Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - Víkingur 4-3 | Tíu Fjölnismenn héldu út í markaleik Stefán Árni Pálsson á Fjölnisvellinum skrifar 20. september 2015 18:00 Davíð Örn Atlason og Viðar Ari Jónsson berjast um boltann. vísir/valli Fjölnir vann sterkan sigur, 4-3, á Víkingum í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í dag. Fjölnismenn voru hálfan leikinn einum manni færri en það skipti ekki máli og sigurinn þeirra. Leikurinn hófst með miklum látum og var aðeins eitt lið mætt á völlinn á upphafsmínútunum. Það voru Fjölnismenn og þeir keyrðu heldur betur á Víkinga. Með góðu spili og skipulögðum sóknarleik var Fjölnir komið í 3-0 eftir 40 mínútna leik. Með mörkum frá Kennie Knak Chopart, Bergsveini Ólafssyni og Aroni Sigurðarsyni. Allt stefndi þetta í rúst heimamanna. Algjörlega upp úr þurru skoruðu þeir Ívar Orri og Hallgrímur Mar tvö mörk á síðustu mínútum fyrri hálfleiks og staðan allt í einu orðin 3-2. Ekki nóg með það, þá fékk Gunnar Már Guðmundsson, leikmaður Fjölnis, rautt spjald undir lok hálfleiksins og var útlitið ekki svo slæmt fyrir Víkinga. Síðari hálfleikurinn byrjaði mikið mun rólegra en sá fyrri og voru leikmenn liðanna ekki að finna taktinn. Það var ekki að sjá að Víkingar voru einum fleiri og Fjölnismenn stóðu vel í þeim. Kennie Knak Chopart var oft á tíðum erfiður Víkingum og fór mjög illa með þá. Víkingar náðu ekki að brjóta ísinn og þegar leið á hálfleikinn voru Fjölnismenn bara líklegri. Þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma fékk Guðmundur Böðvar Guðmundsson boltann rétt fyrir utan vítateig Víkinga og bara lagði hann snyrtilega í netið. Staðan orðin 4-2 og leikurinn í raun búinn, eða hvað? Víkingar brunuðu strax upp völlinn og Davíð Örn Atlason skoraði ágætt mark og minnkaði muninn niður í eitt mark. Lengra komust gestirnir ekki og unnu Fjölnismenn fínan sigur, 4-3, í mögnuðum markaleik. Milos: Viktor kemur til baka„Þetta var ekki nægilega gott, sérstaklega ekki af okkar hálfu fyrstu þrjátíu mínútur leiksins,“ segir Milos Milojevic , þjálfari Víkinga, eftir leikinn. „Við fá að óska Fjölnismönnum til hamingju með sigurinn í dag, þeir voru betri aðilinn og áttu skilið að fá þrjú stig.“ Milos segist vera ósáttur með það hvernig Víkingar komu inn í leikinn. „Varnarleikur liðsins var ekki góður og það er eitthvað sem við verðum að skoða mjög vel. Fótboltalega vorum við ekki nægilega góðir. Menn voru oft út úr stöðu og bara út um allt.“ Viktor Jónsson, framherji Þróttar, fór á kostum í sumar og gerði 19 mörk. Hann er samningsbundinn Víkingum og var á láni hjá Þrótturum. „Hann er samningsbundinn okkur og er á leiðinni til baka, það er það eina sem ég veit. Hvað verður svo eftir tímabilið á bara eftir að koma í ljós.“ Bergsveinn: Við erum ekkert orðnir saddirBergsveinn í leik í sumar.„Þetta var stórfurðulegur fótboltaleikur hér í dag,“ segir Bergsveinn Ólafsson. „Þetta hafðist að lokum hjá okkur, með seiglu og vinnusemi. Þvílíkur seinni hálfleikur hjá okkur, allir að vinna fyrir hvorn annan og þannig uppsker maður þrjú stig.“ Bergsveinn segir að liðið hafi haft mikla yfirburði í fyrri hálfleiknum. „Við fáum á okkur einhver tvö skítamörk sem á ekki að gerast. Heilt yfir vorum við miklu betri í þessum leik.“ Hann segir að þeir hafi verið aular að hleypa þeim inn í leikinn. „Þetta tímabil hefur verið gott hjá okkur en við erum alls ekkert saddir og ætlum okkur að halda áfram.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Sjá meira
