Viðskipti erlent

Yfirmaður Volkswagen kennir verkfræðingum fyrirtækisins um útblásturssvindlið

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Michael Horn, forstjóri Bandaríkjadeildar Volkswagen
Michael Horn, forstjóri Bandaríkjadeildar Volkswagen Vísir/Getty
Michael Horn, yfirmaður Volkswagen í Bandaríkjunum hefur beðist afsökunar á svindli fyrirtækisins á útblástursprófum. Hann kennir þremur hugbúnaðarverkfræðingum um svindlið.

Horn var kallaður fyrir orku- og viðskiptanefnd fulltrúardeildar bandaríska þingsins þar sem hann hélt því fram að stjórn þýska bílaframleiðandans hefði ekki vitað af hugbúnaðinum sem hannaður var til þess að svindla í útblástursprófum eftirlitsaðila.

„Minn skilningur á málinu er sá að það voru nokkrir hugbúnaðarverkfræðingar sem stóðu á bakvið þetta,“ og bætti Horn við að þremur starfsmönnum Volkswagen hafi verið sagt upp vegna svindlsins.

Þingmenn í nefndinu voru efins um svör Horn og sögðu það ótrúlegt ef örfáir lævísir verkfræðingar Volkswagen stæðu á bakvið þetta umfangsmikla svindl.

Saksóknarar í Þýskalandi hafa hafið rannsókn á málinu og leituðu m.a. í höfuðstöðvum Volkswagen í Wolfsburg í síðustu viku.


Tengdar fréttir

VW byrjar að innkalla í janúar

Bílframleiðandinn Volkswagen ætlar að hefja innköllun bíla sem búnir eru svindlbúnaðnum svokallaða í janúar á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×