun landsins, hefur ekkert brugðist við þessum tíðindum um dýraníðinga í íslensku búfjárhaldi að frátalinni Elínu Hirst, sem þó lagði aðaláherslu á mikilvægi matvælaöryggis með framboði hreinna íslenskra svína- og kjúklingaafurða. Um það eru henni margir ósammála. Það eru þeir sem hafna notkun dýraafurða, einkum úr verksmiðjubúskap. Jafnvel eini þingflokkurinn, sem hefur dýravernd á stefnuskrá sinni, Björt framtíð, situr hjá. Hefur þó þingið eftirlit með störfum framkvæmdavaldsins, sem Matvælastofnun heyrir undir. Er það svo, þegar upp kemst um einhverja verstu meðferð Íslandssögunnar á búfé, þá láti Alþingi það afskiptalaust þegar færa má rök fyrir því, að handvömm stofnunar ríkisvaldsins sé að hluta um að kenna? Sl. mánudag var fyrsti óundirbúni fyrirspurnatími þingmanna eftir hlé. Ekki einn einasti þingmaður spurði landbúnaðarráðherra út í dýraverndarmálið.
Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun