Ætlar að heilla Kínverja upp úr skónum Guðrún Ansnes skrifar 23. september 2015 09:00 Ýr fyrir utan heimili sitt í Kína. "Draumurinn er að mynda framtíðar viðskiptatengsl svo að ég hafi afsökun til þess að koma hingað árlega." „Ég pakkaði efnunum mínum niður í tvær töskur og tók svo bara saumavélina í handfarangri,“ segir fatahönnuðurinn Ýr Þrastardóttir, sem datt í sannkallaðan lukkupott þegar henni bauðst nokkuð óvænt að dvelja í borginni Xiamen í Kína, og hanna þar undir merki sínu Another Creation. Hún er fyrsti fatahönnuðurinn sem er boðið að dvelja í listamannaíbúð „art residence“, en hingað til hefur aðeins myndlistarmönnum og rithöfundum verið boðið. „Upphafið að þessu ævintýri varð í vor þegar kærastinn minn bauð mér með sér hingað í vinnuferð. Ég var nýbúin að halda stóra sýningu í Hörpunni og leit á þetta sem frábært tækifæri til þess að skoða framleiðslumöguleika svo ég tók með mér slatta af prótótýpum úr sýningunni og lét sauma fyrir mig endurgerðir sem heppnuðust frábærlega.“ Þó svo tíminn hafi verið ansi knappur, og Ýri hafi ekki tekist að láta framleiða línuna sína, hljóp sannarlega á snærið hjá henni, því í þessari ferð kynntist hún Inke Guðmundsson, sem er framkvæmdastjóri Chinese- European Art Center. „Hún varð svo hrifin af athafnaseminni í mér og bauð mér að koma og vera listamaður hjá sér og halda sýningu í galleríinu sínu,“ útskýrir Ýr og skýtur því að, að eðlilega hafi hún ekki vílað fyrir sér að bregða sér aftur hálfa leið yfir jarðarkringluna og dvelja næstu fjóra mánuðina í Xiamen. Segir Ýr Kínverja afar hrifna af evrópskri hönnun, og ekki skemmi fyrir henni að vera frá Íslandi í því samhengi. „Frá því ég kom hefur mér tekist að mynda tengsl við ótrúlega flotta hönnuði hérna og það er skemmtileg tilviljun að fyrir tæpum mánuði var opnuð formlega fyrsta „collage“-hönnunarbúðin hérna, Arkipelago, með tíu ungum hönnuðum í Xiamen og er listagallerí á efstu hæðinni. Þetta er ekki ólíkt því sem ég tók sjálf þátt í á Íslandi þegar við tókum okkur saman nokkrir hönnuðir og opnuðum Kiosk, nema þetta er tíu sinnum stærra,“ segir Ýr og bætir við létt í lundu: „eins og reyndar allt í Kína.“En allt kostar peninga, líka í Kína, svo okkar kona hefur hafið söfnun á Karolinafund, þar sem hún vonast til að geta gert enn meira úr þessu ferðalagi, sem hún upplifir að megninu til sem lærdómsferð. „Ég vonast til að áhugamenn um listamenn og frumkvöðlastarf sjái sér fært að styrkja mig í þessu verkefni. Reyndar koma saumavélin og efnin mér ansi langt og ég er alls ekki frá því að ég muni halda hér stórkostlega sýningu sem verður undir sterkum asískum áhrifum, einhvers konar blöndu þess evrópska og asíska, hvernig sem allt fer. Ég ætla að heilla Kínverja upp úr skónum,“ segir Ýr himinlifandi að lokum. Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
„Ég pakkaði efnunum mínum niður í tvær töskur og tók svo bara saumavélina í handfarangri,“ segir fatahönnuðurinn Ýr Þrastardóttir, sem datt í sannkallaðan lukkupott þegar henni bauðst nokkuð óvænt að dvelja í borginni Xiamen í Kína, og hanna þar undir merki sínu Another Creation. Hún er fyrsti fatahönnuðurinn sem er boðið að dvelja í listamannaíbúð „art residence“, en hingað til hefur aðeins myndlistarmönnum og rithöfundum verið boðið. „Upphafið að þessu ævintýri varð í vor þegar kærastinn minn bauð mér með sér hingað í vinnuferð. Ég var nýbúin að halda stóra sýningu í Hörpunni og leit á þetta sem frábært tækifæri til þess að skoða framleiðslumöguleika svo ég tók með mér slatta af prótótýpum úr sýningunni og lét sauma fyrir mig endurgerðir sem heppnuðust frábærlega.“ Þó svo tíminn hafi verið ansi knappur, og Ýri hafi ekki tekist að láta framleiða línuna sína, hljóp sannarlega á snærið hjá henni, því í þessari ferð kynntist hún Inke Guðmundsson, sem er framkvæmdastjóri Chinese- European Art Center. „Hún varð svo hrifin af athafnaseminni í mér og bauð mér að koma og vera listamaður hjá sér og halda sýningu í galleríinu sínu,“ útskýrir Ýr og skýtur því að, að eðlilega hafi hún ekki vílað fyrir sér að bregða sér aftur hálfa leið yfir jarðarkringluna og dvelja næstu fjóra mánuðina í Xiamen. Segir Ýr Kínverja afar hrifna af evrópskri hönnun, og ekki skemmi fyrir henni að vera frá Íslandi í því samhengi. „Frá því ég kom hefur mér tekist að mynda tengsl við ótrúlega flotta hönnuði hérna og það er skemmtileg tilviljun að fyrir tæpum mánuði var opnuð formlega fyrsta „collage“-hönnunarbúðin hérna, Arkipelago, með tíu ungum hönnuðum í Xiamen og er listagallerí á efstu hæðinni. Þetta er ekki ólíkt því sem ég tók sjálf þátt í á Íslandi þegar við tókum okkur saman nokkrir hönnuðir og opnuðum Kiosk, nema þetta er tíu sinnum stærra,“ segir Ýr og bætir við létt í lundu: „eins og reyndar allt í Kína.“En allt kostar peninga, líka í Kína, svo okkar kona hefur hafið söfnun á Karolinafund, þar sem hún vonast til að geta gert enn meira úr þessu ferðalagi, sem hún upplifir að megninu til sem lærdómsferð. „Ég vonast til að áhugamenn um listamenn og frumkvöðlastarf sjái sér fært að styrkja mig í þessu verkefni. Reyndar koma saumavélin og efnin mér ansi langt og ég er alls ekki frá því að ég muni halda hér stórkostlega sýningu sem verður undir sterkum asískum áhrifum, einhvers konar blöndu þess evrópska og asíska, hvernig sem allt fer. Ég ætla að heilla Kínverja upp úr skónum,“ segir Ýr himinlifandi að lokum.
Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira