Stundum leiðinlegt á æfingum hjá Lars Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. október 2015 15:32 Kolbeinn Sigþórsson og Lars Lagerbäck. Vísir/EPA Kolbeinn Sigþórsson, framherji íslenska landsliðsins, viðurkenndi það á blaðamannfundi fyrir leikinn við Letta á morgun að það sé stundum leiðinlegt á æfingum íslenska landsliðsins þar sem Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson leggja áherslu á það að skipuleggja íslenska liðið sem best. „Ég reyni að skipuleggja liðið mjög vel og af þeim sökum verða æfingarnar stundum svolítið leiðinlegar hjá okkur þar sem er mikið um endurtekningar. Strákarnir eru sterkir andlega og gera alltaf sitt besta þannig að þetta hefur verið auðvelt. Karakter íslensku leikmannanna er sérstakur," sagði Lars Lagerbäck. Landsliðsþjálfarinn hvatti síðan Kolbein Sigþórsson til að gefa heiðarlegt svar þegar hann var spurður út í leiðinlegar æfingar Svíans. „Þótt að við séum komnir inn á þetta lokamót þá er Lars jafníhaldssamur og hann hefur verið hingað til. Hann vill halda áfram á sömu braut og gera þessar æfingar sem eru kannski ekki þær skemmtilegustu. Þær virka og það hefur sýnt sig að við erum vel skipulagðir og það er erfitt að spila á móti okkur," sagði Kolbeinn. „Hann er kannski ekki alltaf með allra skemmtilegustu æfingarnar," sagði Kolbeinn og Lars Lagerbäck grípur þá fram í fyrir honum: „Þú mátt alveg segja sannleikann," sagði Lars og fékk að launum hlátur frá þeim blaðamönnum sem voru mættir á fundinn. „Það er bara mikilvægt fyrir okkur að fara í gegnum þessar æfingar sem eru ekki skemmtilegar. Við getum ekkert verið að væla yfir þessu og yfir því að við fáum ekki alltaf að fara í reit eða spila. Það er mikilvægara að stilla saman liðið og fara yfir varnartaktíkina og sóknartaktíkina hjá okkur. Það hefur verið okkar plan undanfarin ár að gera þetta svona. Af hverju ættum við að hætta því núna?," sagði Kolbeinn. Lars Lagerbäck vildi líka bæta aðeins við þetta. „Það er auðvelt að vera þjálfari þegar úrslitin falla með þér. Á meðan þú ert að vinna leikina þá eru leikmennirnir almennt ánægðir. Það er erfitt að vera neikvæður þegar liðið er að vinna. Við sjáum til hvað gerist þegar liðið byrjar að tapa leikjum en við ætlum ekki að fara byrja á því núna," sagði Lagerbäck og Kolbeinn tók strax undir það. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson, framherji íslenska landsliðsins, viðurkenndi það á blaðamannfundi fyrir leikinn við Letta á morgun að það sé stundum leiðinlegt á æfingum íslenska landsliðsins þar sem Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson leggja áherslu á það að skipuleggja íslenska liðið sem best. „Ég reyni að skipuleggja liðið mjög vel og af þeim sökum verða æfingarnar stundum svolítið leiðinlegar hjá okkur þar sem er mikið um endurtekningar. Strákarnir eru sterkir andlega og gera alltaf sitt besta þannig að þetta hefur verið auðvelt. Karakter íslensku leikmannanna er sérstakur," sagði Lars Lagerbäck. Landsliðsþjálfarinn hvatti síðan Kolbein Sigþórsson til að gefa heiðarlegt svar þegar hann var spurður út í leiðinlegar æfingar Svíans. „Þótt að við séum komnir inn á þetta lokamót þá er Lars jafníhaldssamur og hann hefur verið hingað til. Hann vill halda áfram á sömu braut og gera þessar æfingar sem eru kannski ekki þær skemmtilegustu. Þær virka og það hefur sýnt sig að við erum vel skipulagðir og það er erfitt að spila á móti okkur," sagði Kolbeinn. „Hann er kannski ekki alltaf með allra skemmtilegustu æfingarnar," sagði Kolbeinn og Lars Lagerbäck grípur þá fram í fyrir honum: „Þú mátt alveg segja sannleikann," sagði Lars og fékk að launum hlátur frá þeim blaðamönnum sem voru mættir á fundinn. „Það er bara mikilvægt fyrir okkur að fara í gegnum þessar æfingar sem eru ekki skemmtilegar. Við getum ekkert verið að væla yfir þessu og yfir því að við fáum ekki alltaf að fara í reit eða spila. Það er mikilvægara að stilla saman liðið og fara yfir varnartaktíkina og sóknartaktíkina hjá okkur. Það hefur verið okkar plan undanfarin ár að gera þetta svona. Af hverju ættum við að hætta því núna?," sagði Kolbeinn. Lars Lagerbäck vildi líka bæta aðeins við þetta. „Það er auðvelt að vera þjálfari þegar úrslitin falla með þér. Á meðan þú ert að vinna leikina þá eru leikmennirnir almennt ánægðir. Það er erfitt að vera neikvæður þegar liðið er að vinna. Við sjáum til hvað gerist þegar liðið byrjar að tapa leikjum en við ætlum ekki að fara byrja á því núna," sagði Lagerbäck og Kolbeinn tók strax undir það.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira