Er að spila eins og afkvæmi McIlroy og Spieth Kristinn Páll Teitsson skrifar 23. september 2015 17:00 Jason er mikið í því að lyfta bikurum þessa dagana. Vísir/Getty Ástralski kylfingurinn Jason Day sló á létta strengi á blaðamannafundi í dag þegar hann var spurður út í gott gengi sitt undanfarnar vikur. Day hefur sýnt ótrúlega takta undanfarnar vikur en hann hefur borið sigur úr býtum á fjórum af síðustu sex golfmótum sem hann hefur tekið þátt í, þar á meðal PGA-meistaramótið þegar hann varð fyrsti kylfingurinn sem lauk leik á einum af stórmótunum á tuttugu höggum undir pari. Skaust hann upp í efsta sæti styrkleikalistans í golfi í fyrsta sinn á dögunum en þegar hann var spurður að því hvað gæti útskýrt gott gengi hans undanfarna mánuði var hann ekki lengi að svara. „Spilamennska mín undanfarnar vikur er eins og Jordan Spieth og Rory McIlroy hafi eignast barn og það var ég. Ég er með högglengdina frá Rory og get stýrt höggunum mínum jafn vel og Jordan,“ sagði Day en myndband af þessu má sjá hér fyrir neðan. Þá sagðist hann ætla að kjósa sjálfan sig sem leikmann ársins ásamt því að greina frá því að markmiði eftir Forsetabikarinn væri að mæta í ræktina og verða tálgaður. Jason Day with the early contender for Quote of the Day. http://t.co/7jbJTThzvi— PGA TOUR (@PGATOUR) September 23, 2015 Golf Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Fleiri fréttir Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Ástralski kylfingurinn Jason Day sló á létta strengi á blaðamannafundi í dag þegar hann var spurður út í gott gengi sitt undanfarnar vikur. Day hefur sýnt ótrúlega takta undanfarnar vikur en hann hefur borið sigur úr býtum á fjórum af síðustu sex golfmótum sem hann hefur tekið þátt í, þar á meðal PGA-meistaramótið þegar hann varð fyrsti kylfingurinn sem lauk leik á einum af stórmótunum á tuttugu höggum undir pari. Skaust hann upp í efsta sæti styrkleikalistans í golfi í fyrsta sinn á dögunum en þegar hann var spurður að því hvað gæti útskýrt gott gengi hans undanfarna mánuði var hann ekki lengi að svara. „Spilamennska mín undanfarnar vikur er eins og Jordan Spieth og Rory McIlroy hafi eignast barn og það var ég. Ég er með högglengdina frá Rory og get stýrt höggunum mínum jafn vel og Jordan,“ sagði Day en myndband af þessu má sjá hér fyrir neðan. Þá sagðist hann ætla að kjósa sjálfan sig sem leikmann ársins ásamt því að greina frá því að markmiði eftir Forsetabikarinn væri að mæta í ræktina og verða tálgaður. Jason Day with the early contender for Quote of the Day. http://t.co/7jbJTThzvi— PGA TOUR (@PGATOUR) September 23, 2015
Golf Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Fleiri fréttir Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira