Marple-málið: Hreiðar, Magnús og Skúli dæmdir í fangelsi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. október 2015 11:00 Hreiðar Már fékk sex mánaða dóm, Magnús fékk átján mánaða dóm og Skúli sex mánaða dóm. vísir/gva Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg og Skúli Þorvaldsson, eigandi félagsins Marple Holding og einn af stærstu viðskiptavinum Kaupþings fyrir hrun, voru í Héraðsdómi Reykjvíkur í dag dæmdir til refsingar í Marple-málinu svokallaða. Guðný Arna Sveinsdóttir, fyrrverandi fjármálastjóri bankans, var hins vegar sýknuð af kröfum ákæruvaldsins. Enginn sakborninga var viðstaddur dómsuppkvaðningu. Hreiðar var dæmdur í sex mánaða fangelsi, Magnús í 18 mánaða fangelsi og Skúli í 6 mánaða fangelsi. Dómstólar hafa því nú dæmt bæði Hreiðar og Magnús í alls sex ára fangelsi vegna efnahagsbrota en Hæstiréttur hafði áður dæmt þá til refsingar vegna Al Thani-málsins. Hreiðar fékk þá fimm og hálfs árs dóm og Magnús var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi.Tugir milljóna í málskostnaðHéraðsdómur féllst á skaðabótakröfu Kaupþings á hendur Hreiðari, Magnúsi og Skúla vegna málsins. Hreiðar var dæmdur til að greiða verjanda sínum, Herði Felix Harðarsyni, tæpar 24 milljónir króna í málskostnað. Magnús var dæmdur til að greiða Kristínu Edwald, verjanda sínum, tæpar tólf milljónir króna í málsvarnarlaun. Þá var Skúli Þorvaldsson dæmdur til að greiða verjanda sínum, Halldóri Þ. Birgissyni, tæpar 18 milljónir króna sem og málsvarnarlaun verjanda síns á rannsóknarstigi, tæpar 8 milljónir króna. Ríkissjóður var dæmdur til að greiða málskostnað Guðnýjar Örnu, rúmar 18 milljónir króna, en Sigurður G. Guðjónsson var verjandi hennar. Þá var skaðabótakröfu Kaupþings á hendur henni vísað frá dómi.Ákært fyrir fjárdrátt, hlutdeild í fjárdrætti eða hylmingu Í málinu ákærði sérstakur saksóknari fjórmenningana ýmist fyrir fjárdrátt, hlutdeild í fjárdrætti eða hylmingu. Ákæran grundvallaðist á þremur ætluðum brotum. Í fyrsta lagi 3 milljarða króna millifærslu Kaupþings til félagsins Marple Holding í Lúxemborg hinn 19. desember 2007. Vegna hennar voru Hreiðar Már og Guðný Arna aðallega ákærð fyrir fjárdrátt og Magnús ákærður fyrir hlutdeild í broti þeirra. Þá var Skúli ákærður aðallega fyrir hylmingu með því að halda ólöglega þessum peningum og taka þannig þátt í auðgunarbroti. Í öðru lagi var um að ræða aðra rúmlega þriggja milljarða króna millifærslu frá Kaupþingi til Marple Holding sem var frágengin hinn 1. júlí 2008. Hreiðar Már og Guðný voru einnig ákærð fyrir fjárdrátt vegna þessarar millifærslu, Magnús fyrir hlutdeild í fjárdrætti og Skúli fyrir hylmingu. Í þriðja lagi er um að ræða kaup Kaupþings banka á skuldabréfum útgefin af bankanum sjálfum í sjö skuldabréfaflokkum með áföllnum vöxtum af Marple Holding samtals upp á 57,4 milljónir evra annars vegar og 45,3 milljónir dollara hins vegar. Var kaupverðið langt yfir markaðsverði samkvæmt ákærunni og olli Kaupþingi fjártjóni. Guðný Arna og Hreiðar Már voru ákærð fyrir umboðssvik vegna þess og Magnús fyrir hlutdeild í brotum þeirra. Tengdar fréttir Guðný Arna: Skrifstofu Hreiðars var breytt í fundarherbergi Skýrsla var tekin af þremur af fjórum sakborningum í Marple-málinu í dag. 7. september 2015 22:30 Magnús Guðmundsson: Skúli gat aldrei fengið fjármuni úr viðskiptunum Aðalmeðferð í Marple-málinu verður fram haldið á morgun. 7. september 2015 17:30 Marple-málið: Dómstólar eiga ekki að taka þátt í að sefa reiði almennings Sigurður G. Guðjónsson segir helsta tilgang sérstaks saksóknara vera að „hengja bankamenn til þerris“ til friða fólkið sem mótmælti á Austurvelli í árslok 2008. 10. september 2015 19:30 Marple-málið: Skúli segist hafa frétt af félaginu eftir hrun Aðalmeðferð í Marple málinu var fram haldið í dag en þá var tekin skýrsla af Skúla Þorvaldssyni síðustum þeirra sem ákærðir eru í málinu. Þá hófust einnig vitnaleiðslur. 8. september 2015 14:02 Hreiðar Már segist sakaður um þjófnað án þess að hafa haft ástæðu til að stela Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, gerði alvarlegar athugasemdir við meðferð á málum hans fyrir dómi við upphaf skýrslutöku yfir honum í Marple-málsins. 7. september 2015 13:06 Marple-málið: Gögnin bendi til að þau hafi verið útbúin eftir á til að hylja brotin Munnlegur málflutningur í Marple-málinu hófst í morgun með ræðu Arnþrúðar Þórarinsdóttur saksóknara málsins. 10. september 2015 13:19 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg og Skúli Þorvaldsson, eigandi félagsins Marple Holding og einn af stærstu viðskiptavinum Kaupþings fyrir hrun, voru í Héraðsdómi Reykjvíkur í dag dæmdir til refsingar í Marple-málinu svokallaða. Guðný Arna Sveinsdóttir, fyrrverandi fjármálastjóri bankans, var hins vegar sýknuð af kröfum ákæruvaldsins. Enginn sakborninga var viðstaddur dómsuppkvaðningu. Hreiðar var dæmdur í sex mánaða fangelsi, Magnús í 18 mánaða fangelsi og Skúli í 6 mánaða fangelsi. Dómstólar hafa því nú dæmt bæði Hreiðar og Magnús í alls sex ára fangelsi vegna efnahagsbrota en Hæstiréttur hafði áður dæmt þá til refsingar vegna Al Thani-málsins. Hreiðar fékk þá fimm og hálfs árs dóm og Magnús var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi.Tugir milljóna í málskostnaðHéraðsdómur féllst á skaðabótakröfu Kaupþings á hendur Hreiðari, Magnúsi og Skúla vegna málsins. Hreiðar var dæmdur til að greiða verjanda sínum, Herði Felix Harðarsyni, tæpar 24 milljónir króna í málskostnað. Magnús var dæmdur til að greiða Kristínu Edwald, verjanda sínum, tæpar tólf milljónir króna í málsvarnarlaun. Þá var Skúli Þorvaldsson dæmdur til að greiða verjanda sínum, Halldóri Þ. Birgissyni, tæpar 18 milljónir króna sem og málsvarnarlaun verjanda síns á rannsóknarstigi, tæpar 8 milljónir króna. Ríkissjóður var dæmdur til að greiða málskostnað Guðnýjar Örnu, rúmar 18 milljónir króna, en Sigurður G. Guðjónsson var verjandi hennar. Þá var skaðabótakröfu Kaupþings á hendur henni vísað frá dómi.Ákært fyrir fjárdrátt, hlutdeild í fjárdrætti eða hylmingu Í málinu ákærði sérstakur saksóknari fjórmenningana ýmist fyrir fjárdrátt, hlutdeild í fjárdrætti eða hylmingu. Ákæran grundvallaðist á þremur ætluðum brotum. Í fyrsta lagi 3 milljarða króna millifærslu Kaupþings til félagsins Marple Holding í Lúxemborg hinn 19. desember 2007. Vegna hennar voru Hreiðar Már og Guðný Arna aðallega ákærð fyrir fjárdrátt og Magnús ákærður fyrir hlutdeild í broti þeirra. Þá var Skúli ákærður aðallega fyrir hylmingu með því að halda ólöglega þessum peningum og taka þannig þátt í auðgunarbroti. Í öðru lagi var um að ræða aðra rúmlega þriggja milljarða króna millifærslu frá Kaupþingi til Marple Holding sem var frágengin hinn 1. júlí 2008. Hreiðar Már og Guðný voru einnig ákærð fyrir fjárdrátt vegna þessarar millifærslu, Magnús fyrir hlutdeild í fjárdrætti og Skúli fyrir hylmingu. Í þriðja lagi er um að ræða kaup Kaupþings banka á skuldabréfum útgefin af bankanum sjálfum í sjö skuldabréfaflokkum með áföllnum vöxtum af Marple Holding samtals upp á 57,4 milljónir evra annars vegar og 45,3 milljónir dollara hins vegar. Var kaupverðið langt yfir markaðsverði samkvæmt ákærunni og olli Kaupþingi fjártjóni. Guðný Arna og Hreiðar Már voru ákærð fyrir umboðssvik vegna þess og Magnús fyrir hlutdeild í brotum þeirra.
