Þingmaðurinn og páfinn Ögmundur Jónasson skrifar 22. september 2015 07:00 Þingmaðurinn sem vísað er til í fyrirsögninni er Frosti Sigurjónsson. Og páfinn er Franciscus, sá sem nú situr í Róm. Þannig að þetta greinarkorn fjallar um þá Frosta og Franciscus. Nú veit ég ekki hve margt þessir tveir eiga sameiginlegt. En vissulega þó eitt: Báðir hafa talað fyrir breyttu banka- og peningakerfi. Franciscus páfi sagði nýlega að fjármálakreppan sem nú væri við að eiga „ætti rót í djúpri mannlegri kreppu, afneitun mennskunnar“. Og á prenti er eftirfarandi að finna eftir páfa: „Við höfum skapað okkur nýjar fyrirmyndir. Hinn forni gullkálfur er genginn aftur og birtist okkur í nöturlegri tilbeiðslu á fjármagni og alræði þeirrar hagfræði sem býr ekki yfir neinni sýn á mannlegan tilgang.“ Og enn skrifar páfi: „Við þurfum að ráðast í breytingar á fjármálakerfinu samkvæmt því siðferði sem stuðlar að hagsæld fyrir alla. Peningar eiga að þjóna, ekki stjórna.“ Frosti Sigurjónsson myndi eflaust ekki orða hlutina með þessum hætti og kannski hugsa að einhverju leyti á öðrum nótum. Hann styður jú ríkisstjórn sem starfar engan veginn eftir þessari forskrift frá páfanum í Róm. Svo er Frosti sjálfur reynslumikill bisnissmaður og fyrrum stjórnarmaður í Verslunarráðinu. Þar var gullkálfurinn oftar en ekki í hávegum hafður. En þótt Frosti Sigurjónsson kunni að vera málsvari frjálsrar samkeppni, þá hefur hann manna heilastur og af þekkingu og yfirvegun talað fyrir því að fjármálakerfið fari inn á nýjar brautir og að samkeppnin verði í átt að því sem Fransiscus páfi boðar; að það þjóni almenningi en ekki eigendum sínum til þess að skapa þeim arð. Þess vegna þurfi þjóðin að ráða yfir kjölfestu í fjármálalífinu sem setji þar tóninn og viðmiðin. Ég er ekki í vafa um að viðskiptamódel Frosta myndi ganga upp; ófá vildum við án efa vilja skipta við Landsbankann, gangi tillögur Frosta eftir að sá banki verði alfarið í almannaeign og leggi áherslu á hagkvæm lán og lítinn vaxtamun. Ýmsir samstarfsmenn Frosta vilja hins vegar selja bankann og hafa hann í stíunni með öllum hinum gullkálfunum. Þjóðin á enn Landsbankann. Hann færir ríkissjóði yfir 20 milljarða í arð á þessu ári. Ef ég skil Frosta rétt þá vill hann að þessi arður verði minni og skili sér í sanngjarnara og ódýrara bankakerfi sem þjóni fólki en ekki fjármagni. Ég er honum sammála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Þingmaðurinn sem vísað er til í fyrirsögninni er Frosti Sigurjónsson. Og páfinn er Franciscus, sá sem nú situr í Róm. Þannig að þetta greinarkorn fjallar um þá Frosta og Franciscus. Nú veit ég ekki hve margt þessir tveir eiga sameiginlegt. En vissulega þó eitt: Báðir hafa talað fyrir breyttu banka- og peningakerfi. Franciscus páfi sagði nýlega að fjármálakreppan sem nú væri við að eiga „ætti rót í djúpri mannlegri kreppu, afneitun mennskunnar“. Og á prenti er eftirfarandi að finna eftir páfa: „Við höfum skapað okkur nýjar fyrirmyndir. Hinn forni gullkálfur er genginn aftur og birtist okkur í nöturlegri tilbeiðslu á fjármagni og alræði þeirrar hagfræði sem býr ekki yfir neinni sýn á mannlegan tilgang.“ Og enn skrifar páfi: „Við þurfum að ráðast í breytingar á fjármálakerfinu samkvæmt því siðferði sem stuðlar að hagsæld fyrir alla. Peningar eiga að þjóna, ekki stjórna.“ Frosti Sigurjónsson myndi eflaust ekki orða hlutina með þessum hætti og kannski hugsa að einhverju leyti á öðrum nótum. Hann styður jú ríkisstjórn sem starfar engan veginn eftir þessari forskrift frá páfanum í Róm. Svo er Frosti sjálfur reynslumikill bisnissmaður og fyrrum stjórnarmaður í Verslunarráðinu. Þar var gullkálfurinn oftar en ekki í hávegum hafður. En þótt Frosti Sigurjónsson kunni að vera málsvari frjálsrar samkeppni, þá hefur hann manna heilastur og af þekkingu og yfirvegun talað fyrir því að fjármálakerfið fari inn á nýjar brautir og að samkeppnin verði í átt að því sem Fransiscus páfi boðar; að það þjóni almenningi en ekki eigendum sínum til þess að skapa þeim arð. Þess vegna þurfi þjóðin að ráða yfir kjölfestu í fjármálalífinu sem setji þar tóninn og viðmiðin. Ég er ekki í vafa um að viðskiptamódel Frosta myndi ganga upp; ófá vildum við án efa vilja skipta við Landsbankann, gangi tillögur Frosta eftir að sá banki verði alfarið í almannaeign og leggi áherslu á hagkvæm lán og lítinn vaxtamun. Ýmsir samstarfsmenn Frosta vilja hins vegar selja bankann og hafa hann í stíunni með öllum hinum gullkálfunum. Þjóðin á enn Landsbankann. Hann færir ríkissjóði yfir 20 milljarða í arð á þessu ári. Ef ég skil Frosta rétt þá vill hann að þessi arður verði minni og skili sér í sanngjarnara og ódýrara bankakerfi sem þjóni fólki en ekki fjármagni. Ég er honum sammála.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar