Viðskipti erlent

Evrópubankinn hættur að kaupa skuldabréf Volkswagen

Sæunn Gísladóttir skrifar
Volkswagen mun líklega eiga í enn meiri erfiðuleikum en áður með að borga skuldir sínar.
Volkswagen mun líklega eiga í enn meiri erfiðuleikum en áður með að borga skuldir sínar. Vísir/AFP
Evrópubankinn hefur ákveðið að stoppa tímabundið kaup á skuldabréfum Volkswagen. Bankinn mun ekki lengur kaupa lánin sem fjármagna sölu Volkswagen bíla. Þessu greinir Sunday Times frá.

VW býður upp á fjármálaþjónustu, sem hagar sér að miklu leyti eins og banki, sem auðveldar viðskiptavinum að kaupa og leigja nýja bíla. Á föstudaginn setti Evrópubankinn bann á að kaupa eignavarinn verðbréf Volkswagen sem bílalán þess fjármagna. Evrópubankinn kaupir því ekki lengur skuldabréf Volkswagen.

Þetta þýðir að lánakostnaður Volkswagen kemur til með að hækka á tíma þar sem það stendur frammi fyrir háum sektum og stefnum.  


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×