Hugsanavilla Píratans Stjórnarmaðurinn skrifar 23. september 2015 10:30 Píratar eru langstærsti stjórnmálaflokkur landsins samkvæmt skoðanakönnunum. Ekki er því óeðlilegt að stefnumál þeirra sæti nákvæmari skoðun en ella. Í sumum tilvikum hafa sneiðar í þeirra átt verið ósanngjarnar. Ávirðingar um slælega mætingu fjögurra manna þingflokks á nefndarfundi voru augljóslega af þeim meiði. Í öðrum tilvikum á hins vegar gagnrýni fullan rétt á sér. Píratar hafa á stefnuskrá sinni að „endurskoða höfundarétt“. Nánari útfærsla er nokkuð á reiki, en er þó lýst í sjö tiltölulega almennum punktum. Látum vera að fara ofan í kjölinn á þeim hér, enda ómögulegt að leggja fólki orð í munn með túlkun almennra hugtaka. Píratar segjast í stefnuskránni ekki vera á móti höfundarétti, hins vegar sé hættan sú að ef framfylgja eigi honum á internetinu verði vegið gróflega að réttindum borgaranna. Það sé ólíðandi að fjárhagsmunir séu látnir „trompa borgararéttindi og frjáls samskipti“. Nú liggur í hlutarins eðli að öll löggæsla felur í sér skerðingu á réttindum borgaranna. Að þjófur sé dæmdur til fangelsisvistar er augljóst dæmi um að „fjárhagsmunir trompi borgararéttindi“ svo gripið sé til orðfæris Pírata. Í síðustu viku bárust tíðindi af því að rétthafasamtök hefðu náð samkomulagi við fjarskiptafyrirtækin um að loka tilteknum skráarskiptisíðum sjálfvirkt (án þess að til sérstaks lögbanns kæmi) óháð því undir hvaða lénum síðurnar birtast. Í kjölfarið hefur Helgi Hrafn Gunnarsson, kafteinn Pírata, farið mikinn og meðal annars staðið í ritdeilu við Egil Helgason. Helgi segir meðal annars að aðferðir á borð við þá ofangreindu sem ætlað er að koma í veg fyrir höfundaréttarbrot séu ómögulegar og „gangi ekki svo langt að hindra menn í að komast fram hjá þeim með einföldum hætti“. Þetta er furðuleg röksemdafærsla. Hefur bann við þjófnaði í hegningarlögum þá algerlega mistekist þar sem ekki hefur tekist að útrýma þjófnaði með öllu? Vitaskuld ekki. Lagaboð og -bönn eru alltaf gölluð, og lagagrein ein og sér getur ekki útrýmt slæmu hátterni. Lagasetning sendir hins vegar skilaboð út í samfélagið um að tiltekin háttsemi sé óæskileg og hefur fælingarmátt. Með því að gera lítið úr lögum um höfundarétt eru Helgi og Píratar að vega að atvinnufrelsi og aflahæfi listamanna, og grafa undan fyrirtækjum í landinu sem starfa eftir settum leikreglum. Það er ábyrgðarhluti hjá annars efnilegum þingmanni.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Píratar eru langstærsti stjórnmálaflokkur landsins samkvæmt skoðanakönnunum. Ekki er því óeðlilegt að stefnumál þeirra sæti nákvæmari skoðun en ella. Í sumum tilvikum hafa sneiðar í þeirra átt verið ósanngjarnar. Ávirðingar um slælega mætingu fjögurra manna þingflokks á nefndarfundi voru augljóslega af þeim meiði. Í öðrum tilvikum á hins vegar gagnrýni fullan rétt á sér. Píratar hafa á stefnuskrá sinni að „endurskoða höfundarétt“. Nánari útfærsla er nokkuð á reiki, en er þó lýst í sjö tiltölulega almennum punktum. Látum vera að fara ofan í kjölinn á þeim hér, enda ómögulegt að leggja fólki orð í munn með túlkun almennra hugtaka. Píratar segjast í stefnuskránni ekki vera á móti höfundarétti, hins vegar sé hættan sú að ef framfylgja eigi honum á internetinu verði vegið gróflega að réttindum borgaranna. Það sé ólíðandi að fjárhagsmunir séu látnir „trompa borgararéttindi og frjáls samskipti“. Nú liggur í hlutarins eðli að öll löggæsla felur í sér skerðingu á réttindum borgaranna. Að þjófur sé dæmdur til fangelsisvistar er augljóst dæmi um að „fjárhagsmunir trompi borgararéttindi“ svo gripið sé til orðfæris Pírata. Í síðustu viku bárust tíðindi af því að rétthafasamtök hefðu náð samkomulagi við fjarskiptafyrirtækin um að loka tilteknum skráarskiptisíðum sjálfvirkt (án þess að til sérstaks lögbanns kæmi) óháð því undir hvaða lénum síðurnar birtast. Í kjölfarið hefur Helgi Hrafn Gunnarsson, kafteinn Pírata, farið mikinn og meðal annars staðið í ritdeilu við Egil Helgason. Helgi segir meðal annars að aðferðir á borð við þá ofangreindu sem ætlað er að koma í veg fyrir höfundaréttarbrot séu ómögulegar og „gangi ekki svo langt að hindra menn í að komast fram hjá þeim með einföldum hætti“. Þetta er furðuleg röksemdafærsla. Hefur bann við þjófnaði í hegningarlögum þá algerlega mistekist þar sem ekki hefur tekist að útrýma þjófnaði með öllu? Vitaskuld ekki. Lagaboð og -bönn eru alltaf gölluð, og lagagrein ein og sér getur ekki útrýmt slæmu hátterni. Lagasetning sendir hins vegar skilaboð út í samfélagið um að tiltekin háttsemi sé óæskileg og hefur fælingarmátt. Með því að gera lítið úr lögum um höfundarétt eru Helgi og Píratar að vega að atvinnufrelsi og aflahæfi listamanna, og grafa undan fyrirtækjum í landinu sem starfa eftir settum leikreglum. Það er ábyrgðarhluti hjá annars efnilegum þingmanni.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira