Bakvörður efstur í fyrsta sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. október 2015 06:30 fréttablaðið Kristinn Jónsson, leikmaður ársins í Fréttablaðinu, spilaði ekki bara í bestu vörn deildarinnar heldur var hann einnig mest skapandi leikmaður Pepsi-deildarinnar í sumar. Kristinn gaf 9 stoðsendingar á félaga sína í Blikaliðinu. Undirritaður hefur tekið saman stoðsendingar frá árinu 1992 og er þetta í fyrsta sinn sem bakvörður leggur upp flest mörk.Tveir höfðu náð öðru sætinu Sam Tillen komst einna næst því sumarið 2013 þegar hann gaf 10 stoðsendingar á félaga sína í FH og endaði í 2. sæti á eftir liðsfélaga sínum Ólafi Páli Snorrasyni. Tillen gaf þá sjö af sínum tíu stoðsendingum úr hornspyrnum en allar stoðsendingar Kristins í sumar komu hins vegar eftir spil úti á velli. Kristinn hafði einu sinni verið í öðru sæti á listanum en það var Íslandsmeistarasumar Blika árið 2010 þegar Kristinn gaf átta stoðsendingar eða einni færri en stoðsendingakóngur þess sumars sem var Óskar Örn Hauksson. Kristinn hefur nú gefið 32 stoðsendingar úr bakvarðarstöðunni á ferli sínum í úrvalsdeild karla. Kristinn er einnig fyrsti Blikinn sem verður stoðsendingahæstur á þessum 24 árum sem stoðsendingar hafa verið teknar saman í efstu deild karla. Hann endaði líka fjögurra ára einokun FH-inga á stoðsendingatitlinum en undanfarin ár höfðu FH-ingarnir Ólafur Páll Snorrason og Atli Guðnason skipst á að gefa flestar stoðsendingar.Sigursendingin í uppbótartíma Kristinn gaf einni stoðsendingu meira en Leiknismaðurinn Hilmar Árni Halldórsson en í 3. sætinu voru síðan FH-ingurinn Atli Guðnason, KR-ingurinn Jacob Schoop og Skagamaðurinn Jón Vilhelm Ákason sem allir gáfu sjö stoðsendingar hver. Kristinn Jónsson tryggði sér efsta sætið á síðustu stundu, eða í uppbótartíma í lokaleiknum. Sú stoðsending sem tryggði honum sigurinn skar sig líka úr af þessum níu því þetta var bæði eina stoðsendingin sem Kristinn gaf hægra megin á vellinum og eina stoðsendingin sem hann gaf á útivelli. Kópavogsvöllurinn var vissulega leiksvið Kristins í Pepsi-deildinni í sumar. Hann spilaði þar 11 leiki, skoraði þar bæði mörkin sín og gaf 8 af 9 stoðsendingum sínum. Kristinn var með 7,0 í meðaleinkunn í leikjum Blika í Kópavoginum þar sem hann var hreinlega óstöðvandi í hlaupum sínum upp vinstri vænginn. Leiknismaðurinn Hilmar Árni Halldórsson var allt í öllu í sóknarleik nýliða Leiknis og stóð sig mjög vel á sínu fyrsta ári í Pepsi-deildinni. Hilmar Árni gaf sína áttundu stoðsendingu á móti Fjölni í 19. umferð og var einn á toppnum þar til að Kristinn jafnaði hann í 21. umferð. Kristinn tók síðan titilinn með því að gefa stoðsendingu á fimmtu mínútu í uppbótartíma í sigri Blika á Fjölni í lokaumferðinni. Með því að gefa átta stoðsendingar þá átti Hilmar Árni stoðsendinguna á bak við 40 prósent marka Leiknisliðsins í sumar en alls kom hann með beinum hætti að 16 af 20 mörkum Leiknis í sumar. Kristinn og Hilmar Árni fóru ólíkt að við að gefa stoðsendingar sínar. Allar níu stoðsendingar Kristins komu í opnum leik en Hilmar Árni gaf sex af átta stoðsendingum sínum beint úr hornspyrnum.Þrír komu að tólf mörkum Þrír leikmenn slá þeim Kristni og Hilmari þó við þegar kemur að því að taka þátt í undirbúningi marka en þar eru taldar saman stoðsendingar og sendingar sem eiga stóran þátt í undirbúningi marka án þess að vera síðasta sending. Blikinn Guðjón Pétur Lýðsson og FH-ingarnir Atli Guðnason og Þórarinn Ingi Valdimarsson komu þannig að undirbúningi tólf marka sinna liða í sumar en Kristinn, Hilmar Árni og Valsmaðurinn Kristinn Freyr Sigurðsson voru þar allir einu marki á eftir.fréttablaðið Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Átti aðeins einn „slakan“ leik í sumar Kristinn Jónsson var besti leikmaður Pepsi-deildar karla í fótbolta í sumar að mati Fréttablaðsins og Vísis. Blikar áttu þrjá bestu leikmennina í einkunnagjöfinni og besta vörn deildarinnar á sex leikmenn meðal þeirra 30 bestu. Fréttablaðið gerir upp sumarið. 