Tengdar fréttir Guðný Arna: Skrifstofu Hreiðars var breytt í fundarherbergi Skýrsla var tekin af þremur af fjórum sakborningum í Marple-málinu í dag. 7. september 2015 22:30 Magnús Guðmundsson: Skúli gat aldrei fengið fjármuni úr viðskiptunum Aðalmeðferð í Marple-málinu verður fram haldið á morgun. 7. september 2015 17:30 Marple-málið: Dómstólar eiga ekki að taka þátt í að sefa reiði almennings Sigurður G. Guðjónsson segir helsta tilgang sérstaks saksóknara vera að „hengja bankamenn til þerris“ til friða fólkið sem mótmælti á Austurvelli í árslok 2008. 10. september 2015 19:30 Marple-málið: Skúli segist hafa frétt af félaginu eftir hrun Aðalmeðferð í Marple málinu var fram haldið í dag en þá var tekin skýrsla af Skúla Þorvaldssyni síðustum þeirra sem ákærðir eru í málinu. Þá hófust einnig vitnaleiðslur. 8. september 2015 14:02 Hreiðar Már segist sakaður um þjófnað án þess að hafa haft ástæðu til að stela Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, gerði alvarlegar athugasemdir við meðferð á málum hans fyrir dómi við upphaf skýrslutöku yfir honum í Marple-málsins. 7. september 2015 13:06 Marple-málið: Gögnin bendi til að þau hafi verið útbúin eftir á til að hylja brotin Munnlegur málflutningur í Marple-málinu hófst í morgun með ræðu Arnþrúðar Þórarinsdóttur saksóknara málsins. 10. september 2015 13:19 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Guðný Arna: Skrifstofu Hreiðars var breytt í fundarherbergi Skýrsla var tekin af þremur af fjórum sakborningum í Marple-málinu í dag. 7. september 2015 22:30
Magnús Guðmundsson: Skúli gat aldrei fengið fjármuni úr viðskiptunum Aðalmeðferð í Marple-málinu verður fram haldið á morgun. 7. september 2015 17:30
Marple-málið: Dómstólar eiga ekki að taka þátt í að sefa reiði almennings Sigurður G. Guðjónsson segir helsta tilgang sérstaks saksóknara vera að „hengja bankamenn til þerris“ til friða fólkið sem mótmælti á Austurvelli í árslok 2008. 10. september 2015 19:30
Marple-málið: Skúli segist hafa frétt af félaginu eftir hrun Aðalmeðferð í Marple málinu var fram haldið í dag en þá var tekin skýrsla af Skúla Þorvaldssyni síðustum þeirra sem ákærðir eru í málinu. Þá hófust einnig vitnaleiðslur. 8. september 2015 14:02
Hreiðar Már segist sakaður um þjófnað án þess að hafa haft ástæðu til að stela Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, gerði alvarlegar athugasemdir við meðferð á málum hans fyrir dómi við upphaf skýrslutöku yfir honum í Marple-málsins. 7. september 2015 13:06
Marple-málið: Gögnin bendi til að þau hafi verið útbúin eftir á til að hylja brotin Munnlegur málflutningur í Marple-málinu hófst í morgun með ræðu Arnþrúðar Þórarinsdóttur saksóknara málsins. 10. september 2015 13:19