Fjölnir vann sterkan sigur, 4-3, á Víkingum í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í dag. Fjölnismenn voru hálfan leikinn einum manni færri en það skipti ekki máli og sigurinn þeirra. Leikurinn hófst með miklum látum og var aðeins eitt lið mætt á völlinn á upphafsmínútunum. Það voru Fjölnismenn og þeir keyrðu heldur betur á Víkinga. Með góðu spili og skipulögðum sóknarleik var Fjölnir komið í 3-0 eftir 40 mínútna leik. Með mörkum frá Kennie Knak Chopart, Bergsveini Ólafssyni og Aroni Sigurðarsyni. Allt stefndi þetta í rúst heimamanna. Algjörlega upp úr þurru skoruðu þeir Ívar Orri og Hallgrímur Mar tvö mörk á síðustu mínútum fyrri hálfleiks og staðan allt í einu orðin 3-2. Ekki nóg með það, þá fékk Gunnar Már Guðmundsson, leikmaður Fjölnis, rautt spjald undir lok hálfleiksins og var útlitið ekki svo slæmt fyrir Víkinga. Síðari hálfleikurinn byrjaði mikið mun rólegra en sá fyrri og voru leikmenn liðanna ekki að finna taktinn. Það var ekki að sjá að Víkingar voru einum fleiri og Fjölnismenn stóðu vel í þeim. Kennie Knak Chopart var oft á tíðum erfiður Víkingum og fór mjög illa með þá. Víkingar náðu ekki að brjóta ísinn og þegar leið á hálfleikinn voru Fjölnismenn bara líklegri. Þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma fékk Guðmundur Böðvar Guðmundsson boltann rétt fyrir utan vítateig Víkinga og bara lagði hann snyrtilega í netið. Staðan orðin 4-2 og leikurinn í raun búinn, eða hvað? Víkingar brunuðu strax upp völlinn og Davíð Örn Atlason skoraði ágætt mark og minnkaði muninn niður í eitt mark. Lengra komust gestirnir ekki og unnu Fjölnismenn fínan sigur, 4-3, í mögnuðum markaleik. Milos: Viktor kemur til baka„Þetta var ekki nægilega gott, sérstaklega ekki af okkar hálfu fyrstu þrjátíu mínútur leiksins,“ segir Milos Milojevic , þjálfari Víkinga, eftir leikinn. „Við fá að óska Fjölnismönnum til hamingju með sigurinn í dag, þeir voru betri aðilinn og áttu skilið að fá þrjú stig.“ Milos segist vera ósáttur með það hvernig Víkingar komu inn í leikinn. „Varnarleikur liðsins var ekki góður og það er eitthvað sem við verðum að skoða mjög vel. Fótboltalega vorum við ekki nægilega góðir. Menn voru oft út úr stöðu og bara út um allt.“ Viktor Jónsson, framherji Þróttar, fór á kostum í sumar og gerði 19 mörk. Hann er samningsbundinn Víkingum og var á láni hjá Þrótturum. „Hann er samningsbundinn okkur og er á leiðinni til baka, það er það eina sem ég veit. Hvað verður svo eftir tímabilið á bara eftir að koma í ljós.“ Bergsveinn: Við erum ekkert orðnir saddirBergsveinn í leik í sumar.„Þetta var stórfurðulegur fótboltaleikur hér í dag,“ segir Bergsveinn Ólafsson. „Þetta hafðist að lokum hjá okkur, með seiglu og vinnusemi. Þvílíkur seinni hálfleikur hjá okkur, allir að vinna fyrir hvorn annan og þannig uppsker maður þrjú stig.“ Bergsveinn segir að liðið hafi haft mikla yfirburði í fyrri hálfleiknum. „Við fáum á okkur einhver tvö skítamörk sem á ekki að gerast. Heilt yfir vorum við miklu betri í þessum leik.“ Hann segir að þeir hafi verið aular að hleypa þeim inn í leikinn. „Þetta tímabil hefur verið gott hjá okkur en við erum alls ekkert saddir og ætlum okkur að halda áfram.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Sjá meira