8. október 2015 06:45 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Kristinn Jónsson, leikmaður ársins í Fréttablaðinu, spilaði ekki bara í bestu vörn deildarinnar heldur var hann einnig mest skapandi leikmaður Pepsi-deildarinnar í sumar. Kristinn gaf 9 stoðsendingar á félaga sína í Blikaliðinu. Undirritaður hefur tekið saman stoðsendingar frá árinu 1992 og er þetta í fyrsta sinn sem bakvörður leggur upp flest mörk.Tveir höfðu náð öðru sætinu Sam Tillen komst einna næst því sumarið 2013 þegar hann gaf 10 stoðsendingar á félaga sína í FH og endaði í 2. sæti á eftir liðsfélaga sínum Ólafi Páli Snorrasyni. Tillen gaf þá sjö af sínum tíu stoðsendingum úr hornspyrnum en allar stoðsendingar Kristins í sumar komu hins vegar eftir spil úti á velli. Kristinn hafði einu sinni verið í öðru sæti á listanum en það var Íslandsmeistarasumar Blika árið 2010 þegar Kristinn gaf átta stoðsendingar eða einni færri en stoðsendingakóngur þess sumars sem var Óskar Örn Hauksson. Kristinn hefur nú gefið 32 stoðsendingar úr bakvarðarstöðunni á ferli sínum í úrvalsdeild karla. Kristinn er einnig fyrsti Blikinn sem verður stoðsendingahæstur á þessum 24 árum sem stoðsendingar hafa verið teknar saman í efstu deild karla. Hann endaði líka fjögurra ára einokun FH-inga á stoðsendingatitlinum en undanfarin ár höfðu FH-ingarnir Ólafur Páll Snorrason og Atli Guðnason skipst á að gefa flestar stoðsendingar.Sigursendingin í uppbótartíma Kristinn gaf einni stoðsendingu meira en Leiknismaðurinn Hilmar Árni Halldórsson en í 3. sætinu voru síðan FH-ingurinn Atli Guðnason, KR-ingurinn Jacob Schoop og Skagamaðurinn Jón Vilhelm Ákason sem allir gáfu sjö stoðsendingar hver. Kristinn Jónsson tryggði sér efsta sætið á síðustu stundu, eða í uppbótartíma í lokaleiknum. Sú stoðsending sem tryggði honum sigurinn skar sig líka úr af þessum níu því þetta var bæði eina stoðsendingin sem Kristinn gaf hægra megin á vellinum og eina stoðsendingin sem hann gaf á útivelli. Kópavogsvöllurinn var vissulega leiksvið Kristins í Pepsi-deildinni í sumar. Hann spilaði þar 11 leiki, skoraði þar bæði mörkin sín og gaf 8 af 9 stoðsendingum sínum. Kristinn var með 7,0 í meðaleinkunn í leikjum Blika í Kópavoginum þar sem hann var hreinlega óstöðvandi í hlaupum sínum upp vinstri vænginn. Leiknismaðurinn Hilmar Árni Halldórsson var allt í öllu í sóknarleik nýliða Leiknis og stóð sig mjög vel á sínu fyrsta ári í Pepsi-deildinni. Hilmar Árni gaf sína áttundu stoðsendingu á móti Fjölni í 19. umferð og var einn á toppnum þar til að Kristinn jafnaði hann í 21. umferð. Kristinn tók síðan titilinn með því að gefa stoðsendingu á fimmtu mínútu í uppbótartíma í sigri Blika á Fjölni í lokaumferðinni. Með því að gefa átta stoðsendingar þá átti Hilmar Árni stoðsendinguna á bak við 40 prósent marka Leiknisliðsins í sumar en alls kom hann með beinum hætti að 16 af 20 mörkum Leiknis í sumar. Kristinn og Hilmar Árni fóru ólíkt að við að gefa stoðsendingar sínar. Allar níu stoðsendingar Kristins komu í opnum leik en Hilmar Árni gaf sex af átta stoðsendingum sínum beint úr hornspyrnum.Þrír komu að tólf mörkum Þrír leikmenn slá þeim Kristni og Hilmari þó við þegar kemur að því að taka þátt í undirbúningi marka en þar eru taldar saman stoðsendingar og sendingar sem eiga stóran þátt í undirbúningi marka án þess að vera síðasta sending. Blikinn Guðjón Pétur Lýðsson og FH-ingarnir Atli Guðnason og Þórarinn Ingi Valdimarsson komu þannig að undirbúningi tólf marka sinna liða í sumar en Kristinn, Hilmar Árni og Valsmaðurinn Kristinn Freyr Sigurðsson voru þar allir einu marki á eftir.fréttablaðið
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Átti aðeins einn „slakan“ leik í sumar Kristinn Jónsson var besti leikmaður Pepsi-deildar karla í fótbolta í sumar að mati Fréttablaðsins og Vísis. Blikar áttu þrjá bestu leikmennina í einkunnagjöfinni og besta vörn deildarinnar á sex leikmenn meðal þeirra 30 bestu. Fréttablaðið gerir upp sumarið. 8. október 2015 06:45 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Átti aðeins einn „slakan“ leik í sumar Kristinn Jónsson var besti leikmaður Pepsi-deildar karla í fótbolta í sumar að mati Fréttablaðsins og Vísis. Blikar áttu þrjá bestu leikmennina í einkunnagjöfinni og besta vörn deildarinnar á sex leikmenn meðal þeirra 30 bestu. Fréttablaðið gerir upp sumarið. 8. október 2015 06:45