Uppáhaldsparið ekki í boði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. október 2015 09:00 Það var létt yfir Lars Lagerbäck og Eiði Smára á æfingu landsliðsins í vikunni. vísir/vilhelm Kolbeinn Sigþórsson og Jón Daði Böðvarsson hafa byrjað saman í sex af átta leikjum íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2016 og voru framherjapar liðsins í 72 prósentum leiktímans í þeim átta leikjum sem nægðu íslensku strákunum til að tryggja sér sæti á stórmóti í fyrsta sinn. Jón Daði Böðvarsson kom óvænt inn í byrjunarliðið í fyrsta leik á móti Tyrkjum og sló í gegn. Hann var búinn að skora eftir átján mínútur og hreif alla með skemmtilegri blöndu sinni af óendanlegri vinnusemi og hæfileika til að halda bolta. Kolbeinn Sigþórsson er fyrir löngu orðinn framherji númer eitt hjá íslenska landsliðinu og er fastamaður í liðinu svo framarlega sem hann er heill. Frammistaða og spilatími Jóns Daða hefur komið meira á óvart enda er hann í samkeppni við stórstjörnur eins og Alfreð Finnbogason og Eið Smára Guðjohnsen Nú þegar Jón Daði er meiddur stendur valið að því virðist á milli Alfreðs og Eiðs Smára. Alfeð talaði um að hafa verið að senda Lars Lagerbäck smá skilaboð þegar hann varð á dögunum fyrsti Íslendingurinn í átta ár til að skora í Meistaradeildinni. Hetja gríska liðsins Olympiacos á móti Arsenal á Emirates-leikvanginum minnti vel á sig á þessu Meistaradeildarkvöldi en Alfreð hefur aðeins fengið að spila í 32 mínútur samanlagt í þessari keppni og er því hungraður í sitt tækifæri. Eiður Smári Guðjohnsen átti frábæra endurkomu inn í liðið úti í Kasakstan í mars en hefur síðan aðeins fengið að spila í 26 mínútur í síðustu þremur leikjum. Eiður er engu að síður með meira en þrisvar sinnum fleiri mínútur en Alfreð í þessari undankeppni. Eiður opnaði markareikninginn sinn í Kína í síðasta leik sínum fyrir landsliðshléið og er kominn í mun betra leikform eftir að hafa byrjað síðustu fjóra leiki Shijiazhuang Ever Bright. Alfreð var síðast í byrjunarliði íslenska liðsins í keppnisleik í umspilsleikjunum á móti Króatíu en hann skoraði síðast þegar hann byrjaði síðast leik í riðlakeppni sem var á móti Slóvenum í júní 2013. Íslenska liðið hefur líka skorað tvisvar sinnum á þessum 32 mínútum sem Alfreð hefur spilað eða jafn mörg mörk og á mínútum með Eiði Smára. Það eru fleiri framherjar sem koma til greina, eins og Viðar Örn Kjartansson, eða þá að færa menn fram af miðjunni. Jóhann Berg Guðmundsson hefur spilað frammi í þessari undankeppni og Birkir Bjarnason hefur verið að skora fyrir sitt lið. Hér til hliðar má sjá hvernig útkoman hefur verið hjá þeim átta mismunandi framherjapörum sem Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson hafa notað í undankeppninni til þessa en hér eru aðeins nefnd til leiks þau pör sem hafa spilað saman áður en það er komið út í uppbótartíma leikjanna. Leikur Íslands og Lettlands hefst klukkan 16.00 í dag á Laugardalsvelli og það er uppselt á leikinn eins og síðustu heimaleiki íslenska liðsins.fréttablaðið EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson og Jón Daði Böðvarsson hafa byrjað saman í sex af átta leikjum íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2016 og voru framherjapar liðsins í 72 prósentum leiktímans í þeim átta leikjum sem nægðu íslensku strákunum til að tryggja sér sæti á stórmóti í fyrsta sinn. Jón Daði Böðvarsson kom óvænt inn í byrjunarliðið í fyrsta leik á móti Tyrkjum og sló í gegn. Hann var búinn að skora eftir átján mínútur og hreif alla með skemmtilegri blöndu sinni af óendanlegri vinnusemi og hæfileika til að halda bolta. Kolbeinn Sigþórsson er fyrir löngu orðinn framherji númer eitt hjá íslenska landsliðinu og er fastamaður í liðinu svo framarlega sem hann er heill. Frammistaða og spilatími Jóns Daða hefur komið meira á óvart enda er hann í samkeppni við stórstjörnur eins og Alfreð Finnbogason og Eið Smára Guðjohnsen Nú þegar Jón Daði er meiddur stendur valið að því virðist á milli Alfreðs og Eiðs Smára. Alfeð talaði um að hafa verið að senda Lars Lagerbäck smá skilaboð þegar hann varð á dögunum fyrsti Íslendingurinn í átta ár til að skora í Meistaradeildinni. Hetja gríska liðsins Olympiacos á móti Arsenal á Emirates-leikvanginum minnti vel á sig á þessu Meistaradeildarkvöldi en Alfreð hefur aðeins fengið að spila í 32 mínútur samanlagt í þessari keppni og er því hungraður í sitt tækifæri. Eiður Smári Guðjohnsen átti frábæra endurkomu inn í liðið úti í Kasakstan í mars en hefur síðan aðeins fengið að spila í 26 mínútur í síðustu þremur leikjum. Eiður er engu að síður með meira en þrisvar sinnum fleiri mínútur en Alfreð í þessari undankeppni. Eiður opnaði markareikninginn sinn í Kína í síðasta leik sínum fyrir landsliðshléið og er kominn í mun betra leikform eftir að hafa byrjað síðustu fjóra leiki Shijiazhuang Ever Bright. Alfreð var síðast í byrjunarliði íslenska liðsins í keppnisleik í umspilsleikjunum á móti Króatíu en hann skoraði síðast þegar hann byrjaði síðast leik í riðlakeppni sem var á móti Slóvenum í júní 2013. Íslenska liðið hefur líka skorað tvisvar sinnum á þessum 32 mínútum sem Alfreð hefur spilað eða jafn mörg mörk og á mínútum með Eiði Smára. Það eru fleiri framherjar sem koma til greina, eins og Viðar Örn Kjartansson, eða þá að færa menn fram af miðjunni. Jóhann Berg Guðmundsson hefur spilað frammi í þessari undankeppni og Birkir Bjarnason hefur verið að skora fyrir sitt lið. Hér til hliðar má sjá hvernig útkoman hefur verið hjá þeim átta mismunandi framherjapörum sem Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson hafa notað í undankeppninni til þessa en hér eru aðeins nefnd til leiks þau pör sem hafa spilað saman áður en það er komið út í uppbótartíma leikjanna. Leikur Íslands og Lettlands hefst klukkan 16.00 í dag á Laugardalsvelli og það er uppselt á leikinn eins og síðustu heimaleiki íslenska liðsins.fréttablaðið
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira