Fótbolti

Ronaldo getur skorað 500. markið sitt í kvöld

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Cristiano Ronaldo sparkar flestum boltum sem hann sér beint í mark mótherjans.
Cristiano Ronaldo sparkar flestum boltum sem hann sér beint í mark mótherjans. vísirg/etty
Cristiano Ronaldo tókst ekki að skora 500. markið á glæstum ferli sínum um síðustu helgi þegar Real Madrid mætti Granada í spænsku 1. deildinni.

Real vann leikinn, 1-0, en markið skoraði Karim Benzema. Ronaldo bíður því enn með 499 mörk en getur sett það 500. gegn Athletic Bilbao í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.00.

Þessi ótrúlegi framherji skoraði mörkin 499 í 749 leikjum fyrir Sporting, Manchester United, Real Madrid og portúgalska landsliðið.

mynd/whoscored.com
Hann er búinn að skora 321 í 305 leikjum fyrir Real madrid og er nú aðeins tveimur mörkum frá markameti goðsagnarinnar Raúl. Raúl spilaði aftur á móti rúmlega 400 fleiri leiki en Ronaldo er búinn að spila.

Mörkin hefur Ronaldo skorað í öllum regnbogans litum. 325 hefur hann skorað með hægri fæti, 89 með vinstri, 83 með skalla og tvö mörk með öðrum líkamshluta.

Hann hefur skorað 416 mörk í teignum, 83 fyrir utan teig, 81 af vítapunktinum og 45 úr aukaspyrnum. Hann hefur þó átt í basli með aukaspyrnurnar núna í að verða 18 mánuði.

Flest mörkin hefur Ronaldo skorað á móti Sevilla eða 21 stykki. Getafe kemur þar næst með 18 og þá er hann búinn að skora 15 mörk í El Clásico-leikjum gegn Barcelona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×